Færslur: Jónas Reynir Gunnarsson

Jónas Reynir fær Maístjörnuna í ár
Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur ljóðabókaverðlaunin Maístjörnuna í ár fyrir bókina Þvottadagur.
Þúsaldarkynslóðin kortlögð í skáldsögum
Ungu rithöfundarnir Jónas Reynir Gunnarsson og Arngunnur Árnadóttir náðu að fanga ákveðinn tómhyggjulegan kjarna þúsaldarkynslóðarinnar í sínum fyrstu skáldsögum, Millilendingu og Að heiman. Þau ræddu bækurnar, sköpunina, Reykjavík og smæðina í Hve glötuð er vor æska, bókmenntaþætti Rúv núll.
Íslenskur djammveruleiki í skáldsögu
Jónas Reynir Gunnarsson sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu sem heitir Millilending. Steinunn Inga Óttarsdóttur fjallaði um bókina í Víðsjá.
Gagnrýni
„Feykigóð byrjun“
Millilending er ný skáldsaga eftir Jónas Reyni Gunnarsson, en höfundur fékk Tómasarverðlaunin nú á dögunum fyrir ljóðabókina Stór olíuskip. Bókin er fyrsta skáldsaga Jónasar, og er gefin út af bókaforlaginu Partusi. Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að höfundur sé sérlega efnilegur.
„Ég á mér ekkert líf annað en að skrifa“
„Þegar skúffan og skrifstofan opnast þá bara dettur allt út,“ segir rithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson um þau miklu – en skyndilegu – afköst að á mánaðartímabili koma út þrjár bækur eftir hann, sem hafði ekkert gefið út áður.