Færslur: jarðskjálfti
Töldu sig hafa siglt á hval – fundu skjálftann á sjónum
Skipverjar á Hraunsvík GK-075 frá Grindavík töldu sig hafa siglt á hval, kafbát eða aðra tryllu þegar jarðskjálftinn gekk yfir um miðjan dag. Mjög fágætt er að jarðskjálftar finnist á hafi úti en þeir voru á veiðislóð mjög nálægt upptökum skjálftans.
20.10.2020 - 18:25
Stór jarðskjálfti á Reykjanesskaga fannst vel
Stór jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga klukkan 13.43 í dag. Skjálftinn var af stærðinni 5,6. Hann fannst mjög vel á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og víðar. Upptök skjálftans voru 6 kílómetra fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra fyrir norðaustan Grindavík.
20.10.2020 - 17:27
Engin gosvirkni og skjálftavirknin að færast til
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar, segir að eftirskjálftavirknin hafi verið að færast vestar eftir stóra skjálftann sem reið yfir á Reykjanesi í dag. Engin merki eru um gosóróa á svæðinu.
20.10.2020 - 16:33
Fólki brugðið við skjálftann
Fjölmargir hlustendur Rásar 2 hringdu inn í Poppland og lýstu upplifun sinni af jarðskjálftanum sem reið yfir um miðjan dag. fólk fann fyrir skjálftanum víða á vesturhluta landsins.
20.10.2020 - 15:58
Fólk við ýmis störf þegar jarðskjálftinn reið yfir
Flestir á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir stóra jarðskjálftanum á öðrum tímanum í dag sem talinn er hafa verið 5,6 að stærð. Myndbandsupptökur náðust af nokkrum þegar jarðskjálftinn reið yfir.
20.10.2020 - 15:32
„Ég hef aldrei upplifað neitt eins og þetta“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að hann hafi aldrei fundið eins harðan skjálfta og þann sem reið yfir eftir hádegið í dag. Hann hefur ekki heyrt af skemmdum eða slysum á fólki.
20.10.2020 - 14:44
Katrín fann jarðskjálftann í beinni í miðju viðtali
„Guð minn góður þetta er jarðskjálfti,“ hrópaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upp yfir sig í miðju viðtali í beinni útsendingu á Facebook síðu Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir. Á myndskeiðinu sést vel að allt leikur í reiðiskjálfi á skrifstofu Katrínar.
20.10.2020 - 14:24
„Sitjiði róleg bara, sitjiði róleg“
Þingfundi var frestað um stundarfjórðung í dag vegna stórs jarðskjálfta sem reið yfir núna á öðrum tímanum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í miðri ræðu um stjórnarskrármálið þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi og dreif sig þá úr ræðustól.
20.10.2020 - 14:13
Skjálfti að stærð 5,6 – fjöldi eftirskjálfta
Stór jarðskjálfti, 5,6 að stærð, reið yfir núna á öðrum tímanum í dag. Hann fannst mjög vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Upptök skjálftans voru 6 km fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra fyrir norðaustan Grindavík.
20.10.2020 - 13:45
Jarðskjálfta vart í Hveragerði
Rétt eftir klukkan ellefu í morgun varð jarðskjálfti, 2,7 að stærð, 3,5 kílómetrum suðvestur af Hrómundartindi á Hengilssvæðinu.
19.10.2020 - 13:26
Öflugur skjálfti á Grænlandi
Skjálfti sem mældist 5,3 varð á Austur-Grænlandi í dag. Veðurstofan segir að hans hafi orðið rækilega vart á mælaneti hennar, sérstaklega á nýjum mælastöðvum á Snæfellsnesi.
03.10.2020 - 16:34
Jarðskjálfti af stærðinni 3 fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti um þrír að stærð varð rétt fyrir klukkan níu í kvöld.
12.09.2020 - 21:31
„Rólegt í Kötlu þetta árið“
Jarðskjálfti 3,1 að stærð varð í nágrenni Goðabungu í Mýrdalsjökli klukkan 12:39 í dag.
03.09.2020 - 14:37
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti þrír að stærð varð rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld rétt vestan við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að hann hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.
02.09.2020 - 23:54
Snarpur jarðskjálfti við Filippseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 varð við miðju Filippseyja í nótt. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS voru upptök skjálftans um 68 kílómetrum suðaustur af eyjunni Masbate, og litlar líkur á mannskaða eða skemmdum á mannvirkjum. Skjálftar á svæðinu hafa hins vegar valdið annars konar hamförum, á borð við skriðuföll.
18.08.2020 - 02:08
Vara við stórum jarðskjálfta í Nýju Delhi
Íbúar Nýju-Delhi, höfuðborgar Indlands, eru beðnir um að vera viðbúnir öflugum jarðskjálfta. Þetta kemur fram í opnuauglýsingu sem birt er í víðlesnustu dagblöðum landsins. Verði af skjálftanum kann líf hundraða þúsunda að vera í hættu.
30.07.2020 - 16:48
Enn er skjálftavirkni fyrir norðan
Skjálftavirkni hefur verið við mynni Eyjafjarðar frá því 19. júní. Skjálftar mælast enn á svæðinu. Í dag varð skjálfti af stærð 2,8 tuttugu kílómetra norður af Siglufirði og í gær urðu skjálftar af svipaðri stærð norðvestur af Grímsey og suður af Kolbeinsey. Í síðustu viku mældust um 600 skjálftar við mynni Eyjafjarðar.
29.07.2020 - 22:46
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
20.07.2020 - 18:59
Grindvíkingar vanir hristingi en hafa nú varann á sér
Frá því að jörð tók að skjálfa við Grindavík fyrr á árinu hafa íbúar varann á sér. Það segir Kristín María Birgisdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi, sem búsett er í bænum í samtali við fréttastofu.
20.07.2020 - 06:27
Yfir 80 eftirskjálftar
Yfir áttatíu eftirskjálftar hafa greinst við minni Eyjafjarðar eftir stóran skjálfta klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt. Upphaflega var talið að skjálftinn hefði verið 4,7 að stærð en frekari rannsóknir leiddu í ljós að hann var 4,4. Skjálftinn varð tíu kílómetra norðnorðvestur af Gjögurtá við minni Eyjafjarðar.
19.07.2020 - 12:03
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
19.07.2020 - 04:43
Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju Gíneu
Jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig reið yfir austurhluta Papúa Nýju Gíneu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
17.07.2020 - 03:41
Stærsti skjálftinn var 3,6
Jarðskjálfti sem reið yfir í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan eitt í nótt var öllu stærri en fyrst var talið. Hann var metinn 3,2 í fyrstu en frekari útreikningar náttúruvársérfræðinga Veðurstofunnar leiddu í ljós að hann var 3,6 að stærð. Rúmlega klukkutíma áður var skjálfti 3,0 á svipuðum stað. Nokkrir smærri skjálftar voru frá því skömmu fyrir miðnætti þar til snemma í morgun.
14.07.2020 - 11:03
Sá stærsti í 11 daga
Jarðskjálftinn sem mældist á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 17:41 í dag er sá stærsti þar undanfarna 11 daga. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var 4,2 og voru upptök hans 12,9 km vest-norðvestur af Gjögurtá, á svipuðum slóðum og yfir 10.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 19. júní.
08.07.2020 - 18:15
Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 2,9
Skjálfti af stærðinni 2,9, varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 20:36 í gærkvöldi.
06.07.2020 - 07:12