Færslur: Jeffrey Epstein

Tvær nýjar ákærur gegn Maxwell
Tvær nýjar ákærur bættust í gær við mál Bandaríkjanna gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Nýju ákærurnar eru um samsæri um kynlífsmansal og kynlífsmansals á barni.
Hús Epstein á Manhattan selt
Glæsihýsi á Manhattan sem áður var í eigu auðjöfursins Jeffrey Epstein heitins var selt fyrir 51 milljón dollara á dögunum. Guardian greinir frá þessu. Allur ágóði sölunnar rennur í skaðabótasjóð Epsteins til kvenna sem hann braut gegn kynferðislega. 
Vitni grefur undan frásögn Andrésar í Epstein-máli
Vitni hefur gefið sig fram við lögmann sex brotaþola í máli bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epsteins. Vitnið segist hafa séð Andrés prins með einni af stúlkunum sem Epstein hélt í mansali á skemmtistaðnum Tramp í Mayfair. Andrés hefur haldið því fram að hann hafi aldrei hitt umrædda stúlku og þaðan af síður verið á þessum skemmtistað því þennan dag hafi hann setið að snæðingi með dóttur sinni á pizzustað í Woking.
04.08.2020 - 19:10
Myndskeið
Óskar Maxwell alls góðs
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi unnustu barnaníðingsins Jeffrey Epsein, alls góðs.
Maxwell í fangelsi þar til dómur fellur
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, fær ekki að ganga laus gegn greiðslu tryggingargjalds þar til dómstólar taka mál hennar til meðferðar.
14.07.2020 - 20:38
Telja hættu á að Maxwell reyni að flýja
Verulegu hætta er á að Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, flýi verði hún látin laus úr gæsluvarðhaldi að mati saksóknara í New York.
13.07.2020 - 20:41
Maxwell neitar sök
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitaði fyrir rétti í dag ásökunum um að hún hafi tekið þátt í brotum hans. Lögmenn hennar hafa lagt fram beiðni um að hún verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Maxwell gæti átt yfir höfði sér þrjátíu og fimm ára fangelsi, verði hún fundin sek. 
Prinsinn sagður hafa boðið Maxwell og Spacey í höllina
Ljósmynd sem sýnir Ghislaine Maxwell fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein og bandaríska leikarann Kevin Spacey í svokölluðum krýningarsal í Buckingham-höll þykir sanna enn fremur náið samband Andrésar Bretaprins við Epstein og aðila honum tengda.
Myndband
Saksóknarar vilja að Andrés prins gefi skýrslu
Saksóknari í New York-ríki í Bandaríkjunum sagði á blaðamannafundi í dag að hún vilji ræða að Andrés Bretaprins vegna rannsóknar á brotum barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Saksóknarinn, Audrey Strauss, vildi ekkert gefa upp um stöðu prinsins við rannsóknina. Fyrrverandi kærasta Epstein var handtekin af FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, í dag.
02.07.2020 - 22:05
Fyrrum kærasta Jeffrey Epstein handtekin af FBI
Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Maxwell er sú sem kynnti Andrés Bretaprins fyrir Epstein.
02.07.2020 - 14:23
Vilja að prinsinn aðstoði við rannsóknina á Epstein
Bandarísk stjórnvöld hafa farið þess á leit við Andrés prins að hann gefi skýrslu um tengsl sín við kynferðisbrotamanninn Jerry Epstein. Sjálfur segist hann hafa boðið fram aðstoð sína þrívegis á þessu ári.
08.06.2020 - 16:07
Spegillinn
Andrés gerir ekkert gagn
Andrés Bretaprins hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að aðstoða við rannsókn á máli barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Þetta segir saksóknari í New York. Andrés hefur lýst því opinberlega að hann sé boðinn og búinn til að veita allar upplýsingar um Epstein sem grunaður er um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri.
28.01.2020 - 15:56
Segir Andrés prins ekki hjálplegan
Saksóknari í New York segir Andrés Bretaprins hafa verið allt annað en hjálplegan í rannsókn embættisins á máli Jeffrey Epsteins. Yfirlýsing saksóknarans stangast á við fyrri yfirlýsingar prinsins, sem hefur sagst boðinn og búinn að veita allar upplýsingar um Epstein heitinn, sem grunaður var um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri.
Nýtt sakamál gegn Jeffrey Epstein
Stjórn Bandarísku Jómfrúareyja höfðaði í gær mál gegn búi kaupsýslumannsins Jeffrey Epstein heitins vegna kynferðisbrotamála. Þar er Epstein sakaður um að hafa flutt stúlkur allt niður í 12 ára til einkaeyju sinnar í Karíbahafi frá árinu 2001 þar til í fyrra. 
Upptökum úr klefa Epstein eytt fyrir mistök
Upptökum úr eftirlitsmyndum í fangelsisklefa Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök en stjórnendur fangelsins vistuðu óvart myndefni úr öðrum klefa. Saksóknarar greindu frá þessu í gær en talið er að upptökurnar hafi sýnt fyrstu sjálfsvígstilraun hans í fangelsinu.
10.01.2020 - 08:40
Myndskeið
Fimm konur vilja stefna Andrési fyrir dóm
Fimm konur vilja láta stefna Andrési Bretaprinsi fyrir dóm. Þær segja hann hafa verið vitni af því þegar stúlkur undir lögaldri nuddu menn í húsakynnum barnaníðingsins Jeffrey Epstein.
02.12.2019 - 22:29
Segir Epstein hafa nauðgað sér
Enn ein kona hefur greint frá kynferðisbrotum bandaríska milljarðamæringsins Jeffrey Epstein. Hún segir að hann hafi nauðgað henni þegar hún var fimmtán ára og greitt henni svo pening.  
19.11.2019 - 19:18
Lögregla leitar í íbúð Epstein í París
Franska lögreglan leitaði sönnunargagna í íbúð barnaníðingsins Jeffrey Epstein í París. Leitin hófst um miðjan dag á mánudag og stóð yfir langt fram á aðfaranótt þriðjudags. Einnig var leitað í fyrirsætuumboði Jean-Luc Brunel, sem sjálfur er grunaður um nauðgun og fyrir að hafa útvegað Epstein stúlkur.
25.09.2019 - 06:23
Segir Andrés prins geranda og ofbeldismann
Virginia Giuffre, ein þeirra kvenna sem ásakaði Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, ítrekaði í gær ásakanir sínar í garð Andrésar prins af Jórvík. Í viðtali á NBC-sjónvarpsstöðinni í gærkvöld sagði hún Andrés vera geranda, ofbeldismann og virkan þátttakanda í misnotkun Epsteins á henni þegar hún var enn á unglingsaldri. Epstein var milljarðamæringur og dæmdur kynferðisbrotamaður sem fyrirfór sér í fangelsi í New York í ágúst, eftir að hann var ákærður fyrir mansal á barnungum stúlkum.
Málið gegn Epstein fellt niður
Dómsmálið gegn Jeffrey Epstein var formlega fellt niður í gær, nærri þremur vikum eftir að hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum. Dómarinn Richard Berman undirritaði tilskipun þess efnis í gær, og vísaði til andláts Epstein.  Niðurfellingin var viðbúin, en saksóknarar hafa boðað áframhaldandi rannsókn á glæpum Epstein. 
Segir Andrés prins vita upp á sig sökina
Ein þeirra kvenna sem Jeffrey Epstein beitti ofbeldi hvetur Andrés prins til að koma hreint fram. Hún segist hafa verið neydd til samræðis við hann þegar hún var 17 ára.
28.08.2019 - 06:44
Andrés segist ekki hafa séð neitt glæpsamlegt
Andrés Bretaprins segist ekki hafa neitt grunsamlegt eða glæpsamlegt þegar hann var í félagsskap með barnaníðinginum og milljarðamæringinum Jeffrey Epstein. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa sínum fyrr í þessum mánuði.
24.08.2019 - 13:37
Epstein færði eignir til fjárhaldsmanns
Kynferðisglæpamaðurinn og auðkýfingurinn Jeffrey Epstein hripaði niður erfðaskrá tveimur dögum áður en hann fyrirfór sér. Eignir hans, sem námu vel á sjötta hundrað milljón bandaríkjadala, eru í umsjón fjárhaldsmanns. Bandaríski fjölmiðillinn New York Post greindi frá þessu í gær. Epstein hengdi sig í fangaklefa sínum 10. ágúst. Þann áttunda undirritaði hann og lagði inn erfðaskrá sína á Jómfrúareyjum, hvar hann átti einkaeyju.
Andrés prins kveðst saklaus af barnaníði
Andrés prins, hertoginn af Jórvík, segist stórhneykslaður á ásökunum um kynferðisglæpi af hans hendi. Hann birti yfirlýsingu í gær eftir að myndir frá árinu 2010 birtust af honum á setri barnanauðgarans Jeffrey Epstein. Að sögn breska miðilsins MailOnline eru myndirnar teknar um svipað leyti og mynd sem tekin var af Andrési og Epstein í Central Park í New York. 
19.08.2019 - 06:33
Staðfest að Epstein fyrirfór sér
Krufning á líki kynferðisglæpamannsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein leiddi í ljós að hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum. New York Times greinir fyrst frá þessu. Epstein er sakaður um kynlífsmansal og nauðganir á ungum konum og allt niður í 14 ára gömlum börnum.