Færslur: Julian Assange

Berjast áfram gegn réttarhöldum yfir Assange
Aðstandendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, þrýsta á stjórnvöld í Þýskalandi og Ástralíu að beita sér gegn áformum bandarískra yfirvalda um að draga hann fyrir dóm ásakaðan um njósnir vegna birtingar Wikileaks á leyniskjölum Bandaríkjahers. Spænskur dómari hefur boðað Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og William Evanina, fyrrverandi embættismann, til skýrslutöku. Það er vegna rannsóknar á fyrirtæki sem grunað er um að hafa njósnað um Assange fyrir Bandaríkjastjórn.
21.06.2022 - 12:01
Patel staðfestir framsal Assange til Bandaríkjanna
Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði framseldur til Bandaríkjanna. Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands samþykkti dómsúrskurð um framsalið í dag.
17.06.2022 - 11:04
Ástralir leggjast ekki gegn framsali Assanges
Áströlsk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Ástralíu kveðst hafa fulla trú á bresku réttarkerfi.
Fyrirskipar framsal Assange til Bandaríkjanna
Dómstóll í Bretlandi gaf í dag út formlega fyrirskipun um að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skuli framseldur til Bandaríkjanna. Priti Patel innanríkisráðherra þarf að samþykkja hana. Staðfesti hún framsalið geta lögmenn Assange áfrýjað ákvörðun hennar. Assange bíða réttarhöld í Bandaríkjunum fyrir að hafa birt leyniskjöl um aðgerðir Bandaríkjahers í Írak og Afganistan.
20.04.2022 - 10:25
Örlög Assange í hendur Patel
Æðsti dómstóll Bretlands synjaði í dag beiðni Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um áfrýjunarleyfi hjá dómstólnum. Assange vildi fá snúið niðurstöðu áfrýjunardómstóls um að heimilt væri að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar sem dómstóllinn hafnaði þeirri umleitan fellur það nú í hendur Priti Patel, innanríkisráðherra Bretland að ákveða hvort Assange verði framseldur.
14.03.2022 - 19:44
Assange fær að áfrýja framsalskröfu Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fékk í morgun leyfi til að áfrýja til hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun yfirdómstóls að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Áður hafði undirréttur komist að þeirri niðurstöðu að óforsvaranlegt væri að framselja hann til Bandaríkjanna vegna bágrar andlegrar heilsu og sjálfsvígshættu.
Ákveðið í dag hvort Assange fær að áfrýja
Julian Assange, stofnandi Wikileks, kemst að því í dag hvort hann fái að áfrýja til hæstaréttar þeirri ákvörðun yfirdómstóls í Bretlandi að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Assange hefur setið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum frá 2019 við illan kost, vegna kröfu Bandaríkjamanna um framsal hans, þrátt fyrir að hafa þegar setið af sér dóm sem hann fékk fyrir að hafa brotið skilyrði um reynslulausn á sínum tíma.
Þúsund dagar Assange í Belmarsh-fangelsinu
Samtökin Blaðamenn án landamæra, RSF, vekja athylgi á því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur nú setið inni í Belmarsh fangelsinu í Lundúnum í þúsund daga. Í færslu þeirra á Facebook segir að varðhaldið eigi ekki rétt á sér og bæði líkamlegri og andlegri heilsu hans sé mikil hætta búin.  Samtökin segja hann hafa eiga það eitt sökótt að hafa sinnt blaðamennsku.
05.01.2022 - 17:51
Assange vill áfrýja til hæstaréttar
Lögmenn Julians Assange, stofnanda WikiLeaks uppljóstrunarvefjarins, hafa farið fram á það við hæstarétt Bretlands að fá að áfrýja dómsúrskurði um að hann skuli framseldur til Bandaríkjanna. Áfrýjunarréttur í Lundúnum sneri fyrr í þessum mánuði við úrskurði undirréttar um að hann skyldi ekki sendur til Bandaríkjanna þar sem andleg heilsa hans væri ekki sem skyldi.
24.12.2021 - 08:30
Mótmælir meðferð á Assange við breska sendiráðið
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, afhenti breska sendiráðinu bréf í hádeginu í dag. Í bréfinu krefst hann þess að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði látinn laus og fallið verði frá áformum um að framselja hann til Bandaríkjanna. Ögmundur hyggst mótmæla aftur við sendiráðið á hádegi á morgun og á miðvikudag.
20.12.2021 - 15:33
„Pólitísk hefndaraðgerð gegn Assange"
„Nöturlegt að stríðið í Afganistan sé búið en ekki stríðið gegn Julian Assange,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, en áfrýjunardómstóll í Lundúnum komst í dag að þeirri niðurstöðu að framselja skuli Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna.
10.12.2021 - 14:30
Bretum ber að framselja Julian Assange
Áfrýjunardómstóll í Lundúnum komst í dag að þeirri niðurstöðu að framselja skuli Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Í janúar var úrskurðað á neðra dómstigi að ekki skyldi framselja hann, þar sem andleg heilsa hans væri ekki sem skyldi. Bandarísk stjórnvöld vilja rétta yfir Assange fyrir að hafa birt þúsundir leyniskjala á árunum 2010 og '11. Þau áfrýjuðu dómi undirréttar.
10.12.2021 - 10:35
Julian Assange fær að kvænast unnustunni Stellu Moris
Julian Assange, stofnandi Wikileaks sem setið hefur í Belmarsh-fangelsinu í Englandi frá því að honum var vísað út úr sendiráði Ekvadors árið 2019, hefur fengið heimild til að kvænast unnustu sinni, Stellu Moris.
Myndskeið
Krefjast framsals Julians Assange
Tveggja daga réttarhöld hófust í dag fyrir áfrýjunarrétti í Lundúnum þar sem lögmenn Bandaríkjastjórnar freista þess að fá Julian Assange framseldan. Hann á ævilangt fangelsi yfir höfði sér fyrir að hafa birt þúsundir leyniskjala fyrir áratug.
27.10.2021 - 17:32
Unnusta Assange biðlar til Bidens
Stella Moris, unnusta Julians Assange, skoraði í morgun á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að fella niður málið á hendur á sambýlismanni hennar. Áfrýjunarkrafa bandarískra stjórnvalda var tekin fyrir í morgun. Það skýrist í október hvort þeim tekst að fá Assange framseldan til Bandaríkjanna.
11.08.2021 - 23:21
Assange sviptur ekvadorskum ríkisborgararétti
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið sviptur ekvadorskum ríkisborgararétt. 
28.07.2021 - 14:17
Skora á Bandaríkin að fella niður ákæru gegn Assange
Tíu þingmenn úr fimm flokkum hafa sent bandaríska sendiráðinu á Íslandi áskorun þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að láta niður falla ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks.
09.07.2021 - 12:35
Bandaríkin áfrýja framsalsúrskurði yfir Assange
Bandaríkjastjórn hefur áfrýjað úrskurði breskra dómstóla um að framselja ekki Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Guardian hefur þetta eftir Marc Raimondi, talsmanni bandaríska dómsmálaráðuneytisins. 
13.02.2021 - 07:38
Engin heimild veitt fyrir fölsun gagna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki veitt bandarískum stjórnvöldum neina heimild eða leyfi til að útbúa fölsuð trúnaðargögn í tengslum við rannsókn þeirra á Julian Assange. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka.
04.02.2021 - 16:23
Assange neitað um lausn úr bresku fangelsi
Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var í morgun neitað um lausn gegn tryggingu úr fangelsi í Lundúnum. Lögmenn hans freistuðu þess að fá hann lausan í framhaldi af því að dómari úrskurðaði á mánudag að hann skyldi ekki framseldur til Bandaríkjanna.
06.01.2021 - 12:17
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Kastljós
Tilfinningaþrungin stund þegar dómarinn las úrskurðinn
Talsmaður Wikileaks segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar breskur dómari las upp úrskurð sinn í morgun um að Julian Assange skuli ekki framseldur til Bandaríkjanna. Ástæðan er slæm andleg heilsa Assange, sem er talinn í sjálfsvígshættu. Bandarísk stjórnvöld ætla að áfrýja úrskurðinum.
Auðskilið mál
Julian Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna
Julian Assange, sem stofnaði Wikileaks, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Breskur dómstóll ákvað þetta í dag. Dómarinn telur að það væri hættulegt fyrir andlega heilsu Assange að setja hann í fangelsi í Bandaríkjunum.
04.01.2021 - 17:57
Bjóða Julian Assange pólitískt hæli í Mexíkó
Stjórnvöld í Mexíkó ætla að bjóða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, pólitískt hæli þar í landi. Forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, sagði við fréttamenn í dag að hann ætlaði að biðja utanríkisráðherra landsins að ganga frá formsatriðum boðsins.
04.01.2021 - 17:13
Assange ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Dómstóll í Lundúnum komst að þessari niðurstöðu fyrir hádegi. Í Bandaríkjunum hefur hann verið ákærður fyrir njósnir vegna birtingar á þúsundum leynilegra skjala frá bandaríska hernum um hernað í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug. 
04.01.2021 - 11:10