Færslur: Jöklarannsóknir

Sjónvarpsfrétt
Gæti hlaupið úr Langjökli á næstu dögum
Hætta er á jökulhlaupi úr Langjökli niður í Borgarfjörð um Hvítá og Svartá. Lónshæð er svipuð og var þegar hljóp fyrir tveimur árum. Jöklafræðingur segir að fólk í Húsafelli og Húsafellsskógi þurfi einna helst að hafa góðan vara á sér.  Ekki er mikil hætta í byggð.
Sjónvarpsfrétt
Hopið talið í hundruðum rúmkílómetra
Jöklar landsins hafa rýrnað svo mikið frá síðustu aldamótum að hægt er að telja rýrnunina í hundruðum rúmkílómetra. Jökulsporðar hopuðu víða um tugi metra í fyrra. Mýrdalsjökull hefur rýrnað um fimm rúmkílómetra á ellefu árum.
Myndband
Hröð bráðnun Breiðamerkurjökuls kom á óvart
Breiðamerkurjökull virðist hopa hraðar en vísindamenn reiknuðu með. Þetta sýna niðurstöður frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði, sem hafa myndað jaðar jökulsins með skeiðmyndum. Þorvarður Árnason forstöðumaður rannsóknarsetursins segir ljóst að jökullinn bráðni hraðar með hverju árinu.
Ólíklegt að íslenskum jöklum verði bjargað
Mikilvægt er að skrá sögu íslenskra jökla og grípa þarf strax til aðgerða, segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur. Skrá verði söguna meðan jöklarnir bráðni.
22.09.2021 - 19:49
Viðtal
Jöklarnir minnkað um 18 prósent á 130 árum
Árið 2019 var heildarflatarmál jökla hér á landi um 10.400 ferkílómetrar. Frá lokum 19. aldar hafa þeir minnkað um rúmlega 2200 ferkílómetra. Það samsvarar um 18 prósenta minnkun.
Myndskeið
Fundu örplast í Vatnajökli í fyrsta sinn
Örplast er að finna í Vatnajökli, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfesting hefur fengist á því að örplast sé í íslenskum jökli. Líklegt er talið að örplast sé einnig að finna í öllum öðrum jöklum hér á landi.
25.04.2021 - 19:22
Hvorki Hofsjökull né Langjökull eftir 150 - 200 ár
Verði þróun veðurfars eins og spáð hefur verið verða Hofsjökull og Langjökull horfnir eftir 150 til 200 ár. Þetta kemur fram í nýrri samantekt um jöklabreytingar á Íslandi undanfarin 130 ár. Í samantektinni kemur fram að íslenskir jöklar hafa rýrnað að meðaltali um 16% síðan í byrjun 20. aldar. Meðal höfunda hennar er Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur unnið að jöklarannsóknum í áratugi.