Færslur: Jökulsárlón

Myndskeið
Telur að lengja megi veiðitímabil helsingja
Helsingjastofninn er í mikilli uppsveiflu. Flestir verpa þeir á Suðausturlandi og taka vel til matar síns í túnum bænda í Suðursveit. Starfandi þjóðgarðsvörður telur að lengja megi veiðitímabilið til jafns við lengd þess annars staðar á landinu.
Myndskeið
Hormónatengd klikkun eða hitajafnari?
Ástartákn eða hitajafnari. Það eru ýmsar kenningar um það hvers vegna helsingi hefur stein í hreiðri sínu en ráðgátan er þó óleyst. Fuglafræðingur telur að tímabundin og hormónatengd klikkun geti verið skýringin.
Myndskeið
Helsingi nemur land á áður hulinni eyju í Jökulsárlóni
Gæsategundin helsingi tekur hlýnun jarðar fagnandi og hefur numið land á eyju í Jökulsárlóni sem kom í ljós þegar jökullinn hopaði. Þar er stærsta helsingjavarp á landinu. Fréttamenn RÚV urðu fyrstir fjölmiðlamanna til að stíga fæti á eyjuna í vikunni. 
28.05.2021 - 19:31
Höfðum ekki hugmyndaflug í að þetta gæti gerst
Ástæða er að horfa til svipaðra aðgerða og farið var í á Hornströndum varðandi landkomu skipa við Breiðamerkursand. Þetta segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Höfn og formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu.
Skemmtiferðaskip varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni
Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem var annað skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands þetta sumarið, festi akkeri úti fyrir Jökulsárlóni í hádeginu í dag og hefur nú verið stopp þar í eina þrjár klukkustundir. Lögregla á Höfn gerði Landhelgisgæslunni viðvart um skipið.
36 gáma vinnubúðir brunnu til grunna
Altjón varð þegar eldur kviknaði í vinnubúðum við bæinn Hnappavelli, rétt hjá Fosshóteli Jökulsárlón síðdegis í dag. Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri á Höfn, segir þetta hafa verið 36 gáma vinnubúðir fyrir um það bil 40 manns, og nú standi grindurnar einar eftir. Borgþór segir engan hafa verið í búðunum þegar eldurinn kom upp og að slökkvistörf hafi gengið vel. Staðurinn er milli Jökulsárlóns og Skaftafells, tæpa 30 kílómetra frá fyrrnefnda staðnum.
06.04.2020 - 01:35
Hafna umsóknum um siglingar á Jökulsárlóni
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur hafnað umsóknum fjögurra fyrirtækja um að hefja siglingar á Jökulsárlóni því hvorki liggur fyrir stjórnunar- og verndaráætlun né skipulag fyrir svæðið.
12.07.2018 - 18:40
Staðfestir frávísun á kröfum Fögrusala
Úrskurður um frávísun á máli Fögrusala var staðfestur í Hæstarétti fyrir helgi. Málið snerist um kaupsamning sem Fögrusalir höfðu gert við sýslumanninn á Suðurlandi um kaup á jörðinni Felli, sem liggur að Jökulsárlóni, eftir að jörðin var tekin til nauðungarsölu.
20.03.2017 - 18:21
Hótel fyrir tæpa tvo milljarða
„Þetta má ekki klikka, hótelið er mikið bókað frá fyrsta degi. Það er mikið sótt á þetta svæði“ segir Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótels. Áformað er að opna Hótel Jökulsárlón á Hnappavöllum í Öræfum fyrsta júní. Byrjað var að byggja fjögurra stjörnu hótel í apríl í fyrra, það er á sjötta þúsund fermetrar og kostar tæpa 2 milljarða.
02.03.2016 - 14:58
„Selirnir hafa það gott“
„Það er búin að vera mikil umferð hér í febrúar, en veðrið ekki sérstaklega gott allra síðustu daga“, segir Daniel Nutolo, starfsmaður Glacier Lagoon við Jökulsárlón. „Fólkið er auðvitað uppnumið af staðnum hvernig sem veður er og selirnir hafa það gott“. Hann segir að nú séu kjöraðstæður fyrir seli að flatmaga, á ísbrún úti í miðju lóni. Þeir skipti tugum á hverjum degi og veki mikla athygli ferðamanna.
12.02.2016 - 16:38