Færslur: jóladagatal

Jóladagatal
Verja jólunum með vinnufélögunum
Þá er runninn upp aðfangadagur og allir að gera sig og græja. Jafet Máni og Helga Margrét hafa eytt allri aðventunni í að undirbúa kvöldið sem á að vera fullkomið.
24.12.2019 - 10:13
Jólakortið
Býður við skötulyktinni
Skata er fastur liður á borðum margra landsmanna í dag en þó hefur siðurinn síður náð fótfestu hjá yngra fólki. Helga er, eins og áhorfendum er kunnugt, alinn upp í sveitasælunni á Suðurlandi og þar hefur hún vanist að borða skötu.
23.12.2019 - 09:48
Jóladagatal
Kalt stríð á Klambratúni
Það er nauðsynlegt að gefa sér stundum frí frá fullorðinsstælunum sem felast í því að skipuleggja sín eigin jól. Þá er gott að skella sér á sleða í öllum þeim snjó sem hefur heiðrað landsmenn með nærveru sinni undanfarna viku.
22.12.2019 - 10:00
Jóladagatal
Á síðasta séns að redda jólagjöf
Í Jólakorti gærdagsins áttaði Helga sig á því að Máni væri búinn að kaupa jólagjöf handa henni, en eins og áhorfendur muna fór Máni með söngkonunni Bríet í Kringluna og keypti gjöf fyrir tugi þúsunda.
21.12.2019 - 10:00
Jóladagatal
Jólastressið að ná yfirhöndinni og ekkert mjakast
Jólastressið er harður húsbóndi. Áhorfendur Jólakortsins muna eftir því þegar Jafet Máni spurðist fyrir um góðan tossalista fyrir jólin í öðrum þætti dagatalsins. Þann lista hefur Máni farið skilmerkilega yfir á aðventunni og óttast nú að þau Helga nái ekki að gera neitt fyrir jólin.
20.12.2019 - 08:30
jóladagatal
Með kattafælni og logandi hræddur að fara í jólaköttinn
Fælni eða fóbíur eru grafalvarlegt mál. Svo illa vill til að Jafet Máni er logandi hræddur við ketti, eins og áhorfendur sem fylgdust með honum í tíunda þætti jóladagatalsins, tóku eflaust eftir.
19.12.2019 - 08:30
Jólakortið
Ekkert verra að hafa tvö jólatré á 30 fermetrum
Það er ófrávíkjanleg hefð hjá ansi mörgum Íslendingum að gera sér ferð í nærliggjandi skógrækt og sækja jólatré fyrir hátíðirnar. Skógrækt Reykjavíkur tók vel á móti Helgu og Mána í Heiðmörk þegar Helga fékk þá flugu í höfuðið að sækja tré á kaldasta degi ársins.
18.12.2019 - 15:28
Jóladagatal
Gott að vera góður um jólin
Það hafa ansi margir þann sið að gera góðverk um jólin. Það er af nógu að velja í þeim efnum og góðgerðarfélögin mörg, bæði sem aðstoða hér á landi eða erlendis.
17.12.2019 - 10:55
Jóladagatal
Erfitt að þvinga einhvern í jólaskap
Það getur ansi margt haft áhrif á jólaskapið og hvort fólk kemst yfir höfuð í það. Samfélagsleg pressa um að fólk hlakki til jólanna og njóti aðventunnar hefur eflaust áhrif þar á.
16.12.2019 - 10:15
Jóladagatal
Sameinuð í sáttameðferð
Það styttist í jólin en það er ansi langt í að mórallinn á milli Helgu Margrétar og Jafets Mána skáni. Eftir að upp úr sauð við matseldina á föstudag ákváðu þau að leita til vinnustaðasálfræðings/hjónabandsmiðlara í leit að lausn.
15.12.2019 - 10:07
Jóladagatal
Hverskyns hreyfing góð við jólastressinu
Eins og sást í síðasta þætti Jólakortsins er spennustigið orðið hátt á aðventunni og jólastressið farið að segja til sín í samskiptum þeirra Helgu Margrétar og Jafets Mána. Þá er um að gera að vinna bug á því.
14.12.2019 - 10:00
Jóladagatal
Sauð upp úr á milli vinnufélaganna
Það hitnaði aldeilis í kolunum á milli Helgu og Mána í þrettánda þætti Jólakortsins þegar þau ákváðu að prufukeyra jólamatinn. Máni er, eins og allir vita, orðinn vegan skömmu fyrir jól en Helga er vön því að jólasteikin sé fastur liður á aðfangadagskvöld.
13.12.2019 - 08:30
Jólakortið
Íhugaði að gefa mörghundruð þúsund króna hring
Jólakortið heldur áfram en á þessum tólfta degi desembermánaðar fékk Jafet Máni tónlistarkonuna Bríeti til liðs við sig til að finna jólagjöf handa Helgu Margréti.
12.12.2019 - 08:30
Jóladagatal
Jólasveinn á kafi í Reykjavíkurtjörn
Eins og hvert mannsbarn hér á landi veit kom Stekkjastaur til byggða í nótt. Þó er það ekki svo að allir jólasveinar séu ekta. Jafet Máni í Jólakortinu tók að sér að leika jólasvein fyrir metnaðarfulla fjölskyldu í miðbænum.
11.12.2019 - 22:05
Jóladagatal
Þurfti á fersku sveitalofti í lungun að halda
Þau Helga Margrét og Jafet Máni á RÚV núll skelltu sér í sveitina, þar sem Helga ólst upp, í tíunda þætti Jólakortsins. Máni er ekki beinlínis vanur sveitalífinu en Helga þurfti að komast úr eril borgarinnar fyrir jólin.
11.12.2019 - 21:49
Jóladagatal
Jólakraftaverk með Helga Björns
Smekkur fólks er misjafn þegar kemur að jólalögunum og það þarf engum að koma á óvart, sem fylgst hefur með Jólakortinu undanfarna 8 þætti, að ágreiningur vakni um jólalögin hjá Helgu og Jafet Mána.
09.12.2019 - 10:43
Jóladagatal
Slys á skautasvelli miðborgarinnar
Það er hefð hjá bæði Helgu og Mána að skella sér á skauta á svelli Nova á Ingólfstorgi. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart en Helga kann eitthvað á skauta en Máni ívið minna.
08.12.2019 - 11:00
Jóladagatal
Enginn friður hjá Helgu um helgar
Í Jólakortinu, jóladagatali RÚV núll í ár, neyðast samstarfsfélagarnir Helga Margrét og Jafet Máni til að eyða saman jólunum til að laga móralinn þeirra á milli. Móral sem Jafet Máni kannast reyndar ekki við að sé til staðar.
07.12.2019 - 11:00
Jóladagatal
Svindlaði í skreytingakeppni með hjálp borgarfulltrúa
Það er jólaskreytingakeppni á skrifstofu RÚV núll í dag. Yfirmaður RÚV núll er upptekinn, að vanda, og því lendir það á Helgu og Mána að redda skreytingunum, sem í ár þurfa að vera heimagerðar.
06.12.2019 - 09:52
Jóladagatal
Smá smjör getur varla drepið neinn, eða hvað?
Tímarnir breytast og mennirnir með og nú er svo komið að Jafet Máni hefur ákveðið að vera vegan yfir jólin. Ákvörðun sem rennur ekki eins og smjör ofan í Helgu Margréti.
04.12.2019 - 11:32
Jólakortið
Löngu kominn tími til að skreyta
Þriðji desember er runninn upp og þar með þriðji þátturinn í jóladagatali RÚV núll. Jafet Máni og Helga Margrét eru nokkurn veginn farin að sætta sig við að þurfa að verja jólunum saman, að minnsta kosti er Jafet Máni ákveðinn í að láta þetta ganga.
03.12.2019 - 14:01
Slæmar fréttir á fyrsta degi aðventu
Jóladagatal RÚV núll í ár, Jólakortið, segir frá því þegar samstarfsfélagarnir Helga Margrét og Jafet Máni neyðast til þess að skipuleggja jólin saman. Hindranirnar í veginum eru margar eins og gefur að skilja þegar afskaplega ólíkir einstaklingar reyna að ná saman um jólahefðirnar.
02.12.2019 - 09:36
Jóladagatal RÚVnúll 2018
Sælla að gefa er jóladagatal RÚVnúll 2018. Karen Björg Þorsteinsdóttir, sem margir þekkja úr tískuhorninu, ætlar að kaupa 24 jólagjafir fyrir vini og fjölskyldu og leyfa okkur að fylgjast með.
28.11.2018 - 09:49