Færslur: jöklar

Skeiðarárjökull hopaði um 400 metra á síðasta ári
Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt síðustu 25 ár og er það ein skýrasta vísbendingin um loftslagsbreytingar. Í fyrra hopaði Skeiðarárjökull mest íslenskra jökla, eða um 400 metra.
Ólíklegt að íslenskum jöklum verði bjargað
Mikilvægt er að skrá sögu íslenskra jökla og grípa þarf strax til aðgerða, segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur. Skrá verði söguna meðan jöklarnir bráðni.
22.09.2021 - 19:49
Myndband
150 metra djúpar sprungur myndast í Skaftárjökli
Djúpar sprungur hafa myndast í vestari katli Skaftárjökuls, þaðan sem hlaupið hefur úr jöklinum síðustu daga. Sprungurnar geta orðið allt að 150 metra djúpar.
03.09.2021 - 20:39
Jöklar rýrnuðu lítillega árið 2020
Einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður um hlýnandi loftslag hér á landi er rýrnun jökla landsins. Í fréttabréfi Veðurstofunnar og Vatnajökulsþjóðgarðs kemur fram að á árinu 2020 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra en nokkrir skriðjöklar gengu svolítið fram.
06.07.2021 - 17:54
Hvorki Hofsjökull né Langjökull eftir 150 - 200 ár
Verði þróun veðurfars eins og spáð hefur verið verða Hofsjökull og Langjökull horfnir eftir 150 til 200 ár. Þetta kemur fram í nýrri samantekt um jöklabreytingar á Íslandi undanfarin 130 ár. Í samantektinni kemur fram að íslenskir jöklar hafa rýrnað að meðaltali um 16% síðan í byrjun 20. aldar. Meðal höfunda hennar er Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur unnið að jöklarannsóknum í áratugi.
Myndskeið
Býst við að jöklar á Íslandi haldi enn áfram að rýrna
Íslenskir jöklar hafa nær aldrei minnkað jafn mikið og þeir gerðu á síðasta ári. Flatarmál þeirra hefur dregist saman um tæplega 800 ferkílómetra síðustu 20 ár. Jarðeðlisfræðingur segir niðurstöður síðustu ára koma nokkuð á óvart.
11.05.2020 - 09:36
Jökulár fanga kolefni hraðar en regnskógar
Jökulár hafa meira að segja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en talið hefur verið. Í nýbirtri rannsókn alþjóðlegra vísindamanna kemur í ljós að jökulár binda mun meira magn gróðurhúsalofttegunda úr andrúmsloftinu en vísindamenn hafa áður reiknað með.
25.10.2019 - 14:59
Svisslendingar gera alpajökli táknræna útför
Hópur svissneskra náttúrufræðinga og umhverfisverndarsinna efnir í dag til „útfarar“ alpajökulsins Pizol, að íslenskri fyrirmynd, til að vekja athygli á bráðnun jökla. Smájökullinn Pizol er í um 2.700 metra hæð yfir sjávarmáli, nærri landamærunum að Liechtenstein og Austurríki. Alessandra Degiacomi, stjórnandi í Svissnesku Lotfslagsverndarsamtökunum, segir að Pizol, rétt eins og Ok, hafi rýrnað svo mikið síðustu ár að hann uppfylli ekki lengur skilyrði jarðvísindanna til að flokkast sem jökull.
22.09.2019 - 04:45
Himalajajöklar bráðna hratt vegna hlýnunar
Ljósmyndir úr gervihnöttum frá tímum kalda stríðsins benda til þess að jöklar í Himalaja fjallgarðinu bráðna nú helmingi hraðar en þeir gerðu á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Vísindafólk telur hlýnun vegna loftslagbreytingar helstu ástæðuna.
20.06.2019 - 13:28
Finna ekki leið á Vatnajökul vegna aurbleytu
Hop jökla hefur lokað hefðbundinni leið á Vatnajökul. Þetta er bein afleiðing loftslagshlýnunar. Jöklarannsóknafélag Íslands hefur farið árlega í vorferð á Vatnajökul í 66 ár. Það hefur komið fyrir að ekki hefur verið fært vegna snjólaga en þetta er í fyrsta sinn sem engin fær leið finnst vegna aurbleytu.
Viðtal
Skaftafellsjökull hopar um 50-100 metra á ári
Skaftafellsjökull hopar um 50 til 100 metra á ári og hefur hopað um 850 metra síðan árið 1995. Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, hefur árlega tekið ljósmynd af jöklinum frá sama sjónarhorni. Myndirnar sýna vel hve mikið jökullinn hefur hopað og þynnst.
Spá því að Snæfellsjökull hverfi um árið 2050
Talið er líklegt að Snæfellsjökull verði að mestu horfinn um miðja öldina, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Jökullinn hefur rýrnað mikið vegna hlýnandi loftslags síðustu áratugi og er flatarmál hans nú minna en 10 ferkílómetrar. Árið 1910 var flatarmálið um 22 ferkílómetrar.
26.04.2019 - 07:01
Flatarmál jökla minnkaði um 500 km² á 18 árum
Langjökull gæti verið búinn að tapa 85 prósentum af rúmmáli sínu við lok þessarar aldar, gangi spár um loftslagsbreytingar eftir. Samkvæmt þeim gætu Hofsjökull og syðri hluti Vatnajökuls tapað 60 prósentum rúmmáls síns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem kynnt var í húsi Veðurstofu Íslands í dag. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra var afhent fyrsta eintak skýrslunnar.
Skaftafellsjökull sést ekki lengur – myndir
Myndasyrpa sem Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og fyrrverandi landvörður í Skaftafelli, hefur tekið undanfarin fimm ár sýnir á sláandi hátt hvernig Skaftafellsjökull hefur verið að þynnast undanfarin ár. Á mynd Guðmundar frá 2012 sést hann vel handan hæðarinnar fyrir austan þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, en á myndinni sem tekin var fyrir nokkrum dögum sést jökullinn ekki lengur. „Það fylgir því ákveðinn söknuður að skoða þessar myndir,“ segir Guðmundur.
08.03.2017 - 13:26