Færslur: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Strandabyggð grípur til aðgerða til að rétta úr kútnum
Strandabyggð grípur nú til aðgerða til þess að rétta af slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Það fékk þrjátíu milljóna aukaúthlutun úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga í ár og býst oddviti að þörf verði á öðru eins á næsta ári.
Tilbúin til að skoða reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að yfirfara sérstaklega hvort tilefni sé til að endurskoða reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.