Færslur: Jökulsá á Fjöllum

Aflétta óvissustigi við Jökulsá á Fjöllum
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands, að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.
22.02.2021 - 14:06
Opið án takmarkana um Jökulsárbrú
Eftir samráðsfund, Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands hefur verið tekin ákvörðun um að opna Þjóðveg 1 um Jökulsárbrú án takmarkana. Hingað til hefur umferð um svæðið aðeins verið heimiluð yfir daginn.
08.02.2021 - 14:12
Hættan á öðru krapaflóði minnkar — „Allt á réttri leið“
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað töluvert síðustu daga. Líklegt þykir að áin sé hægt og rólega að éta sig í gegnum krapaflóðið, segir Gunnar Sigurðsson, hópstjóri vatnamælikerfa hjá Veðurstofunni.
08.02.2021 - 11:19
Lokunin við Jökulsá setur flutninga úr skorðum
Lokun á þjóðvegi eitt við Jökulsá á Fjöllum hefur sett vöruflutninga milli Austur- og Norðurlands úr skorðum. Ef bílarnir ná ekki yfir brúna á Jökulsá fyrir lokun þarf að keyra með ströndinni, sem lengir ferðina um tvo klukktíma aðra leið.
Myndskeið
Virðist sem krapinn í Jökulsá sé á undanhaldi
Litlar breytingar eru sjáanlegar við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum og vegurinn þar er opinn fyrir umferð. Þó virðist sem krapinn sé á undanhaldi og það sé að opnast betur fyrir rennsli árinnar.  
Opnað aftur við Jökulsá á Fjöllum
Þjóðvegur eitt milli Austur- og Norðurlands hefur verið opnaður aftur. Gæsla verður áfram við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.
Óttast að losni um krapann á yfirborði árinnar
Vatnshæðamælar við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sýna að vatnshæð hefur lækkað frá því síðdegis í gær. Sú lækkun getur verið vísbending um að áin sé að bræða krapann ofan af sér og losa þannig hægt og rólega um krapann á yfirborðinu. Óvissustig er enn í gildi, vegurinn lokaður og svæðið vaktað. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
02.02.2021 - 16:23
Myndskeið
„Það er bara veðrið sem ræður þessu“
Enn er hætta á að krapastíflur bresti við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Ekki má aka yfir brúna nema í björtu, og stöðugt eftirlit er á svæðinu. Töluverðar skemmdir urðu á mælitækjum í krapaflóði í síðustu viku.
01.02.2021 - 19:53
Allt að 15 stiga frost í innsveitum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri breytilegri átt og bjartviðri yfirleitt til miðnættis í dag. Gert er ráð fyrir austan- og suðaustan kalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu syðst. Frost verður á bilinu tvö til fimmtán stig en í kringum frostmark syðst.
Ætla að rétta skúrinn af við Jökulsá á Fjöllum
Reyna á að laga mæla Veðurstofunnar við Jökulsá á Fjöllum og eru tveir vatnamælingamenn Veðurstofunnar lagðir af stað norður. Vatnshæðin hefur verið nokkuð stöðug um helgina í rúmum fimm metrum. 
Vatnshæð Jökulsár á Fjöllum er enn yfir þröskuldinum
Vatnshæð Jökulsár á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Sérfræðingar Veðurstofu leggja af stað norður í dag til að meta aðstæður og huga að mælitækjum. Óvissustig almannavarna, sem lýst var yfir á svæðinu á fimmtudaginn er enn í gildi.
Myndskeið
Fimmta skipti sem áin fer yfir fimm metra á hálfri öld
Jökulsá á Fjöllum hefur aðeins fimm sinnum á síðustu fimmtíu árum náð sömu vatnshæð og nú. Vatnsborðið hefur hækkað um fimmtíu sentímetra á rúmum hálfum sólarhring og nálgast brúargólfið.
30.01.2021 - 21:20
Áin er aðeins metra frá brúargólfinu
Vatnshæðarmælir við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sýnir að hæð árinnar hefur lækkað lítillega síðan í morgun, en í gær fór hún yfir vatnshæðarþröskuld sem er 520 sentímetrar. Þetta kom fram á stöðufundi Veðurstofu Íslands, Almannavarna, lögreglu og Vegagerðarinnar þar sem mat var lagt á aðstæður á svæðinu. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi á svæðinu.
Aðstæður við Jökulsá á Fjöllum metnar í dagrenningu
Vegagerðin mun í dagrenningu meta aðstæður við Jökulsá á Fjöllum. Vatnshæðin í ánni fór yfir vatnshæðarþröskuld mæla Veðurstofu Íslands laust eftir miðnætti, en þröskuldurinn er í 520 sentimetra vatnshæð. Vatnshæðin mældist 527 sentimetrar á mælum Veðurstofu við Grímsstaði í morgun.