Færslur: Jeppe Kofod

Myndskeið
Krónprinsinn kominn á Bessastaði
Friðrik krónprins Danmerkur og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, komu hingað til lands í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð krónprinsinum og utanríkisráðherranum ásamt danskri sendinefnd til kvöldverðar á Bessastöðum nú í kvöld og hófst veislan klukkan hálf 7.
Dönsk stjórnvöld aðstoða Íslendinga við að komast heim
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greinir frá því í færslu á Twitter að fyrr í dag hafi flugvél lent í Kaupmannahöfn með 131 farþega frá Islamabad í Pakistan. Um borð hafi verið fólk sem Danir hefðu aðstoðað stjórnvöld í Svíþjóð og á Íslandi við að ferja heim frá Afganistan.
22.08.2021 - 15:25
Starfsfólk sendiráða flutt á brott frá Kabúl
Öllum Dönum í Afganistan er gert að yfirgefa landið í snatri. Norðmenn og Þjóðverjar grípa til svipaðra ráðstafana. Hersveitir Talibana hafa náð yfirráðum yfir stórum hlutum landsins, aðeins höfuðborgin Kabúl og nokkur svæði eru undir ráðum kjörinna stjórnvalda.
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.