Færslur: Jenis av Rana

Stjórnarandstaðan vill beita Rússa harðari þvingunum
Stjórnarandstaðan í Færeyjum gagnrýnir það sem hún kallar framtaksleysi landstjórnarinnar varðandi viðskiptaþvinganir í garð Rússa. Stjórnarandstöðuþingmaður segir það skammarlegt fyrir Færeyinga.
Leggja til að öllum viðskiptatengslum verði slitið
Stjórnarandstöðuflokkarnir á lögþingi Færeyja vilja setja öðrum ríkjum fordæmi og slíta á öll viðskiptatengsl við Rússa. Landstjórnin segir slíkt ekki einfalt í framkvæmd en lögþingið greiðir fljótlega atkvæði um löggjöf varðandi viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.
Færeyingar taka við flóttamönnum fyrsta sinni
Landsstjórnin í Færeyjum samþykkti í síðustu viku að taka við 200 flóttamönnum. Sá fjöldi er þó til bráðabirgða, að sögn utanríkisráðherra landsins .
Einungis karlar í færeysku stjórninni eftir hrókeringar
Mikill órói er í stjórnmálum í Færeyjum, minnstu munaði að stjórnin félli vegna deilna um réttindi samkynhneigðra. Stjórnin keypti sér gálgafrest með hrókeringum, en hefur misst meirihlutann á Lögþinginu. Eina konan í stjórninni missti embætti sitt svo nú eru einungis karlmenn ráðherrar í Færeyjum.
Landsstjórnin í Færeyjum heldur velli
Færeyska landsstjórnin heldur velli, þrátt fyrir að tvísýnt hafi verið í síðustu viku áframhaldandi stjórnarsamstarf eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka studdu tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigða foreldra.
Lögþingið samþykkir lög um réttindi samkynja foreldra
Einhverjum stormasamasta degi í stjórnmálasögu Færeyja á síðari árum lauk með því að Lögþingið samþykkti frumvörp stjórnarandstöðunnar sem tryggir réttindi barna samkynja foreldra. Við lá að slitnaði upp úr samstarfsi stjórnarflokkanna Sambandsflokksins, Miðflokksins og Fólkaflokksins vegna málsins.
Stjórnarkreppa í Færeyjum
Miklir erfiðleikar eru í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka hafa lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen lögmaður reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. 
16.12.2021 - 12:04
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Færeyjum og Bretlandi
Miklir erfiðleikar hafa verið í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokkanna lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. Um þetta var fjallað í Heimsglugga dagsins og einnig andóf gegn Boris Johnson í breska Íhaldsflokknum.
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.