Færslur: John Lennon

Morðingja Lennons synjað um reynslulausn í tólfta sinn
Mark David Chapman, morðingja Johns Lennons, var nýverið synjað um reynslulausn í tólfta sinn. Greint er frá þessu á vef bandaríska almannaútvarpsins NPR.
14.09.2022 - 03:02
Alan White trommari Yes er látinn
Enski trommuleikarinn Alan White, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Yes, er látinn. Hann andaðist á heimili sínu í Bandaríkjunum eftir skammvinn veikindi sjötíu og tveggja ára að aldri.
Einstök dönsk upptaka af Lennon á uppboði
Uppboðshúsið Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn telur að um fimmtíu ára gömul kassetta eigi eftir að seljast fyrir jafnvirði allt að sex og hálfrar milljónar króna. Á kassettunni eru upptökur af viðtali danskra drengja við John Lennon og Yoko Ono, auk þess sem þau tóku nokkur tóndæmi. Þar á meðal er eitt lag sem talið er að hvergi sé til annars staðar á upptöku.
28.09.2021 - 06:23
Upptökustjórinn Phil Spector látinn
Bandaríski upptökustjórinn Phil Spector lést í gær, 81 árs að aldri. Spector lést í fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann afplánaði dóm til 19 ára eða lífstíða fyrir morð. Hann skaut leikkonuna Lönu Clarkson til bana á heimili sínu árið 2003.
Munir tengdir Lennon varðveittir fyrir framtíðina
Innsiglað málmhylki sem geymir ýmsa muni tengda lífsstarfi Johns Lennons er varðveitt á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hylkið og þrjú önnur varðveitt annars staðar má ekki opna fyrr en 2040, þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu Lennons.
10.10.2020 - 12:30
Eddie Van Halen og John Lennon
Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.
09.10.2020 - 14:56
Morðingja Lennons neitað um reynslulausn
Mark David Chapman, maðurinn sem myrti John Lennon 8. desember 1980, sótti um reynslulausn í tíunda sinn á miðvikudaginn. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu og þarf að dvelja bak við lás og slá í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar.
24.08.2018 - 08:22
Morðingi Lennons sækir um náðun
Mark David Chapman, maðurinn sem myrti John Lennon 8. desember 1980, sækir um reynslulausn í dag í tíunda sinn. Chapman var dæmdur til 20 ára til lífstíðarfangelsisvistar og hefur sótt um reynslulausn annað hvert ár frá árinu 2000. 
20.08.2018 - 11:43
Fundu dagbækur Lennons í Þýskalandi
Þýska lögreglan handtók í dag mann á sextugsaldri í Berlín, grunaðan um að hafa átt í viðskiptum með ýmsa gripi sem höfðu verið í eigu Bítilsins Johns Lennons. Þar á meðal eru nokkrar dagbækur hans. Hlutunum var stolið í íbúð Yoko Ono, ekkju Lennons, í New York árið 2006.
20.11.2017 - 22:17
Límonaðisalar súrir yfir ákvörðun Yoko Ono
Listakonan og ekkja Bítilsins John Lennon, Yoko Ono , var ekki par sátt á dögunum þegar hún frétti að pólskt límonaðifyrirtæki væri að nota nafn og ímynd eiginmannsins sáluga í nýrri markaðsherferð.
26.09.2017 - 13:45