Færslur: jólatré

Sjónvarpsfrétt
Jólatré fá framhaldslíf hjá dýrunum
Það færist í aukana að húsdýrum séu gefin jólatré að naga þegar þau hafa þjónað hlutverki sínu í stofum landsmanna. Geiturnar eru sólgnar í að borða trén á meðan hestar nota þau frekar til dægrastyttingar.
12.01.2022 - 10:08
Innlent · jólatré · Hestar · geitur
Sjónvarpsfrétt
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda í Bretlandi. Lifandi jólatré eru leigð út í pottum yfir hátíðarnar og þeim svo skilað aftur eftir jól.
23.12.2021 - 22:34
Sjónvarpsfrétt
Jólatré og jólasteik keyrð heim til fólks í einangrun
Það stefnir í óhefðbundin jól hjá þeim sem greinast með kórónuveiruna þessa dagana. Veitingamenn ætla að bjóða fólki að fá jólasteikina senda heim með leigubíl og jólatré eru einnig flutt heim til fólks, og jafnvel á farsóttarhús. Hjalti Þór Björnsson, hjá jólatréssölu FBSR, segir það vera með sérstakari verkefnum þeirra þetta árið, en það sé mjög ánægjulegt að geta glatt fólk sem verður eitt yfir hátíðarnar.
20.12.2021 - 20:21
Sjónvarpsfrétt
Innflutningur jólatrjáa óþarfur innan einhverra ára
Sífellt fleiri kaupa íslensk jólatré en þrátt fyrir það eru innflutt tré enn fjórfalt fleiri en þau innlendu. Skógfræðingur segir að íslenski markaðurinn ætti að geta annað eftirspurn að 10-15 árum liðnum ef unnið er markvisst í þá átt.
14.12.2021 - 10:24
Jólin þá og nú
Minjasafnið á Akureyri býður leik- og grunnskólabörnum ár hvert á safnið til að kynnast jólahaldi fyrr á öldum. Gjafafátæktin er það sem börnunum finnst einna skrítnast við jólin áður fyrr.
13.12.2021 - 15:59
Hlutur íslenskra jólatrjáa eykst jafnt og þétt
Þrátt fyrir að innflutt lifandi jólatré séu enn í meirihluta hér á landi, eykst hlutur íslenskra trjáa jafnt og þétt. Umhverfisfræðingur segir að almenningur hugsi sífellt meira um kolefnisspor og fleiri ókosti þess að flytja inn jólatré.
08.12.2021 - 07:52
Sjónvarpsfrétt
Jólatréslýðræði á Húsavík
Á Húsavík ríkir svokallað jólatréslýðræði því þar kjósa íbúar bæjarins ár hvert um hvaða tré verður jólatré bæjarins. Kveikt var á trénu að viðstöddum börnum úr skólum bæjarins.
29.11.2021 - 09:00
Jólatrén fari á Sorpu eða til íþróttafélaganna
Þrettándinn er á morgun og þá taka margir landsmenn niður jólaskrautið, þar á meðal jólatréð. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstrar og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, segir að borgin taki ekki við jólatrjám og því þýði ekkert að henda þeim út á götu. Best sé að fara með þau beint á Sorpu eða að fá fulltrúa íþróttafélaganna til þess að sækja þau.
05.01.2021 - 10:58
Síðdegisútvarpið
Sífellt vinsælli, enda ilmar hún og heldur sér vel
Stafafuran er sú jólatrjátegund sem flestir, sem velja lifandi tré, kaupa. Barrheldni þessarar trjátegundar gæti haft þar nokkur áhrif, en einnig er stafafuran umhverfisvænn kostur, því að hún er ræktuð í stórum stíl hér á landi. Þá gæti ilmur hennar valdiði auknum vinsældum. Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands.
23.12.2020 - 21:26
Fleiri setja upp jólatré nú en í fyrra
Fleiri Íslendingar ætla að setja upp jólatré í ár en í fyrra. Ekkert lát er á vinsældum gervijólatrjáa en tæplega 60 prósent ætla að setja upp gervitré þessi jólin.
21.12.2020 - 16:44
Myndskeið
Heimsend jólatré slá í gegn
Margir líta á það sem hluta jólaundirbúnings að ná sér í jólatré, en félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík koma færandi hendi með jólaanda og jólatré heim til fólks. 
13.12.2020 - 21:10
Ljósin tendruð á jólatrénu í Betlehem
Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu tendraði ljósin á jólatrénu við Fæðingarkirkju frelsarans á Jötutorginu í Betlehem í gær. Það gerði hann með fjarstýringu af skrifstofu sinni í Ramallah.
06.12.2020 - 06:17
Myndskeið
Stafafuran kemur sterk inn þegar velja á jólatré
Þótt plastjólatré séu alltaf vinsæl segir skógarbóndi stafafuruna verða sífellt vinsælli hjá Íslendingum þegar velja á jólatré í stofuna.
01.12.2020 - 17:03
Myndskeið
Ljós Óslóartrésins tendruð í kórónuveirufaraldri
Ljós Óslóartrésins voru tendruð á Austurvelli í dag við talsvert frábrugðnar aðstæður en verið hefur allar götur síðan árið 1951 þegar Norðmenn færðu Íslendingum fyrst jólatré að gjöf. Þar hafa að öllu jöfnu mörg hundruð manns verið viðstaddir athöfnina, en vegna samkomutakmarkana var þar engin formleg dagskrá.
29.11.2020 - 19:50
Engin jólahátíð á Austurvelli út af Covid
Engin formleg dagskrá verður á Austurvelli í kvöld þegar kveikt verður á ljósum Óslóartrésins.
29.11.2020 - 12:44
Jólakortið
Ekkert verra að hafa tvö jólatré á 30 fermetrum
Það er ófrávíkjanleg hefð hjá ansi mörgum Íslendingum að gera sér ferð í nærliggjandi skógrækt og sækja jólatré fyrir hátíðirnar. Skógrækt Reykjavíkur tók vel á móti Helgu og Mána í Heiðmörk þegar Helga fékk þá flugu í höfuðið að sækja tré á kaldasta degi ársins.
18.12.2019 - 15:28
Fá jólatré úr einkagörðum
Jólatrén í Dalvíkurbyggð eru úr einkagörðum líkt og síðustu ár. Auglýst var eftir trjám á dögunum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Starfsmaður sveitarfélagsins telur að fleiri sveitarfélög ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar.
18.11.2019 - 13:30