Færslur: Júlíus Geirmundsson ÍS 270

Skipstjóri ákærður fyrir brot á sjómannalögum
Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur skipstjóra togarans Júlíusar Geirmundssonar vegna hópsýkingar sem varð þar um borð í október.
Lögregla bíður umsagnar ráðuneytis um togarann
Lögreglan á Vestfjörðum bíður nú umsagnar samgönguráðuneytisins um mál skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Að henni fenginni verður hægt að ákveða næstu skref.
Rannsókn lögreglu á máli skipverjanna á togaranum lokið
Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á hópsýkingu um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni er nú lokið. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri segir að á næstu dögum verði ákveðið hvort kæra verði gefin út eða eða málið fellt niður. Lögregla kynnir fyrst málsaðilum niðurstöður og greinir svo opinberlega frá þeim.
Sjómannafélag Eyjafjarðar andmælir skipstjórnarmönnum
Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar veltir þeirri spurningu upp hvernig það skaði ímynd undirmanna á fiskiskipum að félagar þeirra leiti réttar síns og fari fram á sjópróf. Skrif Trausta birtast á Facebook-síðu félagsins.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast án málsvara
Sautján skipstjórnarmenn hjá Samherja gagnrýna Félag skipstjórnarmanna fyrir að hafa staðið að kæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar. Með því hafi félagið dæmt sig úr leik í umræðunni. Þeir segja skipstjórnarmenn nú vera án málsvara.
26.11.2020 - 14:24
Ekki ábyrgð læknis að tryggja að farið sé til sýnatöku
Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum kvað skýrt á um það í sjóprófi í gær að það væri ekki í sínum verkahring að sjá til þess að fólk fari í sýnatöku. Hann vissi ekki betur en að Júlíus Geirmundsson hefði siglt til lands eftir að hann talaði fyrst við skipstjórann.
Myndskeið
Skipverjar kljást enn við líkamleg og sálræn eftirköst
Sjópróf fór fram fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Sjóprófið átti að leiða í ljós hvað gerðist um borð þegar 22 af 25 áhafnarmeðlimum sýktust af COVID-19.
Vitnaleiðslu lýkur í dag eða á morgun
Sautján eru á vitnalista í sjóprófi í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem reynt er að komast að því hver og hvernig ákveðið var að halda Júlíusi Geirmundssyni á veiðum í október, þótt grunur væri um að skipverjar væru smitaðir af kórónuveirunni.
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra togarans
Skipverjar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa lýst vantrausti á skipstjórann sem var á skipinu þegar hópsýking kom þar upp. Þeir krefjast þess að hann hætti störfum um borð í togaranum.
Skipstjórinn afar ósáttur við sjópróf vegna hópsýkingar
Sjópróf fer fram í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni á Ísafirði 23. nóvember, en þetta var ákveðið í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skipstjórinn gagnrýnir áform um sjópróf harðlega og segir stéttarfélag sjómanna standa fyrir opinberri auðmýkingu í sinn garð.
Tekist á um sjópróf Júlíusar Geirmundssonar á morgun
Ákveðið verður fyrir héraðsdómi Reykjaness á morgun hvort sjópróf fari fram í máli skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið skýrslutöku af allri áhöfn togarans. Prófessor við lögfræði segir sjópróf ekki einungis eiga við um slys á skipum.
Samfélagið
Þýðing skipsdagbókarinnar mikil fyrir úrlausn málsins
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir lykilatriði að skipsdagbók togarans Júlíusar Geirmundssonar verði lögð fram við sjópróf vegna COVID-19 hópsmits um borð. Hann segir fyrirhugað að halda sjóprófið á Ísafirði 23. nóvember næstkomandi.
Sjóprófi í máli skipverjanna frestað
Sjóprófi í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið frestað að ósk útgerðarinnar Hraðfrystihússins Gunnvarar. Sjóprófið á að varpa ljósi á hvað gerðist þegar 22 af 25 skipverjum sýktust af COVID-19. Það átti upphaflega að vera eftir tvo daga, fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.
Leggja fram kæru og krefjast sjóprófs
Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni funduðu með lögmönnum í dag um sameiginlegar aðgerðir „vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum.“ Stéttarfélögin telja framgöngu frystihússins vítaverða og hafa ákveðið að kæra málið til lögreglu og krefjast þess að fram fari sjópróf.
26.10.2020 - 23:11
Lögreglan hefur rætt við flesta skipverjana
Lögreglan á Vestfjörðum hefur rætt við stóran hluta skipverjanna sem voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar langflestir í áhöfninni veiktust af COVID-19. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, en rannsókn á málinu hófst í morgun.
Rannsaka mál Gunnvarar og skipverjanna sem sakamál
Lögreglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á máli skipverjanna sem veiktust af COVID-19 um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni í síðustu viku. Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að málið sé rannsakað sem sakamál.
Viðtal í heild sinni
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna.