Færslur: Jón Baldvin

Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot
Saksóknari hefur ákært Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, fyrir kynferðisbrot.
07.09.2020 - 06:32
Jón Baldvin kærður og boðaður í skýrslutöku
Carmen Jóhannsdóttir hefur kært Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, fyrir kynferðislega áreitni. Hann var boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Hverfisgötu í vikunni vegna kærunnar. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.
30.03.2019 - 13:11
Jón og Bryndís íhuga að stefna RÚV
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, og Bryndís Schram, eiginkona hans, skrifa útvarpsstjóra opið bréf í Morgunblaðinu í dag og gefa honum viku frest til þess að draga til baka ummæli, sem látin voru falla í viðtali við Aldísi dóttur þeirra í Morgunútvarpinu á Rás tvö 17.janúar, og í aðsendu bréfi þáttastjórnendanna Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar, sem birt var í Morgunblaðinu á föstudaginn var.
13.02.2019 - 12:03
Geðhjálp bendir á rangfærslur um geðhvörf
Megineinkenni geðhvarfa felast í tímabundnum geðhæðum og -lægðum og því að einkenni geðhæða hverfa um leið og jafnvægi er náð á ný. Geðhjálp vekur athygli á þessari staðreynd í tilkynningu til fjölmiðla sem barst í dag.
08.02.2019 - 14:28
Málverk af Jóni Baldvin fjarlægt úr matsal MÍ
Málverk af Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Schram, sem hefur áratugum saman hangið á vegg í matsal Menntaskólans á Ísafirði, hefur verið tekið niður.
05.02.2019 - 14:29
Ingibjörg Sólrún vildi ekki Jón í heiðurssæti
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setti Jóni Baldvin Hannibalssyni stólinn fyrir dyrnar þegar hann átti að skipa heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar 2007. Ástæðan var ósæmileg bréf sem hann skrifaði kornungri frænku konu sinnar.
04.02.2019 - 20:45
Jón Baldvin borinn þungum sökum
Bloggsíða með 23 frásögnum kvenna þar sem þær lýsa kynferðislegri áreitni af hálfu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, var opnuð í morgun. Þar má finna frásagnir af kynferðislegu ofbeldi, áreitni, káfi og annari ósæmilegri hegðun. Jón Baldvin hefur vísað ásökunum á bug og sagt sögurnar hluta af samsæri til þess að koma í veg fyrir útgáfu bókar um arfleifð jafnaðarstefnunnar.
04.02.2019 - 16:40
Hafa birt 23 metoo-sögur af Jóni Baldvini
Hópur kvenna hefur birt 23 metoo-sögur af Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Í yfirlýsingu segir að þær vilji gera sögurnar opinberar í anda metoo-bylgjunnar sem hefur farið yfir heiminn.
04.02.2019 - 09:38
Segir ásakanir samsæri um að stöðva bókaútgáfu
Konur sem saka Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, um kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni ætla að birta sögur sínar á opinni bloggsíðu. Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna hópsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þær séu að gera þetta fyrir sig sjálfar.
04.02.2019 - 04:04
Viðtal
Segir meinta áreitni sviðsetta
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir að ásökun um kynferðislega áreitni í veislu í fyrrasumar hafi verið sviðsett. Jón Baldvin var gestur Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Silfrinu í dag.
03.02.2019 - 12:33
Jón Baldvin: Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir sögur kvenna um vítaverða hegðun hans gagnvart kvenþjóðinni ýmist hreinan uppspuna eða þvílíka skrumskælingu á veruleikanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Baldvins sem birt er í Fréttablaðinu í dag.
19.01.2019 - 04:14
Mátti ekki nota bréfsefni sendiráðs eða titil
Sendiherrar hafa ekki heimild til að nota bréfsefni sendiráðs síns eða starfstitil í persónulegum tilgangi. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Aldis Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, greindi frá því í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að Jón Baldvin hefði notað bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild.
17.01.2019 - 13:47
Bók um Jón Baldvin slegið á frest
Bókaútgáfan Skrudda hefur ákveðið að fresta útgáfu bókar með greinum og ræðum við Jón Baldvin Hannibalsson og viðtölum við hann. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson, hjá Skruddu, við fréttastofu, en fréttavefurinn Eyjan sagði fyrst frá. 
15.01.2019 - 17:13
Fleiri konur segja Jón Baldvin hafa áreitt sig
Í dag höfðu tólf konur sagt frá kynferðislegir áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, á lokaðri Facebook síðu. Jón Baldvin tjáir sig ekki um málið. Enn eru að bætast við frásagnir, eftir að Stundin birti umfjöllun um málið á föstudag. 
14.01.2019 - 19:14
Upptaka
300 í #metoo-hópi um Jón Baldvin
Um 300 hafa gengið í #metoo hóp á Facebook þar sem fjallað er um Jón Baldvin Hannibalsson, þolendur, aðstandendur þeirra og stuðningsfólk. Tvær konur sem sagt hafa sögu sína segja að hann sé hættulegur og þær hafi viljað vara við honum. Þær segja að mikil breyting hafi orðið á síðustu árum í umræðu um kynbundið ofbeldi og áreitni sem geri að verkum að þolendum sé trúað frekar en áður var.
14.01.2019 - 09:22
Stofnuðu #metoo hóp á Facebook um Jón Baldvin
Sögur að minnsta kosti átta kvenna hafa verið birtar í nýstofnuðum hópi á Facebook,sem ber nafnið #metoo Jón Baldvin Hannibalsson. Konurnar saka þar Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru á unglingsaldri. Nokkrar frásagnirnar í hópnum eru frá þeim tíma þegar Jón Baldvin var skólameistari á Ísafirði á áttunda áratugnum.
12.01.2019 - 19:41