Færslur: Jemen

Lýsa yfir sjálfstjórn í Suður-Jemen
Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta Jemens lýstu því yfir í morgun að þeir fari nú með öll völd á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingu þeirra tóku þeir við stjórninni á miðnætti í hafnarborginni Aden og fleiri héruðum á sunnanverðu landinu. Jemenska stjórnin hefur sagt að aðgerð sem þessi eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar.
26.04.2020 - 06:35
Hútar dæma blaðamenn til dauða
Fjórir blaðamenn voru dæmdir til dauða af dómstóli Húta í Jemen í gær. Lögmaður þeirra segir þá vera dæmda fyrir njósnir. Þeir voru í hópi tíu blaðamanna sem voru handteknir af uppreisnarhreyfingunni, sakaðir um að starfa með óvininum. Þar eiga þeir við hernaðarbandalag sem leitt er af Sádum og hefur stutt stjórnarherinn í Jemen í borgarastríðinu gegn Hútum síðan 2015. 
12.04.2020 - 08:04
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Jemen
Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Jemen í morgun. Almannavarnarnefnd ríkisins greindi frá því á Twitter. Hjálparsamtök óttast mjög um afdrif Jemena ef veiran nær að breiða úr sér í landinu. Heilbrigðiskerfið er í lamasessi, og aðstæður nú þegar einhverjar þær allra verstu í heiminum. Hernaðarbandalag leitt af Sádi Aröbum hóf tveggja vikna vopnahlé í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran nái bólfestu í landinu. 
10.04.2020 - 06:33
Vopnahléi lýst yfir vegna kórónuveirufaraldursins
Hernaðarbandalag sem Sádi arabar leiða í Jemen lýsti einhliða yfir tveggja vikna vopnahléi í Jemen frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. AFP fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni í Sádi Arabíu að búist sé við því að uppreisnarsveitir Húta fallist á vopnahléð.
08.04.2020 - 20:12
Myndskeið
Sex létust í sprengjuárás á kvennafangelsi
Tugir slösuðust, þeirra á meðal nokkur börn, í sprengjuárás á kvennafangelsi í Jemen í gær. Sex létust í árásinni.
06.04.2020 - 22:30
Jemen: Fimm ár síðan afskipti Sáda hófust
Fimm ár eru síðan Sádi-Arabía og fleiri ríki hófu afskipti af stríðinu í Jemen. Friður er ekki í augsýn, en stríðandi fylkingar hafa tekið vel í beiðni framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á meðan kórónuveirufaraldurinn geisar.
26.03.2020 - 08:43
Nítján börn létu lífið í loftárás á Jemen
Nítján börn létu lífið og átján börn særðust í loftárás Sádi-Araba og bandamanna þeirra í norðurhluta Jemen laugardaginn 15. þessa mánaðar.
20.02.2020 - 10:17
Stríðandi fylkingar samþykkja fangaskipti
Stríðandi fylkingar í Jemen komust í gær að samkomulagi um fangaskipti. Samningar náðust eftir sjö daga viðræður samninganefnda uppreisnarhreyfingar Húta og stjórnvalda í Amman í Jórdaníu. Að sögn Martin Griffiths, ræðismanns Sameinuðu þjóðanna í Jemen, samþykktu báðir aðilar að skiptast strax á listum yfir þá fanga sem krafist er að verði leystir úr haldi.
17.02.2020 - 05:13
Yfir 30 almennir borgarar féllu í Jemen
31 almennur borgari féll í loftárásum hernaðarbandalags Sáda í Jemen í dag. Árásin er talin vera hefndaraðgerð eftir að uppreisnarhreyfing Húta skaut niður sádiarabíska herflugvél í gær.
16.02.2020 - 01:18
Lýsir vígi hryðjuverkaleiðtoga á hendur Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í gær vígi leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna á Arabíuskaga á hendur Bandaríkjunum. Bandaríkin „framkvæmdu árangursríka hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkum í Jemen, þar sem Qassim al-Rimi, leiðtogi og einn stofnenda al-Kaída á Arabíuskaga var upprættur," segir Trump í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
07.02.2020 - 03:52
100 drepnir í árás á mosku í Jemen
Yfir hundrað létu lífið og tugir særðust í flugskeyta- og drónaárás á mosku í herstöð í héraðinu Marib í Jemen. Árásin var gerð í gærkvöldi, um það leyti sem fólk var við kvöldbænir í moskunni að sögn AFP fréttastofunnar. Talið er víst að uppreisnarhreyfing Húta hafi gert árásina, sem er sú stærsta eftir tiltölulega ró í nokkra mánuði í stríðinu í Jemen. Talsmaður stjórnarhersins í Jemen sagði að árásarinnar verði hefnt grimmilega. 
20.01.2020 - 06:37
Sádar í viðræðum við Hútí-fylkinguna
Stjórnvöld í Ríad eru í viðræðum við Hútí-fylkinguna í Jemen um leiðir til að binda enda á borgarastyrjöldina í landinu. Þetta sagði sádi-arabískur embættismaður við fréttamenn í morgun. 
06.11.2019 - 09:23
Samkomulag um suðurhluta Jemens
Ríkisstjórn Jemen undirritaði í gær samkomulag við aðskilnaðarsinna í suðurhluta landsins. Samkvæmt því fær ríkisstjórnin að snúa aftur til Aden og 24 ráðherra ríkisstjórn verður mynduð, þar sem ríkisstjórnin og aðskilnaðarsinnar fá 12 ráðherra hvor.
06.11.2019 - 03:45
Myndskeið
Hræðilegt að börn taki þátt í stríði
Börn á vegum Barnaheilla afhentu í morgun Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, áskorun um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að stöðva stríð gegn börnum. „Þau eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum alla þessa hörmung að sjá skólann sinn vera sprengdan upp,“ segir Anja Sæberg Björnsdóttir, sem tekur þátt í verkefninu.
23.10.2019 - 12:17
Telur hættu á frekari árásum
Hætta er á frekari árásum á olíumannvirki í Sádi-Arabíu ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Þetta sagði Amin Nasser, forstjóri Saudi Aramco, ríkisolíufélagsins í Sádi-Arabíu, í morgun.
09.10.2019 - 09:02
Segjast hafa fangað þúsundir hermanna
Uppreisnarhreyfing húta í Jemen kveðst hafa tekið þúsundir sádiarabískra hermanna fanga og drepið fjölda til viðbótar. BBC hefur eftir talsmanni uppreisnarhreyfingarinnar að þrjár herdeildir Sáda hafi gefist upp nærri bænum Najran, við landamæri ríkjanna.
28.09.2019 - 23:36
Saka Írana um drónaárás á Sádi Arabíu
Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands lögðust í kvöld á árar með stjórnvöldum í Washington og Riyadh og sökuðu Írana um að bera ábyrgð á drónaárás á stórt olíuvinnslusvæði og stærstu olíuhreinsunarstöð heims í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Emmanuels Macron Frakklandsforseta og Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem birt var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í kvöld.
24.09.2019 - 02:19
Fimm óbreyttir borgarar féllu í loftárás Sáda
Talsmaður uppreisnarsveita Húta í Jemen greindi frá því í morgun að fimm óbreyttir borgarar úr sömu fjölskyldu hefðu látið lífið í loftárás Sádi-Araba og eða bandamanna þierra í Omran-héraði í morgunsárið. Í frétt Al-Mashirah- sjónvarpsstöðvarinnar, sem haldið er úti af uppreisnarmönnum, segir að sprengjum hafi verið varpað á mosku þar sem fjölskyldan var við bænahald. Tveggja barna úr fjölskyldunni er enn saknað.
23.09.2019 - 06:15
Hætta drónaárásum að uppfylltum skilyrðum
Uppreisnarsveitir Húta í Jemen heita því að hætta öllum dróna- og eldflaugaárásum á Sádi Arabíu, en með einu skilyrði þó. Um síðustu helgi var stærsta olíuhreinsunarstöð heims, Aqaiq-stöðin í Sádi Arabíu, eyðilögð í drónaárás, og olíuvinnslusvæðið Khurais líka.
21.09.2019 - 01:34
Sádi-Arabar réðust á uppreisnarmenn í Hodeida
Hernaðarbandalag Sádi-Araba, Jemensforseta og fleiri, gerði í gær loftárás á bækistöðvar uppreisnarsveta Húta í útjaðri hafnarborgarinnar Hodeida á suðuströnd Jemens. Er þetta fyrsta árás bandalagsins á uppreisnarmenn eftir að tvær stórar olíuvinnslustöðvar í Sádi Arabíu voru eyðilagðar í drónaárásum, sem jemenskir uppreisnarmenn lýstu á hendur sér. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum gærdagsins og uppreisnarmenn hafa ekki tjáð sig um þær enn sem komið er.
20.09.2019 - 03:24
Vill forðast stríð við Íran vegna drónaárása
Verð á hráolíu úr Norðursjó hækkaði um 14,6 prósent í dag vegna drónaárása á olíuframleiðslustöð Sádi-Araba á laugardag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kveðst vilja forðast stríð við Íran vegna árásanna.
16.09.2019 - 21:32
Myndskeið
Hútar birtu myndband tekið með njósnadrónum
Uppreisnarfylking Húta birti myndskeið tekið með dróna sem flýgur yfir möguleg skotmörk í Sádi-Arabíu. Stjórnvöld í Bandaríkjnum kenna Íran um árásinar sem Hútar gerðu á stærsta olíufyrirtæki Sádi Arabíu í gær. Óttast er að olíuverð hækki.
15.09.2019 - 20:16
Bandaríkjamenn ræða við Hútífylkinguna
Bandaríkjamenn hafa átt viðræður við Hútífylkinguna í Jemen um leiðir til að binda enda á stríðið í landinu. David Schenker, fulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins, greindi fréttamönnum frá þessu í Sádi-Arabíu í dag.
05.09.2019 - 14:13
Allar fylkingar sekar um mannréttindabrot
Allar fylkingar sem taka þátt í stríðinu í Jemen hafa gerst sekar um alvarleg mannréttindabrot, morð pyntingar og nauðganir, og hafa komist upp með það.
03.09.2019 - 11:03
Hundrað féllu í loftárás á fangelsi
Talið er að yfir hundrað hafi fallið í loftárás fjölþjóðasveitar Sádi Araba á fangelsi í Jemen. Hersveit Sáda segist hafa miðað á dróna- og vopnabúr uppreisnarhreyfingar Húta í borginni Dhamar. Hútar segja á móti að árásin hafi lagt fangelsishúsnæði hreyfingarinnar í rúst.
01.09.2019 - 23:04