Færslur: Júlía Margrét Einarsdóttir

Lestin
Oxycontin við verkjum, timburmönnum og húsmæðrastressi
Dopesick er ný þáttaröð sem segir frá uppruna Oxycontin, misvísandi markaðssetningu hinnar fégráðugu Sackler-fjölskyldu og ópíóíðafaraldrinum. Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í þættina.
Pistill
Afturgöngur, blóð og kapítalískt víti veita birtu og yl
Ýmislegt ánægjulegt gerðist 2021 sem lífgaði upp á ár jarðhræringar, eldgoss og heimsfaraldurs. Michael Douglas varð reffilegri en nokkru sinni fyrr, Andie MacDowell sýndi hvað í henni býr, Suður-Kóreumenn máluðu upp mynd af því hvernig barnaleikir geta verið upp á líf og dauða og álfar brugðu á leik í íslensku sjónvarpsefni.
Pistill
Elsku besti raðmorðingja-snúðurinn okkar snýr aftur
Spennuþáttunum um Dexter Morgan, raðmorðingjann vinalega, tekst það ótrúlega afrek að fá áhorfandann til að finna til með kaldrifjuðum ódæðismanni og að vona heitt að hann komist upp með að fela öll líkin sín. Þáttunum lauk með áttundu seríu árið 2013 en þættirnir snéru aftur með aukaþáttaröð á dögunum. Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar er að horfa á þættina.
Gagnrýni
Sullandi heilaslettur og blóðbað í barnaleikjum
Squid game, eða smokkfiskaleikur, er margrómaður og ofurofbeldisfullur suður-kóreskur Netflix-þáttur sem hefur vakið upp sannkallað æði um allan heim. Þættirnir sýna fátækt fólk í stéttskiptri Suður-Kóreu sem í vonleysi og örvæntingu leikur barnaleiki til að freista þess að fá vegleg peningaverðlaun og snúa við blaðinu, jafnvel þó leikurinn muni mögulega frekar kosta það lífið. Júlía Margrét Einarsdóttir rýndi í þættina.
Pistill
Lúka af glimmeri gerir allan mat betri
Paris Hilton hefur sett á sig ofnhanskana og kennir sjálfri sér, vinum, kunningjum og smáhundum að elda mat í glænýrri Netflix-seríu. Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar fjallar um Paris Hilton og þessar óvæntu vendingar á sjónvarpsferli hennar.