Færslur: Jón Atli Benediktsson

Leggja til inntökupróf eða fjöldatakmarkanir
Ef Ísland á að standast norrænan samanburð þarf að auka aðgangsstýringu í háskólum landsins. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins. Rektor Háskóla Íslands segir að vandamálið sé undirfjármögnun og það verði ekki bætt með aðgangsstýringu.
Óttast að frumvarpið skerði jafnrétti til náms
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er efins um að þær breytingar sem boðaðar eru á námslánakerfinu í nýju frumvarpi, séu til þess fallnar að auka jafnrétti til náms. Þær geti komið ákveðnum nemendahópum illa; þeim sem ekki fara í hálaunastörf að námi loknu, doktorsnemum, þeim sem nema við dýra háskóla erlendis og nemendum sem glími við veikindi eða þurfi að hægja á námi sínu vegna barneigna.