Færslur: Jónsi

Stafræn afskræming á skandinavískum sársauka
Önnur sólóskífa eins farsælasta tónlistarmanns Íslands frá upphafi, Jónsa í Sigur Rós, kom út á dögunum. Á henni ægir sama öfgafegurð og óhljóðum, mannsröddinni og stafrænum skruðningum, og hún er að mínu mati það besta sem hefur komið frá Jónsa frá því að Suðið í eyrunum spilaðist endalaust sumarið 2008.
09.10.2020 - 10:35
Sambandsslitin höfðu mikil áhrif á texta plötunnar
Jónsi í Sigur Rós elskar hommateknó, er hættur með kærasta sínum til 16 ára og hefur nýverið unnið að ilmhönnun og innsetningum úr kynlífshjálpartækjum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali sem birtist á vef breska blaðsins Guardian í dag. Önnur sólóskífa hans Shiver kemur út í október en Sigur Rós eru í pásu eins og stendur.
18.08.2020 - 13:19
Robyn á nýrri plötu Jónsa í haust
Jónsi í Sigur Rós gefur út aðra sólóskífu sína, Shiver, í byrjun október. Heill áratugur er frá útgáfu hans síðustu, og jafnfram fyrstu, breiðskífu Go. Sænska poppstjarnan Robyn og Liz Fraser úr skosku indísveitinni Cocteau Twins verða í gestahlutverki á nýju plötunni.
24.06.2020 - 14:19
Jónsi og Lady Gaga keppa um Óskarstilnefningu
Lagið Revelation eftir Jónsa í Sigur Rós og Áströlsku poppstjörnuna Troy Sivan er eitt af þeim 15 lögum sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd. En lagið var samið fyrir myndina Boy Erased.
18.01.2019 - 15:44
Jónsi semur tónlist fyrir þriðju drekamyndina
Tónlist Jónsa steinlá fyrir myndirnar og varð hluti af rödd þeirra, segir Dean DeBlois, leikstjóri teiknimyndanna How to train your dragon 1 og 2. Jón Þór Birgisson - Jónsi - söngvari Sigur Rósar, samdi lokalagið í báðum myndunum og endurtekur leikinn í þriðju myndinni sem kemur út á næsta ári.