Færslur: Jól

Ná ekki að greina öll sýni fyrir klukkan sex
Karl Kristinsson yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir ekki nást að greina öll PCR sýni sem koma inn í dag áður en jólin ganga í garð. Þeir sem fóru í Covid-próf fyrir hádegi ættu að fá niðurstöðu fyrir jól. Karl segir allt benda til að Ómíkron afbrigðið sé komið á flug.
24.12.2021 - 15:44
Sjónvarpsfrétt
Jól út í garði vegna einangrunar
Fjölskyldur þurfa að grípa til ýmissa ráða til að vera saman á jólunum á tímum heimsfaraldurs. Fjölskylda í Hlíðunum í Reykjavík ætlar sér að borða jólamatinn út í garði í kvöld til að geta verið saman.
24.12.2021 - 12:55
Innlent · covid · Jól · Einangrun
Tók 150 klukkustundir að setja saman jólatré
Þau eru líklega fá sem hafa varið meiri tíma í að útbúa jólatréð sitt en Helgi Toftegaard sem býr í Brønshøj í Danmörku. Alls tók verkið um 150 klukkustundir að hans sögn, en það er alfarið sett saman úr LEGO kubbum.
24.12.2021 - 11:57
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Færeyjar · Danmörk · Jól
Viðtal
50 fá að sitja saman í Samhjálp
Samhjálp fær undanþágu frá núverandi samkomutakmörkunum svo fleiri fái að sitja í einu við jólaborðið um helgina. Dagurinn verður jólalegri og gerður huggulegri fyrir skjólstæðinga Samhjálpar og jólamatur á boðstólnum að sögn Rósýar Sigþórsdóttur, verkefnisstjóra hjá Samhjálp.
24.12.2021 - 09:34
Stúfur vinsælastur í fyrsta skipti
Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælasti jólasveinninn. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR.
22.12.2021 - 14:01
Flestir halda í jólahefðir þrátt fyrir faraldurinn
Smákökubakstur fyrir þessi jól nær ekki sömu hæðum og á metárinu í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og má skýringuna líklega finna í stöðu heimsfaraldursins fyrir ári. Svo virðist sem flestir hjálpist að við að elda jólamatinn, en konurnar sjá þó frekar um það en karlarnir. Áhrif heimsfaraldursins eru vel greinanleg, en flestir virðast þó reyna að halda í gömlu hefðirnar.
21.12.2021 - 22:26
Sjónvarpsfrétt
Jólatré og jólasteik keyrð heim til fólks í einangrun
Það stefnir í óhefðbundin jól hjá þeim sem greinast með kórónuveiruna þessa dagana. Veitingamenn ætla að bjóða fólki að fá jólasteikina senda heim með leigubíl og jólatré eru einnig flutt heim til fólks, og jafnvel á farsóttarhús. Hjalti Þór Björnsson, hjá jólatréssölu FBSR, segir það vera með sérstakari verkefnum þeirra þetta árið, en það sé mjög ánægjulegt að geta glatt fólk sem verður eitt yfir hátíðarnar.
20.12.2021 - 20:21
Sjónvarpsfrétt
Fáir senda jólakort en margir senda pakka
Þó að þeim hafi fækkað mikið sem senda jólakort er desember enn tími annríkis á pósthúsum því sprenging hefur orðið í netverslun í kórónuveirufaraldrinum.
19.12.2021 - 20:45
Spegillinn
Sóttvarnajólin 2021, omíkrón og örvunarskammtar
Margt er ólíkt með sóttvarnajólunum 2020 og 2021. Þegar landsmönnum var skipað inn í tíu manna jólakúlurnar í fyrra greindust örfá smit á degi hverjum. Nú er staðan allt önnur. Síðustu tvo daga hafa greinst fleiri smit innanlands en greindust allan desembermánuð í fyrra. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út tveimur dögum fyrir jól - og enn hafa ekki borist nein fyrirmæli að ofan um jólakúlugerð. Það ríkir óvissa, ekki síst vegna þess hvað omíkron-afbrigðið er í mikilli sókn í nágrannalöndunum.
16.12.2021 - 18:56
„Jólafsfirðingar“ minna sumarhúsaeigendur á að skreyta
Sveitarfélagið Fjallabyggð hvetur þá sem eiga frístundahús í bænum til að setja upp jólaseríur, jafnvel þó húsin standi tóm yfir jólin. Menningarfulltrúi Fjallabyggðar segir leitt að horfa upp á mörg dökk og óskreytt hús í skammdeginu.
13.12.2021 - 15:21
Úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2 og meiri jól
Það eru úrslit jólalagakeppni Rásar 2 sem opna Undirölduna að þessu sinni og við heyrum lögin í fyrstu þremur sætunum en 50 frumsamin jólalög bárust í keppnina í ár. Önnur lög sem heyrast eru ný jólalög frá Per: Segulsvið, Klaufum, Karli Örvarssyni, Geir Ólafs og Snorra Snorrasyni.
09.12.2021 - 16:00
Færri sækja um jólaaðstoð en áður
Um þriðjungi færri umsóknir um aðstoð hafa borist Mæðrastyrksnefnd fyrir þessi jól en þau síðustu og nýjum umsækjendum um jólaaðstoð Hjálparstofnunnar kirkjunnar hefur fækkað. Enn er hægt að sækja um jólaaðstoð hjá hjálparsamtökum um allt land.
Sjónvarpsfrétt
Tekur sumarfrí í nóvember til að skreyta
Fæstir taka líklega sumarfrí í nóvember til að geta einbeitt sér að jólaskreytingum en það gerði Bandaríkjamaður, búsettur í Bærum í Noregi. Í skreytingunum hans eru átján þúsund perur. 
05.12.2021 - 21:15
Erlent · Noregur · Evrópa · Jólaskraut · Jól · Aðventa
Sjónvarpsfrétt
Gamalt skraut fékk nýtt líf
Jólasveinar, englar, aðventuljós og annað jólaskraut skipti um eigendur um helgina þegar endurnýja mátti jólaskraut með engum tilkostnaði í Efnismiðlun Góða hirðisins. Rekstrarstjóri segir að þetta sé skemmtileg leið til að grynnka á heimilissorpi.
05.12.2021 - 19:40
Jólin koma
„Þetta eru ójólalegustu jól sem ég hef haldið“
Þegar kirkjuklukkur hringdu inn jól fyrir nokkrum árum stóð rapparinn Kristinn Óli Haraldsson á strönd á Tenerife með H&M-poka og átti erfitt með að skilja hvað hann væri að gera þarna en ekki heima í faðmi fjölskyldunnar. Hann segir frá jólahefðum og syngur lög ásamt Katrínu Halldóru Sigurðardóttur í þættinum Jólin koma, sem er á dagskrá í kvöld.
03.12.2021 - 11:10
Engir jólamarkaðir í Bæjaralandi í ár
Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi ákváðu í dag að aflýsa öllum jólamörkuðum í sambandsríkinu vegna kórónuveirufaraldursins. Jafnframt ákváðu yfirvöld að útgöngubann verði lagt á öll héruð þar sem sjö daga smittíðni er meiri en þúsund smit á hverja 100 þúsund íbúa. 
19.11.2021 - 19:18
Fleiri bökuðu og færri fengu sér skötu
Fleiri bökuðu smákökur fyrir jólin í ár en áður og þeim fjölgaði sem vitjuðu leiða í kirkjugörðum um hátíðarnar. Þriðjungur landsmanna borðaði skötu, sem eru færri en í fyrra og fleiri máluðu piparkökur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um jólavenjur Íslendinga.
31.12.2020 - 08:27
Faraldurinn hafði lítil áhrif á jólatilhlökkun
Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra, en svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár. Konur hlakka frekar til jóla en karlar og tilhlökkunin eykst með hærri aldri, aukinni menntun og hærri tekjum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Myndskeið
Þú ert ekki einn segir Bretadrottning
Elísabet Bretadrottning ávarpaði þjóð sína í dag og hughreysti þá sem nú finna fyrir sorg eða einmanaleika. Vegna heimsfaraldursins ver hún jólunum í ár aðeins með eiginmanni sínum, Filippusi prins, en ekki stórfjölskyldu sinni eins og vaninn er. Hún sagðist upprifin yfir samstöðu fólks og hjálpsemi. Alls staðar í breska samveldinu hafi í kórónaveirufaraldrinum sprottið upp sögur um góða samverja sem hafi lagt öðrum lið, óháð kyni þeirra eða uppruna.
25.12.2020 - 18:11
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Síðdegisútvarpið
Sífellt vinsælli, enda ilmar hún og heldur sér vel
Stafafuran er sú jólatrjátegund sem flestir, sem velja lifandi tré, kaupa. Barrheldni þessarar trjátegundar gæti haft þar nokkur áhrif, en einnig er stafafuran umhverfisvænn kostur, því að hún er ræktuð í stórum stíl hér á landi. Þá gæti ilmur hennar valdiði auknum vinsældum. Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands.
23.12.2020 - 21:26
Engin sýnataka á jóladag
Á jóladag verður ekki hægt að fara í sýnatöku neins staðar á landinu og heldur ekki á nýársdag. Flesta hina hátíðisdagana verður hægt að fara í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og á sumum sýnatökustöðvum heilbrigðisstofnana. Opnunartíminn er þó takmarkaður.
23.12.2020 - 20:57
Innlent · Sýnataka · Jól · áramót · Skimun · COVID-19
Myndskeið
Allt sem þú vildir vita um jólakúlur og sóttvarnir
Aðeins einn ætti að skammta á diskana í jólaboðum og þeir sem ekki eru í daglegum samskiptum ættu að hafa tvo metra á milli sín til að forðast smit. Þetta eru tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
23.12.2020 - 20:08