Færslur: Jón Gnarr

Síðdegisútvarpið
„Þannig á engu barni að líða“
Uppistandarinn og pólitíkusinn Jón Gnarr flutti erindi á ráðstefnu um ágæti raunfærnimats. Í skólakerfinu fékk hann sjálfur litla aðstoð og fannst skilaboðin hljóða svo að hann væri vitlaus. Honum finnst að aldrei eigi að dæma börn úr leik líkt og samfélaginu hættir gjarnan til, heldur horfa til styrkleika þeirra.
26.05.2022 - 12:52
Berglind Festival
Fólk trúir því þegar Jón segist ætla að stofna flokk
Margir Íslendingar sem stigið hafa um borð í lest á erlendri grundu hafa hugsað með sér: „Lest! Af hverju er ekki lest á Íslandi? Megum við plís fá lest?“ Berglind Festival skoðaði lestarsögu Íslands og fræddist um möguleikann á að draumurinn um lestarsamgöngur hérlendis rætist.
09.04.2022 - 12:55
Kastljós
„Ætla ekki að leika Skugga-Svein, ég ætla að vera hann“
Jón Gnarr fer með titilhlutverkið í Skugga-Sveini í uppfærslu Leikfélags Akureyrar sem var frumsýnt í Samkomuhúsinu á laugardagskvöld.
Myndskeið
Jón Gnarr smakkar mysuna alltaf til
„Mysa er ekki bara mysa,“ segir leikarinn og grínistinn Jón Gnarr en hann er sælkeri þegar kemur að þorramat og áhugamaður um þjóðlega matarhefð. „Ég byrja nú yfirleitt á því þegar ég fæ mér súrmat að smakka mysuna.“
21.01.2022 - 14:18
Michael K. Williams stjarna þáttanna The Wire er látinn
Michael K. Williams, stjarna bandarísku sjónvarpsþáttanna The Wire er látinn, 54 ára að aldri. Lögregla útilokar ekki að hann hafi látist af ofneyslu eiturlyfja.
Menningin
Völvan valdi Jón Gnarr
Völuspá er nýjasta verkefni Jóns Gnarr, en hann túlkar Eddukvæði með sínu nefi á Þjóðminjasafni Íslands.
26.08.2021 - 15:45
Lestarklefinn
Hlaut áverka í andköfum yfir Gösta
Gösta, eftir Lukas Moodyson, eru átakanlega fyndnir gamanþættir um sænskt góðmenni sem má ekkert aumt sjá. „Hann Gösta er svo hræðilega góður, svo mikill „dumsnäll“. Það er svo hressandi að horfa á þátt um mann sem setur engin mörk,“ segir Rán Flygenring teiknari og barnabókahöfundur.
Morgunútvarpið
Hvaða fertugi karl byrjar að vinna í Húsdýragarðinum?
Grínistinn Dóri DNA skellihló sjálfur þegar hann horfði á Euro-garðinn, nýjan gamanþátt sem frumsýndur er á Stöð 2 um helgina en Dóri fer sjálfur með eitt aðalhlutverk þeirra. Þegar leið á þáttinn brast hann hinsvegar í grát enda eru þættirnir ljúfsárir að hans sögn, bæði sprenghlægilegir og dramatískir. Anna Svava, meðleikari Dóra, kennir þó rauðvíninu um tárin.
Lífið með ADHD
„Verð skarpari en missi húmorinn á lyfjum“
Jón Gnarr var orðinn þrítugur þegar hann var loksins greindur með ADHD. Alla tíð hafði hann vanist því að samferðafólk hans og kennarar töldu hann latan og vitlausan en í dag segist hann eiga velgengni sína sem leikari og skemmtikraftur að miklu leyti röskuninni að þakka.
06.05.2020 - 12:15
Alla leið
„Við erum að fara að senda inn lag í Söngvakeppnina“
Það vakti mikla kátínu aðdáenda þegar Jón Gnarr lýsti því yfir á Twitter, á meðan úrslit Söngvakeppninnar stóðu yfir, að Tvíhöfði hefði áhuga á að senda inn lag í keppnina. Hann staðfesti áformin í Alla leið í gær en viðurkenndi að hafa ekki borið þau undir Sigurjón.
03.05.2020 - 14:41
Hannyrðapönk
Tússaði nafn Ninu Haagen á gallabuxurnar sínar
Þegar pönkið komst í algleymi á Íslandi fóru ungmenni í auknum mæli að breyta klæðnaði sínum til að tolla í tískunni. Sú iðja flokkast í dag sem hannyrðapönk. Jón Gnarr var hugmyndaríkur á sínum pönkárum og gekk hann um með hundaól og krassaði á buxurnar sínar.
10.04.2020 - 10:00
Útvarpsleikhúsið
Ferðalög eftir Jón Gnarr
Útvarpsleikhúsið flytur verkið Ferðalög, nýtt útvarpsleikrit í fjórum hlutum eftir Jón Gnarr.
09.04.2020 - 15:00
Mannlegi þátturinn
Varð fyrir andlegri vakningu í íþróttahúsinu á Núpi
Allan sinn uppvöxt taldi Jón Gnarr óhugsandi að hann gæti orðið rithöfundur því hann var lesblindur, með athyglisbrest og auk þess rauðhærður. Þegar hann áttaði sig á því að Johnny Rotten væri með sama háralit og hann og hann væri ekki alslæmur leikari fór hann að skilja að honum væri kannski eitthvað til lista lagt.
05.04.2020 - 08:40
„Ég meina, erum við ekki öll bara kjöt?“
Leiksýningin Súper eftir Jón Gnarr sem sýnd er nú í Þjóðleikhúsinu hefur vakið mikla athygli og ekki allir á einu máli um ágæti verksins. Gríni þykir beint að minnihlutahópum eins og innflytjendum og trans fólki með varhugaverðum hætti en Dóru Jóhannsdóttur leikkonu finnst höfundur aldrei fara yfir strikið.
07.04.2019 - 13:30
Gagnrýni
Kjötborð sjálfsmyndarinnar
Leikritið Súper á góða spretti og nær á köflum að afhjúpa sjálfsmynd þjóðarinnar en leysist upp þegar á líður og ádeilan fellur í skuggann af farsakenndu gríni, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.    
27.03.2019 - 19:50
Gagnrýni
Hugmyndafræðileg gúrkutíð Jóns Gnarr
„Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson [hefðu] svo sannarlega ekki þurft að setja upp tveggja tíma langt leikrit til að koma þessum skilaboðum áleiðis,“ segir Þorvaldur Sigurbjörn Helgason gagnrýnandi um leikritið Súper í Þjóðleikhúsinu. Verkið sé hálfbökuð ádeila sem hefði gengið betur upp í hnitmiðuðum tveggja mínútna skets.
Sjálfsmyndin í svínakjötinu
Leikritið Súper eftir Jón Gnarr og í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Verkið gerist í samnefndri matvöruverslun þar sem kjöt snýst um fólk og fólk um kjöt.
14.03.2019 - 19:59
Gott grín getur verið tragískt
„Þetta er svolítið svona Bílastæðaverðirnir, sem er format sem mér finnst rosa gaman að vinna með. Gleði og mikið talað en ekki endilega mikið innihald í því sem sagt er,“ segir Jón Gnarr um nýjasta leikrit sitt, Súper sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu um næstu helgi.
10.03.2019 - 10:30
Fyrsti af 400 jöklum landsins til að hverfa
Í september 2014 bárust þær fréttir að jökullinn Ok í samnefndu fjalli í Borgarfirði teldist ekki lengur jökull. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur, úrskurðaði að snjóbreiðan væri ekki lengur nógu þykk til að skríða undan eigin þunga og teldist þar af leiðandi ekki jökull. Þar með varð Ok fyrsti nafnkunni jökull landsins til að missa þessa nafnbót. Samkvæmt nýjustu rannsóknum verða allir 400 jöklar landsins horfnir árið 2170.
15.08.2018 - 09:23
Frábær framan af en úrvinnslu ábótavant
Gagnrýnendur Kiljunnar segja Þúsund kossa, endurminningabók Jógu sem eiginmaður hennar Jón Gnarr skrifar, vera frábæra framan af en ekki sé unnið nógu vel úr afleiðingum slyss sem sé vendipunktur í lífi hennar.
21.12.2017 - 15:44
Gagnrýni
Öndvegis sjálfshjálparbók
Það er ekki oft sem sjálfsævisaga er ekki skrifuð að sjálfinu, af þeim sem sagan snýst um. Saga Jógu, Þúsund kossar eftir Jón Gnarr er um svikið sakleysi en hún fjallar líka um fyrirgefningu; um það að geta fyrirgefið sjálfum sér, segir gagnrýnandi Víðsjár. „Ég er viss um að skrifin skila einhverju góðu fyrir hana og Jón.“
30.11.2017 - 18:52
Sjaldgæft form sjálfsævisögu
Form sjálfsævisagna, þar sem höfundur er ekki sá sami og sögumaður bókar er sjaldgæft. Þetta form eiga þó sjálfsævisaga Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein annars vegar, og Þúsund kossar eftir Jón Gnarr hins vegar, sameiginlegt.
19.11.2017 - 12:10
Sagði í fyrsta sinn frá rúmlega 30 árum síðar
„Ég hef beðið Jógu að fá að skrifa þetta í langan tíma. Hún hefur ekki verið til umræðu um það fyrr en síðasta haust,“ segir Jón Gnarr um nýjustu bók sína, Þúsund kossa, sem fjallar um líf Jógu eiginkonu hans. Þau hjónin dembdu sér í skrifin þegar þau dvöldu í Texas fyrr á árinu en bókin hverfist í kringum slys og í kjölfarið mikið áfall sem Jóga varð fyrir 19 ára gömul og breytti lífi hennar til frambúðar.
14.11.2017 - 14:35
„Svona missir fólk vitið“
„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Jón Gnarr um bókina Útlagann sem er nýkomin út og lýsir unglingsárum hans, veru í héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, fíkniefnaneyslu og sérstæðri læknisaðgerð sem hann fór í. „Bókin tók yfir líf mitt, ég hugsaði með mér: svona missir fólk vitið.“
21.10.2015 - 21:15