Færslur: Jeffrey Epstein

Ghislaine Maxwell neitað um ný réttarhöld
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi sambýliskonu barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið neitað um ný réttarhöld í New York ríki í Bandaríkjunum. Maxwell var sakfelld í fimm ákæruliðum á síðasta ári, þegar hún var fundin sek um barnamansal og að hafa aðstoðað kærasta sinn við glæpi sína.
Félagi Jeffrey Epsteins fannst látinn í fangaklefa
Fyrrum samstarfsmaður og félagi Jeffreys Epstein, Frakkinn Jean-Luc Brunel, fannst í gær látinn í fangaklefa sínum í París. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa sínum síðsumars 2019, þar sem hann beið réttarhalda vegna mansals og fjölda grófra kynferðisbrota gegn ólögráða stúlkum.
20.02.2022 - 06:32
Andrés prins nær samkomulagi við Giuffre
Andrés Bretaprins hefur gert samkomulag við konuna sem sakar hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var 17 ára. Samkomulagið kemur í veg fyrir að mál hans verði tekið fyrir fyrir dómstólum.
15.02.2022 - 16:56
Neitar náinni vináttu við Maxwell
Andrés prins neitar að hafa verið náinn vinur Ghislaine Maxwell, samstarfskonu og fyrrum kærustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein. BBC greinir frá. Lögmenn prinsins óska jafnframt eftir að mál Virginiu Giuffre gegn honum verði tekið fyrir að viðstöddum kviðdómi.
Refsing Ghislaine Maxell ákveðin í júní
Dómari ákveður refsingu Ghislaine Maxwell 28. júní næstkomandi en hún var sakfelld skömmu fyrir áramót fyrir mansal og að hafa tælt stúlkur undir lögaldri til fylgilags við Jeffrey Epstein.
Andrés prins missir alla hertitla sína
Andrés Bretaprins hefur afsalað sér öllum hertitlum og hlutverkum og hefur Elísabet drottning tekið við þeim tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. Þá verður hann ekki lengur verndari neinna samtaka.
13.01.2022 - 17:59
Greitt fyrir að kæra hvorki Epstein né Bretaprins
Virginia Giuffre, sem hefur höfðað mál á hendur Andrési Bretaprins fyrir kynferðisbrot fyrir milligöngu afhafnamannsins Jeffrey Epstein, fékk greiðslu fyrir tólf árum gegn því að höfða ekki mál gegnum neinum tengdum honum.
03.01.2022 - 22:01
Ákærur gegn fangavörðum Epsteins felldar niður
Saksóknarar hafa ákveðið að láta frekari málsókn falla niður á hendur tveimur fangavörðum sem voru á vakt þegar auðmaðurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein dó í klefa sínum í New York árið 2019.
Sáttagerð Epsteins og Guiffre opinberuð í næstu viku
Sáttagerð frá árinu 2009 milli bandaríska fjármálamannsins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein og Virginiu Giuffre verður gerð opinber á næstu dögum. Guiffre hefur sakað Andrés hertoga af Jórvík um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir tuttugu árum.
Ghislaine Maxwell sakfelld í fimm ákæruliðum
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, var í kvöld fundin sek um mansal og að hafa aðstoðað kærasta sinn Jeffrey Epstein við glæpi hans.
Þokast í átt að dómi yfir Ghislaine Maxwell
Nokkuð miðar í átt að niðurstöðu í sakamáli gegn Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í þeim.
Maxwell neitaði að bera vitni fyrir dómi
Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í brotunum neitaði að bera vitni fyrir rétti í New York í dag.
Ákvörðun dómara gæti opnað gögn um Andrés prins
Dómari í Bandaríkjunum segir samkomulag á milli Virginiu Giuffre og Jeffrey Epstein eiga að verða opinbert. Lögmaður Andrésar prins í Bretlandi segir samkomulagið koma í veg fyrir að hægt sé að fara í mál við hann. 
15.12.2021 - 16:47
Eitt vitna segir Epstein hafa kynnt hana fyrir Trump
Ein þeirra fjögurra kvenna sem bera vitni í máli ákæruvaldsins gegn Ghislaine Maxwell í New York segir Jeffrey Epstein hafa flutt hana á fund Donalds Trump þegar hún var fjórtán ára að aldri. Ekkert bendir til þess að Trump hafi brotið gegn stúlkunni.
Flutti nafngreind frægðarmenni á fund Epsteins
Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.
Prinsinn krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli
Breski prinsinn Andrés hertogi af Jórvík krefst þess að dómstóll í New York í Bandaríkjunum vísi einkamáli Virginiu Giuffre á hendur honum frá. Hún sakar hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir 20 árum.
Hætta rannsókn á máli Andrésar prins
Lundúnalögreglan ákvað í gær að hætta rannsókn sinni á máli hinnar bandarísku Virginia Giuffre gegn Andrési prins. Lögreglumenn tóku þessa ákvörðun eftir að þeir fóru yfir gögn málsins.
Tvær nýjar ákærur gegn Maxwell
Tvær nýjar ákærur bættust í gær við mál Bandaríkjanna gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Nýju ákærurnar eru um samsæri um kynlífsmansal og kynlífsmansals á barni.
Hús Epstein á Manhattan selt
Glæsihýsi á Manhattan sem áður var í eigu auðjöfursins Jeffrey Epstein heitins var selt fyrir 51 milljón dollara á dögunum. Guardian greinir frá þessu. Allur ágóði sölunnar rennur í skaðabótasjóð Epsteins til kvenna sem hann braut gegn kynferðislega. 
Vitni grefur undan frásögn Andrésar í Epstein-máli
Vitni hefur gefið sig fram við lögmann sex brotaþola í máli bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epsteins. Vitnið segist hafa séð Andrés prins með einni af stúlkunum sem Epstein hélt í mansali á skemmtistaðnum Tramp í Mayfair. Andrés hefur haldið því fram að hann hafi aldrei hitt umrædda stúlku og þaðan af síður verið á þessum skemmtistað því þennan dag hafi hann setið að snæðingi með dóttur sinni á pizzustað í Woking.
04.08.2020 - 19:10
Myndskeið
Óskar Maxwell alls góðs
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi unnustu barnaníðingsins Jeffrey Epsein, alls góðs.
Maxwell í fangelsi þar til dómur fellur
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, fær ekki að ganga laus gegn greiðslu tryggingargjalds þar til dómstólar taka mál hennar til meðferðar.
14.07.2020 - 20:38
Telja hættu á að Maxwell reyni að flýja
Verulegu hætta er á að Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, flýi verði hún látin laus úr gæsluvarðhaldi að mati saksóknara í New York.
13.07.2020 - 20:41
Maxwell neitar sök
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitaði fyrir rétti í dag ásökunum um að hún hafi tekið þátt í brotum hans. Lögmenn hennar hafa lagt fram beiðni um að hún verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Maxwell gæti átt yfir höfði sér þrjátíu og fimm ára fangelsi, verði hún fundin sek. 
Prinsinn sagður hafa boðið Maxwell og Spacey í höllina
Ljósmynd sem sýnir Ghislaine Maxwell fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein og bandaríska leikarann Kevin Spacey í svokölluðum krýningarsal í Buckingham-höll þykir sanna enn fremur náið samband Andrésar Bretaprins við Epstein og aðila honum tengda.