Færslur: Jól

Fleiri bökuðu og færri fengu sér skötu
Fleiri bökuðu smákökur fyrir jólin í ár en áður og þeim fjölgaði sem vitjuðu leiða í kirkjugörðum um hátíðarnar. Þriðjungur landsmanna borðaði skötu, sem eru færri en í fyrra og fleiri máluðu piparkökur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um jólavenjur Íslendinga.
31.12.2020 - 08:27
Faraldurinn hafði lítil áhrif á jólatilhlökkun
Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra, en svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár. Konur hlakka frekar til jóla en karlar og tilhlökkunin eykst með hærri aldri, aukinni menntun og hærri tekjum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Myndskeið
Þú ert ekki einn segir Bretadrottning
Elísabet Bretadrottning ávarpaði þjóð sína í dag og hughreysti þá sem nú finna fyrir sorg eða einmanaleika. Vegna heimsfaraldursins ver hún jólunum í ár aðeins með eiginmanni sínum, Filippusi prins, en ekki stórfjölskyldu sinni eins og vaninn er. Hún sagðist upprifin yfir samstöðu fólks og hjálpsemi. Alls staðar í breska samveldinu hafi í kórónaveirufaraldrinum sprottið upp sögur um góða samverja sem hafi lagt öðrum lið, óháð kyni þeirra eða uppruna.
25.12.2020 - 18:11
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Síðdegisútvarpið
Sífellt vinsælli, enda ilmar hún og heldur sér vel
Stafafuran er sú jólatrjátegund sem flestir, sem velja lifandi tré, kaupa. Barrheldni þessarar trjátegundar gæti haft þar nokkur áhrif, en einnig er stafafuran umhverfisvænn kostur, því að hún er ræktuð í stórum stíl hér á landi. Þá gæti ilmur hennar valdiði auknum vinsældum. Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands.
23.12.2020 - 21:26
Engin sýnataka á jóladag
Á jóladag verður ekki hægt að fara í sýnatöku neins staðar á landinu og heldur ekki á nýársdag. Flesta hina hátíðisdagana verður hægt að fara í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og á sumum sýnatökustöðvum heilbrigðisstofnana. Opnunartíminn er þó takmarkaður.
23.12.2020 - 20:57
Innlent · Sýnataka · Jól · áramót · Skimun · COVID-19
Myndskeið
Allt sem þú vildir vita um jólakúlur og sóttvarnir
Aðeins einn ætti að skammta á diskana í jólaboðum og þeir sem ekki eru í daglegum samskiptum ættu að hafa tvo metra á milli sín til að forðast smit. Þetta eru tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
23.12.2020 - 20:08
Hátíðaveðrið verður í stíl við árið 2020
Veðrið yfir hátíðarnar verður í stíl við árið sem er að líða - umhleypingasamt. Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðurstofan leggi formlega mat á hvort jólin hafi verið hvít eða rauð að morgni jóladags og að Norðlendingar megi búast við tveggja stafa hitatölu á morgun, aðfangadag. Of snemmt sé að slá nokkru föstu um áramótaveðrið.
23.12.2020 - 11:25
Myndskeið
Ef þú ert með jól í hjartanu skiptir staðurinn engu
Ef þú ert með jól í hjartanu þá skiptir ekki máli hvar þú ert, segir maður á níræðisaldri sem hyggst verja jólunum á Grund. Hann saknar þess þó að heimsækja ættingja. Það er hægt að halda jól hvar sem er, segir hann.
20.12.2020 - 19:56
Jólamolar frá Sinfó, Elísabet Ormslev og fleirum
Þá er það síðasta Jólaundiraldan í bili og í tilefni af því er dúndrað í jólahlaðborð frá Sinfó og leikurum Þjóló og ýmislegt annað jólalegt kemur í kjölfarið, þar sem tónlistarfólkið tekur á flestum hliðum jólahalds á tímum pestarinnar á íslensku og útlensku.
17.12.2020 - 17:30
Menningin
Senda þjóðinni jóla- og báráttukveðju
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið ákváðu að senda þjóðinni jóla- og baráttukveðju með því að endurgera eitt þekktasta jólalag Íslands, Ég hlakka svo til.
Viðtal
„Segi oft við fólk: Elvis sé með þér“
„Elvis hefur alltaf hjálpað mér að vera gott fólk,“ segir Sigurlaug „Didda“ Jónsdóttir skáldkona um sinn eftirlætistónlistarmann. Hún hefur skreytt heimili sitt með myndum af rokkaranum sem hún kallar fósturbróður okkar allra.
16.12.2020 - 13:30
Myndskeið
Sami æsingurinn í netheimum og við stofuborðið
Borðspil seljast sem aldrei fyrr þessi jólin. Mörg þeirra hafa þó verið færð af borðinu yfir á netið til að bregðast við samkomutakmörkunum.
13.12.2020 - 20:22
Kósíheit í Hveradölum
Svona er Aðfangadagskvöld með Daníel Ágústi
Það eru ekki bara konur sem ilma, jólin gera það líka og ilmurinn úr eldhúsinu á aðfangadagskvöldi er ekki síður lokkandi. Hér flytur Daníel Ágúst jólalag sem Haukur Morthens gerði ódauðlegt á sínum tíma.
12.12.2020 - 21:00
Kósíheit í Hveradölum
Það snjóar
Sigurður Guðmundsson og Bríet flytja lagið Það snjóar.
Kósíheit í Hveradölum
Jólakveðja
Prins Póló og Valdimar Guðmundsson flytja Jólakveðju.
Kósíheit í Hveradölum
Jólin koma
Sigga Beinteins flytur lagið Jólin koma.
12.12.2020 - 11:34
Kósíheit í Hveradölum
Meiri snjó
KK og Ellen flytja lagið Meiri snjó.
12.12.2020 - 11:33
Kósíheit í Hveradölum
Stúfur
Baggalútur og Friðrik Dór flytja lagið Stúfur.
12.12.2020 - 11:30
Grétar Örvarsson á sigurlagið í jólalagakeppni Rásar 2
Sigurlag jólalagakeppni Rásar 2 árið 2020 er lagið Á grænni grein eftir Grétar Örvarsson. Lagið á sér langan aðdraganda, sem hófst fyrir 45 árum. „Þetta er fyrsta lagið sem ég samdi og hef ég alla tíð geymt það með mér.“
12.12.2020 - 10:57
Myndskeið
Fangaklefar til reiðu ef jólasveinar brjóta reglurnar
Samkvæmt þjóðtrúnni er fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, væntanlegur til byggða í nótt. Sóttvarnalæknir hefur veitt jólasveinunum heimild til að ferðast milli landshluta til að gefa í skóinn, en 13 fangaklefar eru til reiðu ef þeir brjóta sóttvarnareglur.
11.12.2020 - 20:00
Ó blessuð séu jólalög í Undiröldunni
Það styttist óðum í að jólabrjálæðið fari í fimmta gír eins og sést á lagalistanum í Undiröldu kvöldsins. Í boði eru Baggalútur ásamt Bríeti og Valdimar, Bjarni Frímann og Ágústa Eva sem syngja norskt lag, Valgeir Guðjóns með friðarboðskap og ýmislegt annað svakalega jólalegt.
11.12.2020 - 08:30
Hvað varð um börn Sodder-fjölskyldunnar?
Sodder-hjóninn vöknuðu upp á jóladagsmorgunn árið 1945 við að heimili þeirra var alelda. Þau komust út úr brennandi húsinu við illan leik og það gerðu fjögur börn þeirra líka. Fimm af börnum þeirra sáust hvergi og líkamsleifar þeirra var heldur ekki að finna í rústunum. Vera Illugadóttir segir jólasöguna dularfullu af Sodder-fjölskyldunni.
07.12.2020 - 13:13
Baggalútur lofar að jólin komi samt
Hátíðirnar verða með óvenjulegu sniði ár þar sem landsmenn þurfa að laga hefðir sínar að heimsfaraldri og tilheyrandi samkomutakmörkunum. Þó það þurfi að sleppa því að knúsast og hópast saman til að fagna sigri ljóssins eins og venjan er þá er ekki öll nótt úti.
05.12.2020 - 12:00
Myndskeið
Ólíklegt að fólk komist í hefðbundna messu á aðfangadag
Helgihald verður með óvenjulegu sniði í ár vegna farsóttarinnar. Biskup Íslands telur ólíklegt að fólk komist í messu á aðfangadag.
29.11.2020 - 19:53
Innlent · Jól · COVID-19