Færslur: Jarðstrengur

Landsnet kærir synjun Voga á leyfi fyrir loftlínu
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 með loftlínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vogar höfnuðu umsókninni í lok mars en þá höfðu Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær samþykkt hana. Landsnet heldur því fram að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um.
Mesta framkvæmdaár RARIK senn á enda
Stærstur hluti þeirra þeirra lína sem biluðu þegar um 140 staurar brotnuðu í illviðrinu eru komnir í jörð. Viðgerðir á dreifikerfi RARIK eftir ofviðrið 10. desember í fyrra stóðu langt fram eftir þessu ári. Veðrið olli jafnframt meiri truflunum á dreifingu orku en næstu þrjú ár á undan samanlagt.
11.12.2020 - 13:14
Afhendingaröryggi ekki tryggt með lagningu jarðstrengja
Lengdatakmarkanir jarðstrengja á hæstu spenntustigum flutningskerfa raforku leiðir af sér að notkun svo stuttra jarðstrengskafla mun ekki hafa veruleg áhrif á afhendingaröryggi, raforkuverð, umhverfiskostnað eða byggðaþróun.
16.12.2019 - 12:36
Rafmagnslaust í Þorlákshöfn í nótt
Rafmagnslaust verður í Þorlákshöfn í nótt, aðfaranótt þriðjudags, frá kl. 01:00 og til kl. 06:00 í fyrramálið. Starfsmenn Landsnets vinna þá í aðveitustöðinni við Þorlákshöfn við undirbúning tengingar nýs jarðstrengs á milli Selfoss og Þorlákshafnar.