Færslur: Jólin

Svona halda Íslendingar jólin
Þjóðarpúls Gallup hefur kannað ýmsa þætti í jólahaldi landsmanna sem gefur góða innsýn í það hvernig Íslendingar halda jólin. Óhætt er að segja að þar kemur ýmsilegt áhugavert í ljós.
08.01.2020 - 17:55
Hvað er einiberjarunnur?
Flestir landsmenn þekkja vel textann „Göngum við í kringum einiberjarunn,“ sem oft heyrist sunginn yfir hátíðirnar. En hvað er þessi einiberjarunnur sem rataði í þetta sívinsæla jólalag?
26.12.2019 - 17:37
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Bjóða einstæðingum í jólaveislu á Ólafsfirði
Fjölskylda á Ólafsfirði hefur boðið til veislu á veitingastaðnum Kaffi Klöru í kvöld. Þar verður einstæðingum af svæðinu boðið að koma og njóta jólanna.
24.12.2019 - 11:43
Opnunartímar apóteka í dag
Læknavaktin í Reykjavík er opin til sex í dag, aðfangadag, og opnar svo aftur klukkan hálf níu til ellefu í kvöld. Lengst er opið í Apótekaranum í Austurveri og Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi. Þar lokar sex í dag. Apótek MOS, Lyfja á Granda og Bílaapótek Lyfjavals loka klukkan tvö. Opið er í flestum apótekum um land allt til hádegis í dag.
24.12.2019 - 11:33
Innlent · Jólin · Lyf
Viðtal
Um fimmtíu halda jól á veitingastaðnum Gumma Ben
Jólin eru með óhefðbundnu sniði hjá Einari Karli Birgissyni sem fer fyrir hópi sem stendur fyrir verkefninu Jólin 2019 – hátíð allra. Hann býður þeim sem eru einir um jólin og finna fyrir einmanaleika út að borða á veitingastaðnum Gumma Ben. Um fimmtíu hafa verið skráðir til leiks. Nokkur sæti eru enn laus sem Einar vonast til að ná að fylla. Hann segir alla vera velkomna.
24.12.2019 - 09:39
Viðtal
Heldur jól í eyríkinu Vanuatu
Jólin eru þegar genginn í garð í Ástralíu og þar er tekið að kvölda á aðfangadag. Halla Ólafsdóttir fréttamaður er tímabundið búsett í Sidney í Ástralíu og ver jólunum í eyríkinu Vanuatu sem er 1.750 kílómetra austan við Ástralíu. Jólin fara þó formlega fram þar í landi á morgun, jóladag þann 25. desember og kveðst Halla vera spennt fyrir jólahaldinu. 
24.12.2019 - 08:38
 · Innlent · Ástralía · Vanuatu · Jólin
Fjöldi landsmanna kýs að eyða jólunum í sólinni
Fjöldi Íslendinga eyðir jólum og áramótum utan landsteinanna. Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segir fjöldann sambærilegan við fyrri ár. Fólk hafi þó bókað ferðirnar tímanlegar í ár. Tæplega fjórtán þúsund Íslendingar fóru af landi brott dagana 17. til 22. desember í fyrra, samkvæmt mælingum Isavia. „Mjög stór hópur verður á Tenerife og Kanarí á okkar vegum þessi jólin.“
23.12.2019 - 16:08
Innlent · Jólin · flug · Ferðalög · Kanarí · Tenerife
Dreifa mat til þeirra sem á þurfa að halda
Tæplega 100 fjölskyldur á Norðurlandi hafa þegið matar- og fjárhagsaðstoð fyrir jólin í gegnum Facebook-hópinn Matargjafir Akureyri og nágrenni. Umsjónarkonur hópsins segja fólk tilbúið að láta gott af sér leiða.
23.12.2019 - 15:35
Skemmtanahald ekki lengur bannað yfir jólin
Í gær var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnti á reglur um skemmtanahald yfir hátíðirnar. Allt skemmtanahald væri bannað frá kl. 18 á aðfangadag til kl. sex að morgni annars dags jóla. Lögum um frið vegna helgihalds var breytt í sumar og þessar reglur ekki lengur í gildi.
19.12.2019 - 08:18
Myndband
Býður upp á aðventugraut í Breiðholti
Á þessum þriðja sunnudegi í aðventu er jólaandinn allsráðandi, að minnsta kosti í Breiðholti þar Jóhann Helgi Sveinsson bauð gestum og gangandi upp á heitan graut í frostinu.
15.12.2019 - 18:26
„Óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum“
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, hvetur fólk til að gefa „upplifanir“ í stað hluta, eitthvað sem fólk getur notið, neytt eða nýtt. „Ekki kaupa hluti sem eru óþarfir, fyrir peninga sem þú átt ekki, til að ganga í augun á fólki sem þú þekkir ekki,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Börn þurfa ekki svo mikið frá jólasveinum í raun og óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum, segir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
14.12.2019 - 07:05
Pistill
Um jólin hleypum við dauðanum inn í lífið
„Nóttin er að lengjast. Kuldinn nær inn fyrir húðina. Það er enn þá dimmt þegar þú leggur af stað í skólann eða vinnuna og það er byrjað að rökkva löngu áður en þú ferð heim. Myrkrið þrengir að. Það eru að koma jól.“ Tómas Ævar Ólafsson fjallar um tengsl jólanna og dauðans í nýjum pistli.
10.12.2019 - 09:04
Myndband
Kalkúnn með hlynsírópssósu í jólamatinn á Bessastöðum
Eliza Jean Reid forsetafrú segir að kalkúnn og hlynsírópssósa sé í jólamatinn á Bessastöðum, „eitthvað smá kanadískt.“ Jólamaturinn sé þá borðaður á jóladag frekar en aðfangadag. „Ég hugsaði, af því ég er að elda má ég ákveða á hvaða degi við borðum.“
05.12.2019 - 22:07
Jón Jónsson í jólagjafaleiðangri
Í tuttugasta og öðrum þætti jóladagatalsins leitar Karen að gjöf handa Bjarna Ben frænda sínum. Fyrir tilviljun rakst hún á Jón Jónsson í jólagjafaleiðangri og hann bauðst til að hjálpa henni.
22.12.2018 - 09:16
Skiptimarkaður fyrir Mackintosh mola
Mackintosh molarnir klassísku eru ómissandi hluti af jólahátíðinni á mörgum heimilum. Molarnir eru þó misvinsælir og oft margir sem sitja einfaldlega í dollunni fram yfir þrettándann og enda í ruslinu.
19.12.2018 - 13:27
Í hverju verður þú um jólin?
Í dag er aðeins vika til jóla og líklega margir sem eru búnir að baka, kaupa gjafir og pakka þeim inn. En er jóladressið klárt? Karen Björg, tískuspekingur, fór yfir það heitasta í jólatískunni.
17.12.2018 - 14:33
 · RÚV núll · rúv núll efni · Tíska · Jólin
Rúv núll
Edda Björgvins verslar fyrir ömmu
Í þrettánda þætti jóladagatalsins fær Karen Eddu Björgvins leikkonu til að hjálpa sér við að finna gjöf fyrir ömmu sína.
13.12.2018 - 09:10
Jólamyndir til að koma þér í jólaskap
Það hefur ekki verið sérstaklega jólalegt upp á síðkastið, í það minnsta ekki sunnarlega á landinu. En rok og rigning er tilvalið veður til þess að hafa það notalegt og horfa á jólamynd til að koma sér í jólaskap.
11.12.2018 - 15:34
Vantar meiri sósu
Sælla að gefa, jóladagatal RÚVnúll 2018, er í fullum gangi en í dag, 3.desember, fékk Karen Aron Can með sér í Kolaportið að kaupa gjöf fyrir rapparafrænda sinn.
03.12.2018 - 15:12
Viðtal
„Mér fannst alltaf vanta eitthvað um jólin“
Líklega verður fjölmennasta matarboð landsins á aðfangadagskvöld í Ráðhúsi Reykjavíkur á vegum Hjálpræðishersins. 250 manns hafa skráð sig í mat og 80 sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg og skipta með sér vöktum. Einn þeirra er Linda Sjöfn Jónsdóttir, sem ver aðfangadagskvöldinu í Ráðhúsinu í annað sinn. „Mér finnst ég bara hafa upplifað jólin í fyrsta sinn í alvöru í fyrra,“ segir hún.
24.12.2017 - 14:57
Allur fiskiskipaflotinn í landi yfir jólin
Allur fiskiskipafloti landsmanna er í höfn yfir jól og áramót, eftir því sem að næst verður komist. Sjómenn á fiskiskipum eiga rétt á fríi frá hádegi á Þorláksmessu, til miðnættis annan í jólum.
24.12.2017 - 14:52
Myndskeið
„Er alltaf bara á síðustu stundu í þessu“
Örfáir voru á allra síðasta snúning að kaupa jólapakka og ganga frá helstu innkaupum í Kringlunni í morgun, enda ekki eftir neinu að bíða - jólin eru að koma. Flestir voru með allt tilbúið fyrir jólin en nokkrir voru að leggja lokahönd á pakkamálin. „Ég er bara svona eins og venjulega, ég er alltaf bara á síðustu stundu í þessu,“ sagði Heiðdís Fríða Agnarsdóttir þegar fréttamaður hitti á hana í morgun.
24.12.2017 - 14:35
Viðtöl
Skötuveisla í 22 gráðu hita á Tenerife
Fjöldi Íslendinga nýtur jólanna á Kanaríeyjum en þeir þurfa ekki að óttast að fá þar ekki hefðbundinn íslenskan jólamat. Á Íslendingabarnum Nostalgíu á eyjunni Tenerife stendur íslensk fjölskylda vaktina og heldur skötu- og jólaveislur í tuttugu og tveggja stiga hita.
24.12.2017 - 14:26
Möndlugrauturinn er franskur siður
Íslendingar eiga einstaka jólasiði og jólatrú sem hvergi þekkist annars staðar í heiminum. Þar ber hæst Grýlu sem étur börn og jólaköttinn, sem étur fátæku börnin sem enga flíkina fá.
24.12.2017 - 14:01