Færslur: Jón Þór Ólafsson
Telur lögum ekki fylgt við endurtalningu
Við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi flugu jöfnunarsæti á milli kjördæma, þó að þingstyrkur flokkanna hafi ekki breyst. Í Suðurkjördæmi var krafist endurtalningar því afar mjótt var á munum. Fyrrverandi þingmennirnir Jón Þór Ólafsson (P) og Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) eru sammála um að staðan sé ekki góð. Óvissa rýri traust á lýðræði og Jón Þór efast um að farið sé að lögum.
27.09.2021 - 19:24
Telur útgöngubannið kalla á meiri umræðu
Heilbrigðisráðherra fær vald til að setja á tímabundið útgöngubann vegna smithættu, ef nýtt sóttvarnafrumvarp verður að lögum. Ráðherra telur frumvarpið skerpa enn frekar á þeim reglum sem nú þegar eru í gildi. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur útgöngubann kalla á mun meiri umræðu í samfélaginu.
24.11.2020 - 20:31
Allir eigi að njóta grundvallarlýðræðisréttinda
Allt útlit er fyrir að 300 einstaklingar sem eru í sóttkví vegna Covid-19 geti ekki kosið í forsetakosningum á morgun.
27.06.2020 - 01:31
Jón Þór formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flokkssystir Jóns, sagði af sér formennsku í nefndinni í síðustu viku. Ástæðan fyrir afsögn hennar er sú að hún taldi meirihluta nefndarinnar sýna af sér valdníðslu.
22.06.2020 - 11:05