Færslur: Jólalag

Nýtt jólalag með Birgittu Haukdal og Þórólfi Guðnasyni
Þórólfi Guðnasyni er augljóslega margt til lista lagt. Auk þess að gegna starfi sóttvarnalæknis er Þórólfur öflugur söngvari. Í þetta sinn syngur hann dúett ásamt stórstjörnunni Birgittu Haukdal.
25.12.2020 - 11:21
Síðasta jólalag fyrir fréttir
Hin fyrstu jól Ingibjargar Þorbergs
Það var tilhlökkun hjá þjóðinni á þessum degi fyrir 90 árum, 20. desember 1930. Fólk safnaðist saman við útvarpstækið rétt fyrir átta um kvöldið og lagði við hlustir. Ríkisútvarpið hefur síðan alla tíð fylgt þjóðinni í sorg og í gleði og þannig verður það áfram.
Sviptingar á Grænlandi, fríverslun og bannað jólalag
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir settust við Heimsgluggann með Boga Ágústssyni og beindu augunum að Grænlandi þar sem Kim Kielsen missti formennsku í stjórnarflokknum Siumut. Erik Jensen er nýr formaður, Vivian Motzfeldt varaformaður og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen varaformaður með ábyrgð á skipulagsmálum flokksins.
03.12.2020 - 10:33
Fátæktarklám í jólalagi
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran gengur niðurlútur eftir strönd í Líberíu og virðir fyrir sér lítil börn sem reyna að festa blund í árabátum á víð og dreif í flæðarmálinu. Hann horfir í myndavélina, brosir vinalega og segir að hvít strönd í heitu landi sé í hugum fólks frekar nær paradís en þeim hryllingi sem þarna blasir við honum.
06.12.2017 - 17:00
Mynd með færslu
Jólaóratoría „Arnars Eggerts“, lokaþáttur
Framkvæmdateymi „Arnars Eggerts“ kveður jólatíðina grátklökk með þessum lokaþætti Jólaóratóríunnar, þar sem tæplega fimmtíu jólalögum af öllum sortum var spunnið í kringum ímyndað ljósvaka-jólatré...
03.01.2016 - 19:36
Mynd með færslu
Jólaóratoría „Arnars Eggerts“, annar hluti
Jólalagarannsókninni miklu var framhaldið með bravúr í þættinum. Við héldum okkur mestanpart fyrir vestan Atlantsála og fengum sveitatónlistarstjörnur eins og Merle Haggard, Glen Campbell og Willie Nelson til að tendra á jólastemningunni...
09.12.2015 - 15:56
Mynd með færslu
Jólaóratoría „Arnars Eggerts“, fyrsti hluti
Fyrsti þátturinn af fjórum (já, þið lásuð rétt) í jólalagarannsóknum Arnar Eggerts hófst með algeri jólabombu er Bing Crosby söng hið sígilda „White Christmas“. Aðeins var farið í saumanna á sögu þess lags áður en haldið var á undarlegri slóðir...
03.12.2015 - 14:34
Mynd með færslu
Snjókorn falla ... á „Arnar Eggert“
Umsjónarmaður „Arnar Eggert“ á Rás 2, en hann er samnefndur þáttunum, tók mikla jólalagasótt fyrir c.a. fimm árum síðan og hefur verið heillaður af þessum geira sem allir elska að hata eða hata að elska síðan. Hann mun því helga desember glúrinni rannsókn á jólatónlist af öllum mögulegum tegundum.
26.11.2015 - 00:47
Lítið fallegt jólalag Hanastéls
Doddi litli og Salka Sól stjórna útvarpsþættinum Hanastél á Rás 2. Þátturinn er á dagskrá á laugardögum frá 17:05 til 19:00.
04.12.2014 - 13:16