Færslur: Jón Jónsson

Söngvakeppnin
„Þetta kvöld rann ég og reif buxurnar í klofinu“
„Ég var svo feginn að sleppa með þennan skítaflutning,“ segir Friðrik Dór Jónsson söngvari, sem var svo mikið í mun að tapa ekki í Söngvakeppninni árið 2015 að hann missti röddina af stressi. Einlæg gleði greip um sig þegar tilkynnt var að hann kæmist í úrslit. Í æsingnum tók hann stökk og reif buxurnar sínar.
Aðventugleði Rásar 2
Bræðurnir hlakka til að fá jólasveininn í heimsókn
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson eru fjölskyldumenn og mikil jólabörn. Þeir minnast þess að hafa sem ungir drengir beðið spenntir eftir komu jólasveinsins og því lá beint við að þeir syngju honum óð á Aðventugleði Rásar 2 í dag.
Gagnrýni
Gegnheilt gleðipopp
Lengi lifum við er ný plata með hinum ægivinsæla Jóni Jónssyni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Jón Jónsson - Lengi lifum við
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefur sent frá sér sína þriðju plötu - Lengi lifum við, sem hann vinnur með upptökustjóranum Pálma Ragnari. Jón hefur verið með vinsælustu popptónlistarmönnum Íslands síðasta áratug en fyrsta plata hans Wait for Fate kom út 2011 og Heim fylgdi í kjölfarið árið 2014.
25.10.2021 - 14:45
Myndskeið
Frábær stemmning á Tónaflóði um landið í Eyjum
Þakið ætlaði hreinlega að rifna af Höllinni í Vestmannaeyjum í fyrsta þætti af Tónaflóði um landið. Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Bryndís Jakobsdóttir fluttu tónlist við frábærar undirtektir.
05.07.2021 - 11:47
Jólastundin
Jón Jónsson þakkar íslenskum þjóðhetjum
Jón Jónsson og Andri Freyr Viðarsson lögðu í leiðangur með markmiðinu að þakka valinkunnum einstaklingum sem gerðu góðverk og glöddu landann á COVID-árinu.
24.12.2020 - 08:21
Poppkorn
„Þið skuldið þessum leikurum 5.000 krónur á haus“
Myndbandið við lagið Lífið með hljómsveitinni Írafár er viðfangsefni þáttarins Poppkorn í kvöld. Birgitta Haukdal segir frá tilurð myndbandsins og tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson, sem lék aðalhlutverkið, ljóstrar því upp í léttum dúr að aukaleikarar í myndbandinu hafi aldrei fengið greitt fyrir vinnu sína, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
27.03.2020 - 17:30
Aðventugleði Rásar 2
Svona gera Jónssynir þegar þeir blikka
Jón og Friðrik Dór Jónssynir komu fram á aðventugleði Rásar 2 í dag og tóku ábreiðu af einu ferskasta og vinsælasta jólalagi ársins. Tónlistarveislan stendur yfir frá klukkan 9 til 16, þar sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur og tekur lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
06.12.2019 - 15:24
Myndskeið
Jón Jónsson er ekki fullkominn
Jón Jónsson þykir mörgum vera eitt best heppnaðasta eintak af manneskju á landinu. Hann er stórvinsæll söngvari og lagahöfundur, farsæll fótboltamaður, myndarlegur og með fullkominn tanngarð. Hann hljóp heilt maraþon í fyrsta sinn í síðasta Reykjavíkurmaraþoni og lenti í fimmta sæti af íslenskum keppendum.
18.09.2019 - 14:06
Viðtal
Jón Jónsson í 5. sæti í Reykjavíkurmaraþoninu
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og varð fimmti af Íslendingum sem hlupu heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag – og lék svo á tónleikum síðar um daginn ásamt bróður sínum Friðriki Dór í Hljómskálagarðinum.
26.08.2019 - 17:32
Aldrei og Heima
Í Konsert kvöldsins heyrum við upptökur frá Aldrei fór ég Suður og HEIMA hátíðinni í Hafnarfirði.
Jón Jónsson í jólagjafaleiðangri
Í tuttugasta og öðrum þætti jóladagatalsins leitar Karen að gjöf handa Bjarna Ben frænda sínum. Fyrir tilviljun rakst hún á Jón Jónsson í jólagjafaleiðangri og hann bauðst til að hjálpa henni.
22.12.2018 - 09:16
Jón og Friðrik og Eivør á HEIMA 2015
Í Konsert kvöldsins er boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015
Mynd með færslu
Jón Jónsson er týndur
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var að senda frá sér spánýtt myndband á dögunum við lagið Lost. Myndbandið er unnið af tvíburabræðrunum Jakobi og Jónasi Þórhallssonum og Patriciu García Buenaventura en þar er forláta bangsi í aðalhlutverki.
10.03.2018 - 14:33
Ný andlit á Söngvakeppninni
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kynnir Söngvakeppnina í ár ásamt Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, auk þess sem útvarpskonan Björg Magnúsdóttir hefur yfirumsjón með hinu svokallaða græna herbergi. Söngvakeppnin hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Jón Jónsson með nýjan skemmtiþátt á RÚV
Sýningar á nýjum þrauta- og skemmtiþætti í umsjón Jóns Jónssonar söngvara hefjast í október á RÚV.
24.08.2017 - 14:36
Vert þú bara ekkert að plata Jónssyni!
Friðrik Dór og Jón Jónssynir kíktu í Sumarmorgna í morgun og voru með læti. Þeir töluðu tónlistarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar sem fram fer um helgina. Þeir koma báðir þar fram en samt í sitt hvoru lagi, nánar um það hér fyrir neðan. Eins og venjan er í Sumarmorgnum þá hnoða tónlistarmenn í þekju og þeir fengu lánað eitt gott frá konungi Hafnarfjarðar, Bjorgvini Halldórs.
24.08.2017 - 14:23
Aldrei aftur 2012.. eða Aldrei 2012 aftur!
Í Konsert kvöldsins verður boðið upp á upptökur frá föstudegi á Aldrei fór ég suður 2012, en það eru akkúrat 5 ár síðan í dag. Dagurinn var 6. apríl og þeir sem koma við sögu í þættium eru: Vintage Caravan, Mugison, Skálmöld, Jón Jónsson, Svavar Knútur og Skúli Mennski.
Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA
Í konsert kvöldsins verður boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015 með hafnfirksu bræðrunum Jóni Jónssyni og Friðrik Dór annarsvegar, og svo Eivör Pálsdóttur hinsvegar.
Frikki Dór og Jón Jónsson taka lagið
Það er líf og fjör í útvarpshúsinu í tengslum við söfnunina ‚Einelti er ógeð‘. Söngelsku bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór mættu í morgun og tóku lagið.
25.09.2015 - 10:41