Færslur: Jill Biden

Fátt um dýrðir á áttræðisafmæli Bandaríkjaforseta
Í fyrsta skipti í sögunni varð Bandaríkjaforseti áttræður í embætti. Núverandi forseti fagnaði þeim áfanga í kyrrþey í dag en engin opinber hátíðahöld voru í tilefni dagsins. Enn er beðið formlegrar yfirlýsingar forsetans um framboð að tveimur árum liðnum.
Biden kveðst áforma að gefa kost á sér að nýju
Joe Biden er elstur manna til að gegna embætti Bandaríkjaforseta en hann virðist ekki ætla að láta það stöðva sig frá því að gefa kost á sér að nýju árið 2024.
Jill Biden með Covid
Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst með COVID-19. Fyrr í mánuðinum smitaðist Joe Biden Bandaríkjaforseti í annað sinn.
16.08.2022 - 16:37
Bandaríkjaforseti fordæmir árásina á Rushdie
Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmir árásina á rithöfundinn Salman Rushdie sem liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi. Hann var í þann mund að ávarpa gesti bókmenntasamkomu þegar Hadi Matar réðist að honum og lagði ítrekað til hans með hnífi.
13.08.2022 - 23:30
Biden hjónin mæta á kvöldverð blaðamanna Hvíta hússins
Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Jill Biden forsetafrú verða síðar í mánuðinum viðstödd kvöldverð blaða- og fréttamanna sem flytja fréttir úr Hvíta húsinu.
20.04.2022 - 17:49
Eliza hitti Jill og Joe Biden
Eliza Reid forsetafrú er nú stödd í Washington þar sem hún átti á tíunda tímanum í kvöld einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Eliza hitti einnig Joe Biden forseta Bandaríkjanna, en tók þátt í hluta fundar forsetafrúanna.
15.03.2022 - 22:17
Forsetafrú heimsækir skóla og mælir fyrir bólusetningu
Jill Biden eiginkona Joes Biden Bandaríkjaforseta heimsótti í dag grunnskóla í Virginíuríki með það fyrir augum að kynna og mæla með bólusetningum barna á aldrinum fimm til ellefu ára.
Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.

Mest lesið