Færslur: Jónas Reynir Gunnarsson

Gagnrýni
Úrvinnsla á hinu óumflýjanlega
„Þrátt fyrir húmorinn og íronískar þversagnirnar er þetta samt saga um sorg og frásögnin sjálf er einhvern veginn eins og úrvinnsla á hinu óumflýjanlega,“ segir Gauti Kristmannsson um skáldsöguna Dauða skógar eftir Jónas Reyni. „Hún er eins og samningur við hverfulleika lífsins, manns sjálfs, ástvina og meira að segja jarðarinnar.“
Gagnrýni
„Hún situr í mér og mun gera það áfram“
Kolbrún Bergþórsdóttir og Sverrir Norland segja að Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson sé launfyndin bók um hremmingar miðaldra landeiganda og samband okkar við náttúruna.
„Svo heyrði ég drunur bergmála yfir mér“
Þriðja skáldsaga Jónasar Reynis Gunnarssonar heitir Dauði skógar og fjallar um óreiðu í lífi manns sem hefur ástríðu fyrir skógrækt og þráir griðarstað í stopulli tilveru. Kveikjan að sögunni kom til hans á heimaslóðum í Fellabæ en hann hefur unnið að henni í hartnær fjögur ár.
Jónas Reynir fær Maístjörnuna í ár
Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur ljóðabókaverðlaunin Maístjörnuna í ár fyrir bókina Þvottadagur.
Þúsaldarkynslóðin kortlögð í skáldsögum
Ungu rithöfundarnir Jónas Reynir Gunnarsson og Arngunnur Árnadóttir náðu að fanga ákveðinn tómhyggjulegan kjarna þúsaldarkynslóðarinnar í sínum fyrstu skáldsögum, Millilendingu og Að heiman. Þau ræddu bækurnar, sköpunina, Reykjavík og smæðina í Hve glötuð er vor æska, bókmenntaþætti Rúv núll.
Íslenskur djammveruleiki í skáldsögu
Jónas Reynir Gunnarsson sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu sem heitir Millilending. Steinunn Inga Óttarsdóttur fjallaði um bókina í Víðsjá.
Gagnrýni
„Feykigóð byrjun“
Millilending er ný skáldsaga eftir Jónas Reyni Gunnarsson, en höfundur fékk Tómasarverðlaunin nú á dögunum fyrir ljóðabókina Stór olíuskip. Bókin er fyrsta skáldsaga Jónasar, og er gefin út af bókaforlaginu Partusi. Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að höfundur sé sérlega efnilegur.
„Ég á mér ekkert líf annað en að skrifa“
„Þegar skúffan og skrifstofan opnast þá bara dettur allt út,“ segir rithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson um þau miklu – en skyndilegu – afköst að á mánaðartímabili koma út þrjár bækur eftir hann, sem hafði ekkert gefið út áður.