Færslur: Josep Borrell

Alþjóðasamfélagið hyggst beita Rússa auknum þrýstingi
Alþjóðlegur þrýstingur verður aukinn gagnvart Rússum í kjölfar herkvaðningar Rússlandsforseta í gær og lítt dulinna hótana hans um beitingu kjarnavopna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman með morgninum.
Samkomulag um frjálsa för milli Kósóvó og Serbíu
Stjórnvöld í Serbíu og Kósóvó hafa gert samkomulag um fría för fólks á milli landanna tveggja. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, greindi frá þessu í dag.
Hlé á viðræðum um kjarnorkusamning við Írani
Hlé hefur verið gert á samningaviðræðum um kjarnorkusamning við Írani vegna utanaðkomandi ástæðna. Samningur er þó nánast tilbúinn að sögn Joseps Borrell utanríkismálastjóra Evrópusambandsins.