Færslur: Jonas Gahr Støre

Spegillinn
Ósannsögli varð ráðherrum í Noregi að falli
Tveir ráðherrar hafa neyðst til að segja af sér á fyrsta hálfa árinu á valdatíma ríkisstjórnar Jonasar Gahr Störe í Noregi. Þessir ráðherrar voru þó ekki umdeildir og nutu trausts þingsins alveg þangað til fréttir fóru að berast af gömlum syndum þeirra. 
13.04.2022 - 11:45
Segja mannréttindi og mannúðaraðstoð haldast í hendur
Fulltrúar vestrænna ríkja krefjast þess að Talíbanastjórnin í Afganistan geri gangskör í því að tryggja mannréttindi í landinu. Það haldist í hendur við mannúðaraðstoð í landinu. Sendinefnd Talíbana sneri aftur heim frá Noregi í gær eftir þriggja daga fundahöld með erindrekum Bandaríkjanna og Evrópu.
Strangar sóttvarnareglur í Noregi fram yfir áramót
Stjórnvöld í Noregi kynntu í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar COVID-19 tilfella og tilkomu hins nýja omíkron-afbrigðis. Eins metra nándarmörk verða innleidd að nýju, fjöldatakmarkanir í verslunum, verslanamiðstöðvum og á viðburðum hvers konar hertar og bannað verður að veita áfengi eftir miðnætti. 5.138 greindust með Covid-19 í Noregi síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi.
08.12.2021 - 02:22
Tugþúsundir Norðmanna verða af bótum um áramót
Tugir þúsunda atvinnulausra Norðmanna horfa fram á að þröngt verði í búi eftir áramótin en þá tapa margir rétti sínum algerlega og greiðslur verða skornar verulega niður til annarra. Ástæðan er sú að sérstökum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins verður hætt 1. janúar.
Sjónvarpsfrétt
Sjónvarpsstjarna og yngsti dómsmálaráðherra Noregs
Fregnir af stjórnarskiptum í Noregi féllu að miklu leyti í skuggann af voðaverkunum í Kóngsbergi. Í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre eru konur í meirihluta og dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl er 28 ára raunveruleikasjónvarpsstjarna.
18.10.2021 - 20:13
Minnihlutastjórn sem getur ekki valið leikfélaga
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og nýr forsætisráðherra Noregs kynnti ríkisstjórn sína í dag, í skugga voðaverkanna í Kongsberg í gærkvöld. Stjórnin verður minnihlutastjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins, vinstristjórn eftir átta ára valdatíð hægrimanna. Herdís Sigurgrímsdóttir, stjórnmálafræðingur sem býr í Stafangri í Noregi, segir að stjórnin eigi eftir að eiga erfitt með að koma málum gegnum þingið.
14.10.2021 - 10:37
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Noregi og Bretlandi
Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1.
Sjónvarpsfrétt
Loftslagsmálin ekki jafn ráðandi og búist var við
Það kom helst á óvart að loftslagsmálin virtust ekki vera eins ráðandi í kosningunum í Noregi í gær og spáð hafði verið, að mati stjórnmálafræðings. Hægristjórn Ernu Solberg var hafnað og vinstriblokkin bar sigur úr býtum.
14.09.2021 - 20:27
Kosningar í Noregi
Rauða blokkin með yfirgnæfandi meirihluta
Rauða blokkin, flokkar vinstra megin á ási norskra stjórnmála, er með yfirgnæfandi meirihluta samkvæmt fyrstu tölum úr þingkosningum í landinu sem birtar voru í norska ríkisútvarpinu í kvöld.
13.09.2021 - 19:25
Vinstrimönnum enn spáð sigri í Noregi
Norðmenn ganga til Stórþingskosninga á mánudag og skoðanakannanir benda til þess að níu flokkar fái menn kjörna. Allt virðist benda til þess að Erna Solberg, sem verið hefur forsætisráðherra síðastliðin átta ár, þurfi að láta af embætti. Bæði flokkur hennar, Hægriflokkurinn, Høyre, og Framfaraflokkurinn, sem lengst af var í stjórn með Høyre, missa umtalsvert fylgi ef marka má niðurstöður kannana
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kosningabaráttan í Noregi
Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi.
Vinstrimönnum spáð sigri í Noregi
Kannanir í Noregi benda til þess að mið- og vinstriflokkar fái meirihluta á Stórþinginu í kosningunum 13. september. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg. 
Hægri flokkurinn stærstur í Noregi
Kosningar verða í Noregi 11. september og er mjög mjótt á mununum á milli borgaraflokkanna, sem verið hafa í stjórn í fjögur ár, og vinstri flokkanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið, NRK, er Hægri flokkurinn nú stærsti flokkur landsins með 25,7 prósent. Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkurinn í nærri heila öld, nýtur nú einungis stuðnings 24,4 prósent kjósenda.
29.08.2017 - 22:48