Færslur: Jóhann Jóhannsson

Klassíkin okkar
Söngkona í stað tölvu í lagi um mennskar tilfinningar
Jóna G. Kolbrúnardóttir söng lag Jóhanns Jóhannssonar, Odi et amo, í Klassíkinni okkar.
Sinfó hljóðritar verk Jóhanns fyrir Deutsche Grammophon
Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar tónlist eftir Jóhann Jóhannsson fyrir hina virtu útgáfu Deutsche Grammophon.
Menningin
Stefna á að sýna síðustu mynd Jóhanns á Íslandi í vor
Kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar, First and Last Men, var sýnd við frábærar undirtektir á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem lauk um síðustu helgi. Framleiðendur myndarinnar stefna á að sýna myndina hér á landi í vor.
Lestin
Kveðjubréf Jóhanns Jóhannssonar á Berlinale
Úsendari Lestarinnar flytur fregnir af kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hann sá meðal annars Last and First Men, einu myndina sem kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson heitinn leikstýrði.
07.03.2020 - 12:29
Gagnrýnendur lofa nýja kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar
Kvikmyndin Last and First Men í leikstjórn Jóhanns Jóhannssonar var forsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni í Berlín í vikunni og hafa viðtökur gagnrýnenda verið mjög góðar. Myndin er nú þegar talin ein áhugaverðasta vísindaskáldskaparmynd seinni ára. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem Jóhann leikstýrði. Hann vann að myndinni áður en hann lést árið 2018.
Stórleikstjórar minnast samstarfsins við Jóhann
Leikstjórarnir Denis Villeneuve, James Marsh og Darren Aronofsky eru meðal þeirra sem minnast Jóhanns Jóhannssonar, tónskálds. en fyrsta kvikmynd hans, Last and First Men, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 25. febrúar. Jóhann var að leggja lokahönd á myndina þegar hann lést fyrir tveimur árum. Hann hafði þá einnig verið ráðinn til að semja tónlistina við stórmynd Disney um Christopher Robin.
25.02.2020 - 23:00
Jóhanns Jóhannssonar minnst í Hallgrímskirkju
Jóhann Jóhannsson tónskáld hefði orðið fimmtugur 19. september. Um helgina ætla vinir hans og samstarfsfólk að koma saman til tónleikahalds í Hallgrímskirkju, til að minnast Jóhanns og framlags hans til tónlistarheimsins.
19.09.2019 - 13:18
Minningartónleikar um Jóhann á Rás 1
Rás 1 sendir út í kvöld hljóðritun frá tónleikum í Iðnó 27. október sl. þar sem vinir og fjölskylda tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar fluttu tónlist eftir og í anda hans. Jóhann hafði náð langt á sínu sviði og þá sérstaklega í kvikmyndatónlist. Hann féll frá í febrúar 2018 langt fyrir aldur fram.
Myndskeið
Jóhann naut sín ekki í sviðsljósi Hollywood
Kvikmynda- og tónverkið Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson, sem lést fyrr á árinu, var flutt í Barbican Centre síðastliðna helgi að viðstöddum ættingjum og vinum tónskáldsins. Vinir hans segja hann hafa verið hugrakkan listamann, sem kunni hins vegar ekki við sig í sviðsljósi Hollywood.
Jóhann valinn kvikmyndatónskáld ársins
Jóhann Jóhannsson var valinn sem besta kvikmyndatónskáld ársins á verðlaunahátíð World Soundtrack Awards. Hildur Guðnadóttir tónskáld tók á móti verðlaununum fyrir hans hönd og hélt tilfinningaþrungna ræðu.
18.10.2018 - 14:14
Ágengt en undurfallegt
„Eins fjölbreytt og tónlist Jóhanns var voru strengir yfirleitt aðalhljóðfærið – eins og á við um flesta kvikmyndatónlist. En núna vildi hann fara algjörlega í hina áttina og nota gítara og rokksánd,” segir Kjartan Holm tónlistarmaður, sem var einn þeirra sem unnu með Jóhanni Jóhannssyni að tónlistinni við Mandy. Það er síðasta kvikmyndin með tónlist eftir Jóhann.
Síðasta plata Jóhanns kemur út í september
Síðasta plata kvikmyndatónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar kemur út 14. september en Jóhann lést sviplega í febrúar á þessu ári, aðeins 48 ára gamall.
12.07.2018 - 15:05
Cage viti sínu fjær í blóði drifinni stiklu
Ný stikla fyrir kvikmyndina Mandy með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Jóhann Jóhannsson tónskáld samdi tónlist myndarinnar.
28.06.2018 - 17:16
Tónlist Jóhanns endurútgefin á vínyl
Tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndina The Theory of Everything verður endurútgefin á vínyl í næsta mánuði.
29.03.2018 - 09:46
List hans þreifst á skapandi slætti listforma
Jóhann Jóhannsson tónskáld verður jarðsunginn í dag frá Hallgrímskirkju kl. 15.00. Jóhann lést 9. febrúar á heimili sínu í Berlín, 48 ára að aldri.
09.03.2018 - 13:55
Jóhanns minnst á Óskarsverðlaununum
Eins og venjan er var þeirra minnst á Óskarsverðlaununum sem fallið hafa frá í kvikmyndabransanum síðasta ár. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem lést í síðasta mánuði, var meðal þeirra sem komu upp á skjáinn við undirspil og söng Eddie Vedders á laginu Room at the Top eftir Tom Petty. Jóhann fékk tvær Óskarsverðlaunatilnefningar á ferlinum.
05.03.2018 - 06:13
„Hann var snillingur“
James Marsh, leikstjóri The Theory of Everything, segir frá samstarfi sínu við Jóhann Jóhannsson tónskáld í viðtali við Entertainment Weekly. Þeir unnu fyrst saman árið 2010 og voru nánir vinir.
15.02.2018 - 13:34
Viðtal
Vitum ekki hversu langt hann hefði komist
Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Hann andaðist á heimili sínu í Berlín á föstudag, 48 ára gamall. Jóhann öðlaðist heimsfrægð fyrir kvikmyndatónlist sína og var kominn í röð með helstu kvikmyndatónskáldum heimsins.
12.02.2018 - 18:20
Við erum Clash!
Clash dagurinn var haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn í vikunni sem leið og í Rokklandi í dag framlengjum við. En við minnumst líka Jóhanns Jóhannssonar sem lést í gær 48 ára að aldri og Quincy Jones kemur líka við sögu.
11.02.2018 - 14:24
Jóhann semur ekki tónlist fyrir Blade Runner
Jóhann Jóhannsson, kvikmyndatónskáld, gerir ekki tónlistina fyrir kvikmyndina Blade Runner 2049. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en samkvæmt samningi má hann ekki greina frá ástæðum þess að hann hvarf frá verkefninu.
08.09.2017 - 06:56
Hans Zimmer með Jóhanni í Blade Runner 2049
Þýska kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer hefur verið ráðinn til að semja tónlist við hlið Jóhanns Jóhannssonar fyrir kvikmyndina Blade Runner 2049.
Tónlist Jóhanns áberandi í stiklu Blade Runner
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Blade Runner 2049 var sett á netið í dag, en tónlist Íslendingsins og Golden Globe-verðlaunahafans Jóhanns Jóhannssonar setur sterkan svip á andrúmsloft hennar.
08.05.2017 - 18:50
Íslensk tónlistarhátíð hefst í Hamborg í dag
Tónlistarhátiðin „Into Iceland“ verður sett í dag í stórglæsilegu tónlistarhúsi Hamborgar með tónleikum stórsveitar NDR og Ragnheiðar Gröndal.
Kærkomin viðbót við höfundarverk Jóhanns
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson sækir í brunn rómverska skáldsins Óvíds á Orphée, hans fyrstu hljóðversplötu í sex ár. Þar tekst honum að búa til sjálfstætt og heillandi verk sem býr yfir einfaldri framvindu og tærleika, segir Pétur Grétarsson.
02.12.2016 - 13:04
Mynd með færslu
Jóhann Jóhannsson: Kvikmyndatónleikar Sinfó
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Á efnisskrá eru hljómsveitarsvítur með tónlist eftir Jóhann Jóhannsson úr kvikmyndunum The Theory of Everything, Prisoners og Sicario. Einnig kvikmyndatónlist eftir Jonny Greenwood, Mica Levi og John Williams. Stjórnandi er Adria Prabava og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
17.03.2016 - 19:45