Færslur: Julian Assange

Segir Assange hafa nýtt sér tölvuþrjóta
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hafi ráðið til sín tölvuþrjóta til að komast yfir trúnaðarupplýsingar.
Unnusta Assange krefst lausnar hans vegna faraldursins
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er sagður faðir tveggja barna sem lögmaður hans fæddi á meðan hann leitaði skjóls í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. Frá þessu er greint í breska sunnudagsblaðinu Mail on Sunday.
12.04.2020 - 01:13
Heimskviður
Hvað verður um Julian Assange?
Verður Julian Assange, stofnandi Wikileaks, framseldur til Bandaríkjanna? Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin í nýjasta þætti Heimskviðna, og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum.
07.03.2020 - 07:30
Segja gagnaleka Assange pólitískan
Lögmenn Julian Assange færðu rök fyrir því í gær að aðgerðir hans hafi verið pólitískar. Lögmenn bandarískra yfirvalda vilja meina að svo sé ekki, þar sem upplýsingum hafi ekki verið lekið til þess að steypa Bandaríkjastjórn af stóli eða breyta stefnu hennar.
28.02.2020 - 03:52
Framsalskrafa á hendur Assange tekin fyrir í dag
Réttarhöld vegna framsalskröfu bandarískra stjórnvalda á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, hefjast í Woolwich í Lundúnum í dag. Assange hefur verið í fangelsi í Lundúnum síðan honum var neitað um áframhaldandi skjól í sendiráði Ekvadors í apríl á síðasta ári eftir stjórnarskipti þar í landi. Þar leitaði hann hælis 2011 af ótta við að bresk stjórnvöld myndu selja hann í hendur sænskra yfirvalda, sem hann taldi líklegt að myndu framselja hann til Bandaríkjanna.
24.02.2020 - 05:42
Mótmæla framsali Assange
Fjöldi fólks gekk um götur miðborgar Lundúna í dag og krafðist þess að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Taka á mál hans fyrir hjá breskum dómstól á mánudag. „Ekki framselja Assange“ og „Blaðamennska er ekki glæpur“ stóð á spjöldum mótmælenda.
22.02.2020 - 20:11
Fallið frá rannsókn á hendur Assange
Rannsókn í Svíþjóð á ásökunum á hendur Julian Assange, leiðtoga uppljóstrarasíðunnar WikiLeaks, um nauðgun fyrir níu árum hefur verið hætt án ákæru.
19.11.2019 - 14:44