Færslur: Jerúsalem

Lögregla í Ísrael hafði hendur í hári skotmanns
Lögregla í Ísrael greindi frá því í morgun að tekist hefði að hafa hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa skotið og sært átta manns skömmu fyrir dögun í Jerúsalem. Tveir eru alvarlega særðir og meðal fórnarlambanna er þunguð kona.
14.08.2022 - 07:56
Sjö særð eftir skotárás á strætisvagn í Jerúsalem
Sjö særðust þegar skotið var á strætisvagn í Jerúsalem í kvöld. Tveir eru alvarlega slasaðir. Ísraelsk löggæsluyfirvöld greindu frá þessu og sögðu árásarmannsins leitað.
14.08.2022 - 02:15
Hamas-liði felldur í Jerúsalem eftir mannskæða skotárás
Meðlimur Hamas-samtakanna hóf skothríð í gömlu borginni í Jerúsalem í Ísrael í dag. Maðurinn varð almennum borgara að bana og særði þrjá áður en lögreglumenn skutu hann til bana.
Sjónvarpsfrétt
Tuttugu látnir eftir loftárás Ísraelsmanna á Gaza
Tuttugu létust í loftárás Ísraelsmanna á Gaza í dag eftir að Hamas samtökin skutu flugskeytum að Jerúsalem borg þar sem ein hörðustu átök í mörg ár geisa. Hundruð Palestínumanna særðust þegar lögregla rýmdi svæðið við Al-Aqsa moskuna í morgun.
10.05.2021 - 23:46
Átök á helgistað í Jerúsalem
Átök brutust út í dag í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem milli Palestínumanna sog ísraelskra lögreglumanna. Palestínumennirnir voru ósáttir við fjölda gyðinga sem lögðu leið sína á svæðið sem er það helgasta í gyðingdómi og það þriðja helgasta í íslamstrú.
02.06.2019 - 13:33
Mesta mannfall á Gaza frá árinu 2014
Ísraelskir hermenn hafa skotið 52 Palestínumenn til bana í mótmælum á Gaza-ströndinni við mörk Ísrael í dag. BBC greinir frá þessu og segir að um 2.200 til viðbótar séu særðir. Mótmælt er stofnun Ísraelsríkis fyrir 70 árum og flutningi bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem. 
14.05.2018 - 16:06
Viðtal
Stórkostlegt flækjustig hinnar helgu borgar
Láru Jónasdóttur, starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem, leist ekkert á helgu borgina með hið stórkostlega flækjustig, þegar hún flutti þangað vegna vinnu sinnar. Með tímanum hefur hún fundið falda gimsteina í fjölbreytilegu mannlífinu sem á sér fáar hliðstæður í heiminum.
26.04.2018 - 10:06
Konungur Sádi Arabíu gefur 150 milljónir dala
Salman, konungur Sádi-Arabíu, tilkynnti í dag um 150 milljóna dollara styrk til viðhalds á íslömskum minjum í Austurhluta Jerúsalemborgar í Ísrael. Palestínumenn og fleiri þjóðir Araba vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðrar Palestínu.
Sakar Trump um að eyðileggja jólin
Pierbattista Pizzaballa, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem, segir að kirkjan sé á móti einhliða ákvörðun um framtíð Jerúsalemborgar. Hann gagnrýnir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 
Neyðarfundur vegna Jerúsalem
Haldinn verður neyðarfundur í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag þar sem kosið verður um drög að ályktun gegn þeirri ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
19.12.2017 - 21:54
Maður í hjólastól skotinn til bana
Yfimaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum krefst óháðrar rannsóknar á dauða fatlaðs Palestínumanns, Ibrahim Abu Thurayeh. Hann var einn fimm Palestínumanna sem drepnir voru síðastliðinn föstudag þegar þeir tóku þátt í mótmælum gegn ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Palestínumenn verði að átta sig á stöðunni
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að Palestínumenn verði að horfast í augu við raunveruleikann og átta sig á að Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Því fyrr sem Palestínumenn meðtaki þetta því fyrr sé hægt að færast nær friði.
10.12.2017 - 20:27
Netanyahu sakar ESB um hræsni
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, gagnrýnir leiðtoga ríkja Evrópusambandsins fyrir tvískinnung. Evrópusambandsleiðtogar hafi fordæmt viðurkenningu Trumps á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels en láti óátalið að fordæma flugskeytaárásir á Ísrael frá yfirráðasvæðum Palestínumanna.
10.12.2017 - 13:22
Tveir féllu í loftárás Ísraela á Gaza
Tveir féllu í loftárás Ísraela á bækistöðvar Hamas-sveita á Gaza í morgun. Ísraelsher segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar þess að flugskeytum var skotið frá Gaza yfir til Ísraels. Áfram hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu í Jerúsalem.
09.12.2017 - 13:57
Viðtal
„Vissulega meiri viðbúnaður en ég er vön“
Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir viðurkenningu Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels gera bandarísk stjórnvöld ótrúverðug sem sáttamiðlara milli Ísraela og Palestínumanna til lengri tíma. Hún segir að þungvopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir í Jerúsalem í dag en rólegt um að litast. Það sé í raun ótrúlegt miðað við myndir frá mótmælum í fréttum í gær.
09.12.2017 - 12:24
Mikill viðbúnaður á Vesturbakkanum
Ísraelsher er með mikinn viðbúnað á Vesturbakkanum en Palestínumenn voru hvattir til uppreisnar vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Óttast er að það komi til harðra átaka milli hermanna og mótmælenda. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman vegna þessa í dag.
Katrín: Ákvörðun Trumps vonbrigði
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, sé vonbrigði. Ísraelsher er með mikinn viðbúnað á Vesturbakka Jórdanar en Palestínumenn eru hvattir til uppreisnar vegna ákvörðunar Trumps. Óttast er að það komi til harðra átaka milli hermanna og mótmælenda.
08.12.2017 - 12:56
Hariri gagnrýnir Trump vegna Jerúsalem
Forsætisráðherra Líbanons, Saad Hariri, gagnrýndi Trump forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir að hafa viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Þar með hefur hann bæst í hóp fjölmargra þjóðarleiðtoga í Mið-Austurlöndum og víðar sem hafa fordæmt stefnu Trump í málefnum Ísraels og Palestínu.
08.12.2017 - 11:07
Fréttaskýring
„Við erum að bíða eftir sprengingu“
„Friðarferlið er ónýtt, nú springur allt.“ Þetta segir Amal Tamimi sem ólst upp í Austur-Jerúsalem. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fullyrðir að hann hafi sýnt hugrekki og stigið mikilvægt skref í þágu friðar með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Undir þetta tók Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. Á móti þeim er því sem næst allur heimurinn. Deilan fyrir botni Miðjarðarhafs er aftur komin í kastljósið. 
07.12.2017 - 17:29