Færslur: Johann Sebastian Bach

Meira snobb í Rolling Stones en klassíkinni
„Við erum að upplifa gullöld klassískrar tónlistar,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson í víðfeðmu viðtali við breska stórblaðið Guardian í tilefni af útkomu endurhljóðblöndunarplötunnar Bach Reworks (Pt. 2).
Bach fyrir nútíð og framtíð
Í síðustu viku kom út ný hljóðritun þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur hljómborðstónlist Johanns Sebastian Bach og útsetningar á verkum hans. Víkingur mun leika tónlist Bachs víða um heim á næstu mánuðum auk þess sem endurhljóðblandanir á verkunum eru í undirbúningi með fulltingi hóps listamanna.
Mesta ráðgátan og besti kennarinn
„Bach er Alpha og Omega, hann er minn helsti kennari,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari en í gær kom út ný plata með leik hans á verkum Johanns Sebastians Bach og útsetningum á tónlist þýska tónskáldins. Hér gefur að heyra stutt brot úr viðtali sem mun hljóma í Víðsjá á þriðjudag í næstu viku, en í því lýsir Víkingur tengslum sínum við Bach.
Bach-aðu þig upp
Í dag, 21. mars, eru 333 ár síðan tónskáldið Johann Sebastian Bach fæddist. Að því tilefni stendur tónlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir opinni æfingu fyrir alla sem eiga nótur að einhverju eftir Bach og hljóðfæri til að æfa sig á. Berglind María Tómasdóttir sagði frá viðburðinum í Víðsjá á Rás 1. Viðtalið má heyra hér að ofan.