Færslur: Jökulhlaup í Múlakvísl

Brennisteinslykt finnst við Múlakvísl
Aukin rafleiðni er í Múlakvísl á Mýrdalssandi og hafa ferðamenn tilkynnt Veðurstofu Íslands um brennisteinslykt á svæðinu. Líklegt er að jarðhitavatn leki nú í ána úr sigkötlum, svokallað bræðsluvatn, en ekki er talið að vatnsmagnið sé nægilegt til að hlaup verði í ánni.
Fylgjast náið með Múlakvísl
Veðurstofan vaktar enn Múlakvísl í Mýrdalshreppi. Jökulhlaup er ekki hafið en rafleiðni er mikil á svæðinu, eða um 170 míkrósímens á sentimetra, og tiltölulega mikið vatn í ánni, segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að ástandið á staðnum hafi verið svipað allan júlímánuð. Erfitt sé að segja til um hvenær væntanlegt hlaup hefjist.
Engin merki um hlaup í Múlakvísl
Engin merki eru um að hlaup sé komið úr Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Salóme Jórunn Bernharðssdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, segir að grannt sé fylgst með fjórum þáttum, jarðhræringum, vatnshæð við Léreftshöfuð, lofttegundum við Láguhvola og rafleiðni í Múlakvísl.
Stærsta hlaup í Múlakvísl í 8 ár
Hlaup gæti hafist í Múlakvísl á næstu dögum. Sérfræðingur í jöklarannsóknum segir viðbúið að hlaupið verði það stærsta í átta ár. Búast megi við að hringvegurinn lokist. Samkvæmt mælingum eru samtals sex milljónir rúmmetra í tveimur kötlum sem er sérstaklega fylgst með.
Hlaupinu í Múlakvísl er lokið
Hlaupinu í Múlakvísl er lokið. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrir nokkrum mínútum.
30.07.2017 - 11:19
Múlakvísl
Jökulhlaupið í Múlakvísl nánast búið
Jökulhlaupið sem hófst í Múlakvísl í gærkvöld virðist nú vera að renna sitt skeið á enda. Leiðni í vatni kvíslarinnar er enn á niðurleið að sögn Hildar Maríu Friðriksdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, og var um 200 míkrósiemens á sentimetra á tólfta tímanum í kvöld. Leiðnin var um 580 þegar mest var, en eðlilegt gildi er um 150. Vatnshæð fer einnig lækkandi af mælum Veðurstofunnar að dæma.
29.07.2017 - 23:32
Múlakvísl
Grannt fylgst með hlaupinu í Múlakvísl
Jökulhlaup hófst í Múlakvísl að kvöldi föstudagsins 28. júlí og stóð fram eftir laugardegi. Þótt hlaupið hafi verið nokkru minna og vaxið hægar en hamfarahlaupið 2011 var fylgst náið með framvindu mála.
29.07.2017 - 22:26
Múlakvísl
Beint streymi: Jökulhlaup í Múlakvísl
Hér má nálgast beint streymi frá jökulhlaupinu sem hófst að kvöldi 28. júlí.
29.07.2017 - 13:02