Færslur: Jórdanía

Ellefu egypskir hermenn féllu í átökum við vígasveitir
Ellefu egypskir hermenn féllu í tilraun til koma í veg fyrir hryðjuverkaárás á svæðinu umhverfis Súez-skurðinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu egypska hersins en Sínaí-skaginn er sagður gróðrarstía fyrir sveitir öfgafullra jíhadista.
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.
Pandora skjölin – Fjármál þjóðarleiðtoga opinberuð
Tæplega tólf milljónum skjala hefur verið lekið um áður leynileg fjármál þjóðarleiðtoga, í því sem kallað er Pandora skjölin. Fjöldi skjalanna og innihald þeirra svipar til Panama skjalanna, en Pandora skjölin eru þó nokkuð umfangsmeiri. Breska ríkisútvarpið greinir frá að í skjölunum séu opinberuð vafasöm viðskipti um 35 fyrrum eða núverandi þjóðarleiðtoga, þar á meðal við aflandsfélög í svokölluðum skattaskjólum. Einnig eru í skjölunum gögn um viðskipti um 300 embættismanna.
Sýrlendingar koma Líbanon til hjálpar
Yfirvöld í Sýrlandi hafa gefið út þau vilji aðstoða Líbanönsku þjóðina með því að leyfa flutning eldsneytis og aukins rafmagns til landsins. Líbanon tekst nú á við djúpa efnahagskreppu og er mikill skortur á bæði eldsneyti og rafmagni, en rafmagnslaust er í landinu í allt að tuttugu og tvær klukkustundir á sólarhring. Yfirvöld í Líbanon binda vonir við að hægt verði að flytja eldsneyti frá Egyptalandi og rafmagn frá Jórdaníu með aðstoð Sýrlendinga.
15 ára dómur fyrir valdaránstilraun
Dómstóll í Jórdaníu hefur sakfellt tvo menn, fyrrverandi hirðstjóra og ættingja konungs, fyrir landráð og samsæri gegn konungdæminu. Mennirnir, sem neituðu báðir sök, voru dæmdir í fimmtán ára fangelsi.
12.07.2021 - 11:14
Hálfbróðir Jórdaníukonungs sakaður um aðild að samsæri
Fyrrverandi krónprins Jórdaníu, prins Hamsah bin Hussein, hefur verið hnepptur í stofufangelsi, sakaður um aðild að samsæri gegn hálfbróður sínum, Abdúlla konungi II. Talsverður hópur áhrifamanna var handtekinn í Jórdaníu á laugardag, þar á meðal ófáir úr hópi vina prinsins og trúnaðarmanna. Eru þeir sakaðir um að grafa undan stjórnvöldum og þjóðaröryggi.
04.04.2021 - 00:41
Sögulegar sættir eða svik við Palestínumenn?
Viðbrögð heimsbyggðarinnar við samkomulagi Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær eru með ýmsum hætti.
Barn lést og hundruð veiktust af matareitrun
Barn lést og sjö hundruð hafa veikst úr matareitrun eftir að hafa snætt skyndibita frá veitingastað skammt utan Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Jórdanska heilbrigðisráðuneytið greindi frá þessu í morgun.
29.07.2020 - 10:16
Friðarsamningur Ísreala og Jórdana í uppnámi
Áætlanir Ísraelsstjórnar um innlimun landssvæða á vesturbakka Jórdanár gætu stefnt friðarsamningnum við Jórdaníu í hættu. Hluti svæðisins er í Jórdandalnum við landamæri Jórdaníu.
25.06.2020 - 04:22
Jórdanir taka til baka leigulönd frá Ísrael
Jórdanir tóku aftur völdin á Baquro og Ghamr eftir að 25 ára leigusamningur Ísraela á svæðunum rann út. Abdullah 2. Jórdaníukonungur staðfesti þetta í gær. Svæðin tilheyrðu Jórdaníu eftir að ríkið hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1946. Ísraelar hertóku svæðin síðar, en leyst var úr því með leigusamningi sem var hluti af friðarsamkomulagi ríkjanna árið 1994.
11.11.2019 - 06:11
Ráðist á ferðafólk í Jórdaníu
Fjórir erlendir ferðamenn, leiðsögumaður þeirra og öryggisvörður særðust í hnífaárás í Jerash í Jórdaníu í morgun.
06.11.2019 - 12:41
Myndskeið
Skyndiflóð í ævaforni borg
Minnst tólf eru látin eftir skyndiflóð í Jórdaníu. Flóðin náðu til ævafornu borgarinnar Petru og áttu ferðamenn fótum sínum fjör að launa.
10.11.2018 - 18:55
Mannskæð flóð í Jórdaníu
Að minnsta kosti sjö eru látnir og nærri fjögur þúsund hafa orðið að flýja hina fornu borg Petra vegna mikilla flóða í Jórdaníu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir yfirvöldum að björgunarsveitir, með aðstoð þyrla, leiti að bíl með fimm manns innanborðs sem flóðið hrifsaði með sér í Madaba, suðvestur af höfuðborginni Amman.
10.11.2018 - 05:46
Fjöldi lést í flóðum í Jórdaníu
Að minnsta kosti 17 eru látnir vegna mikilla flóða í Jórdaníu í gær. Flestir hinna látnu voru farþegar í rútu sem flóðin hrifsuðu af veginum. Alls voru 37 nemendur og sjö starfsmenn skóla um borð í rútunni að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Farið var í umfangsmiklar björgunaraðgerðir, þar sem Ísrael kom til aðstoðar með björgunarþyrlur. 34 hefur verið bjargað. Aðrir sem létu lífið voru að fá sér að snæða úti undir beru lofti, en flóðin urðu á vinsælu útivistarsvæði nærri Dauðahafinu.
26.10.2018 - 06:35
Samningaviðræður í suðvesturhluta Sýrlands
Uppreisnarmenn, sem hafa haft yfirráð á svæði í suðvesturhluta Sýrlands, eiga í samningaviðræðum við rússneska fulltrúa. Sýrlenski stjórnarherinn og bandamenn hafa gert loftárásir á svæðið undanfarinn mánuð.
01.07.2018 - 12:06
Nágrannar bjóða Jórdönum efnahagsaðstoð
Sádi Arabía, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Kúveit hafa boðið Jórdönum fjárhagsaðstoð að andvirði tveggja og hálfs milljarðs bandaríkjadala, jafnvirði um tvö þúsund og fimm hundruð milljarða króna. Ríkin þrjú segjast bjóða efnahagsaðstoðina í anda bróðernis, hefur AFP fréttastofan eftir ríkisfjölmiðli Sádi Arabíu.
11.06.2018 - 03:53
Draga umdeilt skattafrumvarp til baka
Omar al-Razzaz, nýr forsætisráðherra Jórdaníu, tilkynnti í dag að umdeilt skattafrumvarp sem lagt hafði verið fyrir þingið yrði dregið til baka. Miklar verðhækkanir og áformaðar hækkanir á sköttum hafa leitt til harðra mótmæla í Jórdaníu undanfarna viku. Mótmælendur segja frumvarpið einkum bitna á fátækum og fólki með meðaltekjur.
07.06.2018 - 13:27
Forsætisráðherra Jórdaníu biðst lausnar
Hani Malki, forsætisráðherra Jórdaníu, gekk í dag á fund Abdullah konungs og baðst lausnar. Konungur er talinn hafa þrýst á Malki að segja af sér til að lægja öldur eftir einhver mestu mótmæli í landinu í mörg ár. 
04.06.2018 - 13:35
Fjölmenn mótmæli í Jórdaníu
Þúsundir mótmælenda streymdu út á götur og torg Amman, höfuðborgar Jórdaníu, í kvöld, þriðja kvöldið í röð. Lögregla beitti táragasi og lokaði götum í höfuðborginni til að hindra að mótmælendur kæmust í námunda við stjórnarráðsbyggingar. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum skattahækkunum og sparnaðaraðgerðum stjórnvalda, sem sagðar eru bitna harðast á þeim er síst skyldi; fátæku fólki og ósköp venjulegu, vinnandi millistéttarfólki.
03.06.2018 - 01:36
Umsátrinu í al-Karak lokið, 10 féllu
Aðgerðum lögreglu gegn vígamönnum í fornum kastala í borginni Al-Karak í Jórdaníu er lokið. Þetta sagði talsmaður Jórdaníustjórnar í ávarpi til þjóðarinnar í kvöld, en gaf ekki frekari skýringar. Hópur vígamanna réðst í dag á lögreglu í Karak og leitaði síðan skjóls í fyrrnefndum kastala þar sem fyrir var hópur ferðamanna. Að minnsta kosti tíu létu lífið í árásinni, sjö lögreglumenn og þrír almennir borgarar, þeirra á meðal kanadísk kona úr hópi ferðamanna. Hátt í 30 særðust.
18.12.2016 - 22:51
 · Jórdanía
Neyðaraðstoð til flóttafólks í Jórdaníu
Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í dag að neyðargögnum verði komið til sýrlenskra flóttamanna við jórdönsku landamærin á næstunni. Um 85 þúsund flóttamenn eru innlyksa við landamærin. Neyðaraðstoð hefur ekki borist þangað síðan í ágúst.
23.11.2016 - 02:45
Ráðist á jórdönsku leyniþjónustuna
Fimm féllu, þegar ráðist var í dag á skrifstofuhúsnæði leyniþjónustu Jórdaníu í Baqa flóttamannabúðum Palestínumanna norðan við höfuðborgina Amman. Þrír leyniþjónustumenn liggja í valum, ásamt öryggisverði og móttökuritara. Að sögn yfirvalda stóðu hryðjuverkamenn að árásinni. Enginn hefur enn lýst henni á hendur sér.
06.06.2016 - 10:18