Færslur: Jón Þröstur Jónsson

Bróðir Jóns: „Þessi frétt kom okkur í opna skjöldu“
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf 9. febrúar í fyrra í Dublin á Írlandi, hafnar fréttaflutningi írska vefmiðilsins Sunday Independent um að Jón hafi verið myrtur í Dublin af öðrum Íslendingi. Daníel Örn Wium, bróðir Jóns segir að fjölskyldan hyggist leita réttar síns vegna umfjöllunarinnar. Hún hafi valdið þeim mikilli vanlíðan.
Segja annan Íslending hafa myrt Jón Þröst á Írlandi
Írski fjölmiðillinn Sunday Independent greinir frá því í dag að Jóni Þresti Jónssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan hann hvarf sporlaust í Dyflinni á Írlandi í febrúar í fyrra, hafi verið ráðinn bani af öðrum Íslendingi fyrir slysni, eftir ósætti í fjárhættuspili. 
04.10.2020 - 12:56
Viðtal
Stilla væntingum í hóf en halda í vonina
Það er mikilvægt að stilla væntingum í hóf og halda áfram með sitt líf, en halda samt í vonina um að Jón Þröstur Jónsson finnist, sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann sagði fjölskylduna hafa tekist á við hvarf Jóns á mismunandi hátt, en hún hafi náð að halda sér þétt saman.
31.05.2019 - 09:24
Þrír mánuðir frá hvarfi Jóns Þrastar
Ekkert hefur enn spurst til Jóns Þrastar Jónssonar þremur mánuðum eftir að hann hvarf í Dyflinni á Írlandi. Þrátt fyrir umfangsmikla leit í borginni með hjálp sjálfboðaliða og björgunarsveita og viðtöl sem bræður Jóns Þrastar veittu í írskum fjölmiðlum hafa engar nýjar vísbendingar komið fram.
09.05.2019 - 14:04
Vísbending um að Jón hafi farið í leigubíl
Björgunarsveit Dyflinnar á Írlandi leitaði að Jóni Þresti Jónssyni í dag. Jón hvarf í borginni fyrir rúmum þremur vikum. Leitin bar ekki árangur. Lögreglunni á Írlandi barst ábending um að Jón Þröstur hafi fengið far með leigubíl eftir að hann hvarf.
03.03.2019 - 15:50
Mál Jóns hafi vakið athygli írsku þjóðarinnar
Utanríkisráðherra segir ljóst að mál Jóns Þrastar Jónssonar, sem er leitað í Dyflinni, hafi vakið athygli írsku þjóðarinnar. Utanríkisráðherra Írlands hafi á fundi þeirra tveggja heitið áframhaldandi samvinnu vegna málsins.
25.02.2019 - 12:21
Áhyggjuefni hve langur tími er liðinn
„Á þessu stigi eru miklar áhyggjur af öryggi hans þar sem hans hefur verið saknað í meira en tvær vikur,“ segir Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður á Ballymun Garda lögreglustöðinni í Dyflinni. Þar er unnið að rannsókn á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar sem ekkert hefur spurst til frá því um ellefu leytið að morgni 9.febrúar. „Það er sérstakt áhyggjuefni að það er óvenjulegt að hann láti ekki fjölskyldu sína vita af sér.“
24.02.2019 - 15:37
Jón Þröstur með greiðslukort á sér
Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður í Dyflinni á Írlandi, segir ekki útilokað að Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf í borginni fyrir rúmum tveimur vikum, hafi farið úr landi. Jón Þröstur hafi verið með greiðslukort sín á sér þegar hann hvarf.
24.02.2019 - 13:35
Birtir mynd af Jóni Þresti úr öryggismyndavél
Lögreglan í Dyflinni á Írlandi biðlar til almennings um aðstoð í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem ekkert hefur spurst til í rúmar tvær vikur. Í færslu á Facebook er birt mynd af Jóni Þresti úr öryggismyndavél og sagt frá því að síðast hafi sést til hans í Whitehall um ellefu leytið laugardaginn 9.febrúar.
24.02.2019 - 11:46
Myndskeið
Söfnuðu vísbendingum og færðu lögreglu
Leit að Jóni Þresti Jónssyni í Dyflinni bar ekki árangur í dag þrátt fyrir ákafa leit hátt í 100 sjálfboðaliða. Írska lögreglan segist hafa gert allt sem í hennar valdi stendur til að rannsaka hvarf hans.
23.02.2019 - 19:34
Leitin að Jóni Þresti bar engan árangur
Hátt í hundrað sjálfboðaliðar leituðu að Jón Þresti Jónssyni í Dylfinni í dag en án árangurs. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu fyrir hálfum mánuði. Lögreglan segir ekkert benda til þess að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti.
23.02.2019 - 18:08
Myndskeið
Tugir írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar
Búist er við að tugir írskra sjálfboðaliða taki þátt í leit að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf sporlaust í Dyflinni fyrir tveimur vikum. Fjölskylda Jóns hefur skipulagt umfangsmikla leit í borginni í fyrramálið.
22.02.2019 - 19:23