Færslur: Jólabókaflóðið

Myndskeið
Sala á bókum eykst um 30%
Bóksala fyrir jól hefur aukist um þrjátíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta segir formaður Félags íslenskra bókaútgefanda. Hægt er að prenta harðspjaldabækur hér á landi að nýju, eftir þriggja ára hlé.
09.12.2020 - 19:38
Pistill
Jólabókaflóð á tímum veirunnar
„Þrátt fyrir álagið, óheppilega þyngdarpunktinn á rekstrarárinu, samkeppnina og allt sem gæti farið úrskeiðis er gaman að vinna á vertíð. En í ár, þegar svo margt er öðruvísi en við eigum að venjast, er jólabókaflóðið í uppnámi,“ segir Gréta Sigríður Einarsdóttir í pistli um jólabókaflóð á tímum veirunnar.
10.11.2020 - 09:17
„Börn eru almennt skemmtilegri en fullorðnir“
„Það er þægilegt að fara úr því að skrifa um kalsár á fólki sem er að deyja á öræfum og svo að skrifa um kött sem þykist vera í geimfaraáætlun sem er styrkt af síldarverksmiðjum,“ segir Yrsa Sigurðardóttir sem er með tvær bækur í jólabókaflóði ársins. Önnur er hryllileg glæpasaga en hin er barnabók um kött. Hún lofar að senda frá sér tvær bækur á ári héðan í frá.