Færslur: Jólin

Yfir fimm milljón smit hafa greinst í Kaliforníu
Yfir fimm milljónir kórónuveirusmita hafa greinst í Kaliforníu en í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna búa ríflega fjörutíu milljónir manna. Óttast er að nýjum smitum muni fjölga á næstunni í kjölfar veisluhalda almennings yfir jólin en vetrarstormar neyddu fólk til að koma saman innandyra.
Myndskeið
„Adrenalín eykst og lífslöngunin styrkist“
Það er fátt sem kemur manni í jafn mikið jólaskap og góð salíbuna niður sleðabrekku. Þetta vita ellilífeyrisþegar í úkraínsku borginni Ternopil, sem þáðu boð um að þeytast niður brekkur á uppblásnum belgjum á dögunum. 
18.12.2021 - 19:50
Skortur á þybbnum, rauðklæddum og skeggjuðum körlum
Skortur er á þriflegum, hvítskeggjuðum og rauðklæddum karlmönnum í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur orðið til þess að mun færri jólasveinar fást til starfa fyrir þessi jól en oft áður. Þem sem nema jólasveinafræðin hefur einnig fækkað.
16.12.2021 - 04:31
Hefðbundin jólamatargerð vefst fyrir helmingi Breta
Nærri helmingur fullorðinna Breta segist ekki kunna að undirbúa jólamáltíð með öllu því hefðbundna meðlæti sem fylgja þarf. Sums staðar verður enginn sérstakur jólamatur á breskum borðum á jóladag.
15.12.2021 - 03:15
Hvetur til örvunarbólusetningar fyrir jól
Íbúar á Bretlandseyjum ættu að þiggja örvunarskammt af bóluefni gegn COVID-19 svo komist verið hjá samkomutakmörkunum yfir jólin. Þetta segir Sajid Javid heilbrigðisráðherra og áréttar að allir ættu að taka þátt í því þjóðarátaki.
Landinn
Geitur japla á jólatrjám
Í huga flestra eru jólin búin á þrettándanum. Þá eru jólin hinsvegar að byrja hjá geitunum á Háafelli í Hvítársíðu. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi og eigandi Geitfjársetursins, fer þá um héraðið og safnar saman jólatrjám sem sveitungarnir þurfa að losna við. Þessi tré fara síðan í geitarhúsin þar sem þeim er tekið fagnandi.
01.02.2021 - 10:41
Myndskeið
Jólalegt í borginni annan dag jóla
Eftir lægðagang með tilheyrandi roki og rigningu seinustu daga tóku margir gleði sína á ný og gripu snjóþoturnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Unga fólkið renndi sér niður brekkurnar á Klambratúni í Reykjavík og naut útiverunnar á öðrum degi jóla.
26.12.2020 - 15:03
Myndskeið
Jólakort frá Íslendingum víða um heim
Víða um heim býr fólk við takmarkað frelsi um hátíðirnar en sumir búa á stöðum þar sem veiran hefur vart látið sjá sig. Fréttastofa fékk send jólakort frá nokkrum Íslendingum úti í heim.
26.12.2020 - 08:00
Erlent · Innlent · Jólin · COVID-19
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.
Nýjum tilfellum COVID-19 fækkar í Sydney
Undanfarna tvo daga hefur nýjum kórónuveirutilfellum fækkað í Sydney í Ástralíu. Það glæðir vonir íbúa borgarinnar um að geta haldið jól með fjölskyldu og vinum en í síðustu viku var gripið til hertra aðgerða til að stemma stigu við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
22.12.2020 - 03:55
Jólamessurnar með breyttu sniði í Danmörku
Þótt jólaguðsþjónustur verði ekki bannaðar í Danmörku þetta árið er ætlast til að þær verði með breyttu sniði. Kirkjumálaráðuneytið danska hefur gefið út viðmiðunarreglur um hvernig best sé að standa að málum á tímum kórónuveirufaraldursins.
22.12.2020 - 02:36
Fleiri setja upp jólatré nú en í fyrra
Fleiri Íslendingar ætla að setja upp jólatré í ár en í fyrra. Ekkert lát er á vinsældum gervijólatrjáa en tæplega 60 prósent ætla að setja upp gervitré þessi jólin.
21.12.2020 - 16:44
Myndband
„Heppinn að hafa fengið veiruna því ég slapp mjög vel“
Jólasveinninn sem staðið hefur vaktina í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit í 25 ár getur tekið á móti gestum grímulaus eftir að hafa fengið COVID-19 fyrr í vetur. Hann segir það forréttindi að geta brosað framan í börnin sem koma í heimsókn.
21.12.2020 - 10:22
Íbúar Betlehem láta COVID ekki hamla jólagleðinni
Jólaundirbúningurinn gengur vel í Betlehem og kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta kórónuveirufaraldurinn standa í vegi fyrir hátíðleikanum þetta árið.
20.12.2020 - 04:18
Myndskeið
„Þau eru Stúfarnir og ég er Leiðindaskjóða“
Fimm litlir jólasveinar eru farnir á kreik á Akranesi fyrir jólin ásamt dagmömmu sinni. Hún hefur klætt börnin sem hún gætir upp sem jólasveina í ein átján ár.
18.12.2020 - 09:01
Hertar aðgerðir í Sydney
Hundruðum þúsunda íbúa Sydney-borgar í Ástralíu er fyrirskipað að halda sig heima í dag og næstu þrjá daga eftir að klasasmit COVID-19 fór úr böndum í borginni.
18.12.2020 - 06:15
Myndskeið
Sungu jólalög fyrir lögregluna í Grafarholti
Jólin eru allstaðar með jólagleði og gjafir. Barnakór Guðríðarkirkju í Grafarholti kom í það minnsta færandi hendi með jólagleði til lögregluþjóna á vakt á lögreglustöðinni við Vínlandsleið í Grafarholti í dag. Kórinn söng jólalög við undirleik á harmonikku.
16.12.2020 - 17:36
Bandaríkjamenn búast við hugmyndauðgi í jólagjöfum
Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum búast við að fá „hugmyndaríkari“ gjafir um þessi jól en áður. Þetta sýnir ný könnun á vegum OnePoll þar sem sjónum var beint að kauphegðun fyrir jólin á þessu óvenjulega ári.
16.12.2020 - 02:58
Strangar reglur í Færeyjum um jól og áramót
Þjóðkirkjan færeyska heldur engar opnar kirkjuathafnir á aðfanga- og jóladag heldur verður þeim streymt eða sýndar í sjónvarpi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum sóttvarnarreglum í Færeyjum sem kynntar voru í byrjun viku og eiga að gilda um jól og áramót.
16.12.2020 - 02:17
Myndskeið
Heimsend jólatré slá í gegn
Margir líta á það sem hluta jólaundirbúnings að ná sér í jólatré, en félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík koma færandi hendi með jólaanda og jólatré heim til fólks. 
13.12.2020 - 21:10
Myndskeið
Kórar Langholtskirkju syngja inn jólin
Jólatónleikar eru stór hluti af jólaundirbúningi og aðventu. Þeir verða færri og með öðru sniði víða í ár. Kórar Langholtskirkju birtu í morgun litla jólakveðju þar sem kórarnir syngja saman lagið Jólin alls staðar eftir hjónin Jón Sigurðsson og Jóhönnu G. Erlingsson.
11.12.2020 - 13:28
Hertar sóttvarnaraðgerðir boðaðar í Danmörku
Danska ríkisstjórnin með Mette Frederiksen forsætisráðherra í broddi fylkingar hefur boðað hertar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í landinu.
07.12.2020 - 00:15
Ljósin tendruð á jólatrénu í Betlehem
Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu tendraði ljósin á jólatrénu við Fæðingarkirkju frelsarans á Jötutorginu í Betlehem í gær. Það gerði hann með fjarstýringu af skrifstofu sinni í Ramallah.
06.12.2020 - 06:17
Jólasveinninn fær undanþágu frá sóttkví
Ríkisstjórn Írlands hefur samþykkt að veita jólasveininum undanþágu frá sóttkví við komuna til landsins. Stjórnin metur ferðalög jólasveinsins og öll hans störf nauðsynleg.
28.11.2020 - 13:03