Færslur: Jarðskjálfti á Ítalíu

3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð aust-suðaustur af Bárðarbungu skömmu eftir klukkan hálf fimm í dag. Síðast mældist skjálfti af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu 30. maí, hann var 3,5 að stærð.
Tilkynntu allt of stóran jarðskjálfta
Bilun í búnaði varð til þess að Jarðeðlisfræði- og eldfjallarannsóknastofnunin á Ítalíu tilkynnti að jarðskjálfti að stærðinni 5,1 hefði orðið í miðhluta landsins á sjötta tímanum í morgun. Skjálftinn reyndist vera 1,6 þegar betur var að gáð. Hins vegar varð skjálfti upp á fimm komma einn á Filippseyjum um svipað leyti.
15.06.2017 - 09:02
Myndskeið: Ráðstafanir í Róm vegna skjálfta
Skólar voru rýmdir í Rómarborg og akstur jarðlesta stöðvaður um tíma þegar þrír snarpir jarðskjálftar, 5,3 til 5,7 að stærð, riðu yfir á Ítalíu í morgun. Upptökin voru um miðbik landsins, um hundrað kílómetra frá Róm, í Abruzzo héraði, í grennd við bæinn L'Aquila. Hann varð illa úti í skjálfta árið 2009.
18.01.2017 - 12:37
Myndskeið: Þúsundir misstu heimili sín
Yfir fimmtán þúsund manns urðu heimilislaus í jarðskjálftanum á Ítalíu í gær. Þetta er öflugasti skjálfti sem skekið hefur Ítalíu í 36 ár. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en á þriðja tug slösuðust, flestir í bænum Norcia í Umbria-héraði um miðbik Ítalíu.
31.10.2016 - 13:30