Færslur: Júgóslavía

Áfrýjun Mladic tekin fyrir
Málflutningur hefst í dag vegna áfrýjunar Ratko Mladic vegna lífstíðardóms stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag árið 2017. Mladic sem var æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba áfrýjaði dómn­um í mars árið 2018.
25.08.2020 - 02:58
Viðtal
Óttaðist um líf sitt hvern dag í Bosníu-stríðinu
Fórnarlamba þjóðarmorðanna í Srebrenica í Bosníu var minnst í dag, þegar 25 ár eru liðin frá voðaverkunum. Jasmina Crnac sem bjó í Bosníu sem barn segir að ástandið í landinu á tímum stríðsins hafi verið hreint helvíti.
11.07.2020 - 20:27
25 ár liðin frá þjóðarmorði í Srebrenica
Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá þjóðarmorði í bænum Srebrenica í Bosníu. Fórnarlömb voðaverkanna, sem borin voru kennsl á síðustu mánuði, voru jarðsett í dag.
11.07.2020 - 12:27
Lokadómur yfir Karadzic
Dómarar við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag kveða í dag upp fullnaðardóm yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba. Karadsitsj var árið 2016 dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir þátt sinn í stríðinu á Balkanskaga á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. 
20.03.2019 - 08:42