Færslur: jarðskjálftar

Um 2.800 skjálftar á sunnudag - kvöldið rólegt
Eftir viðburðaríka nótt með mörgum öflugum skjálftum á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga fækkaði stærri skjálftum eftir því sem leið á sunnudaginn. Smáskjálftar hafa hins vegar haldið áfram linnulaust og alls hafa orðið um 2.800 skjálftar á svæðinu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði rétt fyrir miðnæturfréttir að kvöldið hafi verið tiltölulega rólegt á umbrotasvæðinu.
Spenna myndast þegar kvika flæðir inn í jarðlög
Það er samdóma álit vísindamanna að kvika flæði nú inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli. Við það myndast spenna í norður-suður sprungum austan og vestan við umbrotasvæðið. Þegar næg spenna hefur myndast hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur. Þessi útskýring á skjálftavirkninni kemur fram í nýrri tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Um 900 skjálftar frá miðnætti til sjö í morgun
Um 900 jarðskjálftar, stórir og smáir, mældust á umbrotasvæðinu umhverfis Fagradalsfjall og vestur að Þorbirni, frá miðnætti til klukkan sjö í morgun. Stærsti skjálftinn, sem var 5,0 að stærð, reið yfir klukkan 2:02, og honum fylgdu nokkrir skjálftar um og yfir fjórir að stærð, í tuttugu mínútna óróahviðu. Engin merki hafa þó fundist um gosóróa, samkvæmt jarðvársérfræðingum Veðurstofunnar, sem staðið hafa skjálftavaktina í alla nótt.
Fundað með Almannavörnum vegna skjálftanna í nótt
Fulltrúar Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Grindavíkurbæjar hittust á fundi klukkan hálf fjögur í nótt vegna jarðskjálftahrinu næturinnar.
Margir öflugir skjálftar til marks um kvikuhreyfingar
Margir, öflugir skjálftar hafa orðið á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga í nótt. Frá miðnætti til klukkan fjögur í nótt mældust 27 skjálftar þrír að stærð eða þar yfir. Sjö þeirra voru fjórir að stærð eða þaðan af stærri; sá stærsti 5,0. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands segir að þótt engin merki sjáist um gosóróa sé þessi mikla virkni líklega til marks um meiri hreyfingu á kvikunni í kvikuganginum undir Fagradalsfjalli.
Mjög mikil skjálftavirkni í nótt
Skjálftavirknin á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga hefur færst mjög í aukana í nótt og frá miðnætti hafa orðið sex skjálftar af stærðinni fjórir og þar yfir, sá stærsti 5,0. Sá varð klukkan 2:02 og átti upptök sín á 6,6 kílómetra dýpi, um 3 kílómetra vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
Skjálfti upp á 3,8 um lágnættið
Nokkuð kröftugur skjálfti reið yfir Reykjanesskagann klukkan 00.42. Mældist hann 3,8 að stærð og fannst víða á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins. Upptök hans voru á ríflega 6,6 kílómetra dýpi, um kílómetra aust-suðaustur af Fagradalsfjalli. Þrír aðrir skjálftar, 3,0, 3,1 og 3,3 urðu um lágnættið, sá fyrsti rétt fyrir hálf eitt en hinir tveimur og sjö mínútum síðar.
Aukin skjálftavirkni en enginn gosórói
Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur farið vaxandi í kvöld en enginn gosórói hefur mælst, segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Síðustu rúma þrjá klukkutímana hafa mælst níu jarðskjálftar sem eru 3,0 eða stærri og mjög margir smáskjálftar.
Sex skjálftar hafa mælst 3 og þaðan af stærri í nótt
Sex skjálftar af stærðinni þrír og þar yfir hafa orðið á umbrotasvæðinu á Reykjanesi frá miðnætti. Þrír þeirra urðu rétt upp úr klukkan hálfþrjú í nótt, 3,0, 3,1 og 3,3 að stærð, og sá fjórði rétt fyrir þrjú. Sá mældist 3,0. Tólf mínútur yfir þrjú varð svo skjálfti sem mældist 3,3 og rétt tæpri klukkustund síðar reið öflugasti skjálfti næturinnar yfir, sá mældist 3,7 og fannst greinilega hér í Útvarpshúsinu. Upptök allra þessara skjálfta eru í námunda við Fagradalsfjall.
Rúmlega 2.800 skjálftar á föstudag
Klukkan 21.13 mældist skjálfti af stærðinni 3 við Fagradalsfjall, sá fyrsti sem náði þeirri stærð síðan um hádegi, þegar sex slíkir riðu yfir Reykjanesskagann. Rétt fyrir hálf tólf í kvöld varð svo skjálfti sem reyndist 3,5 að stærð. Veðurstofan greindi rúmlega 2.800 skjálfta á umbrotasvæðinu frá miðnætti til miðnættis, föstudaginn 5. mars. Fjórtán þeirra voru yfir þrír af stærð, þar af einn stærri en fjórir. Hann varð laust fyrir hádegi og mældist 4,1.
Enn talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Skjálftavirkni er enn talsverð á umbrotasvæðinu á Reykjanesi, þar sem þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír hafa orðið frá miðnætti. Alls hafa átta skjálftar, þrír eða stærri, orðið í kringum Fagradalsfjall og Keili eftir að skjálfti sem mældist 4,2 að stærð reið þar yfir um kvöldmatarleytið í gær. Sá stærsti, 3,7 að stærð, varð klukkan 19.46.
Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta af stærðinni 8.1
Tugir þúsunda flúðu heimili sín á Nýju Kaledóníu, Vanúatú og strandhéruðum Nýja Sjálands vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar öflugs jarðskjálfta árla föstudagsmorguns þar eystra, eða klukkan hálfátta í kvöld að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans, sem var 8,1 að stærð og átti upptök sín við Kermanec-eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi. Þetta var þriðji stóri skjálftinn á þessum slóðum í dag, hinir tveir sem á undan fóru mældust 7,3 og 7,4 að stærð.
05.03.2021 - 00:44
Viðtal
Telur ólíklegt en ekki útilokað að gos sé að hefjast
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og sérfræðingur um eldgos á Reykjanesskaga, telur afar ólíklegt að eldgos sé hefjast í Fagradalskerfinu. Hann segir þó að ekki hægt að útiloka slíkt þar sem lítið sem ekkert sé vitað um aðdraganda slíks goss.
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
Viðtal
„Óvíst hvort og þá hvenær eldgos verður“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúrvárvöktunar á Veðurstofunni, segir óróan enn vera í gangi og virðist tengjast því að það sé mjög hröð þróun. „Það er líklegast að óróinn sé til marks um mjög hraða gliðnun sem á sér stað í tengslum við þennan kvikugang,“ segir Kristín við Bjarna Rúnarsson í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Viðtal
„Það eru engar hamfarir að fara í gang“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir ekki staðfest að eldgos sé hafið. Óróapúls haldi hins vegar áfram og það sé eitthvað sem gerist í aðdraganda eldgoss.
Viðtal
Dæmi þess að fólk finni fyrir sjóveiki vegna skjálfta
Það er enn mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga þó dregið hafi úr henni síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að á meðan hrinan sé í gangi séu enn líkur á stórum skjálfta eða eldgosi. Skjálftar finnast misvel á suðvesturhorninu og Kristín segist hafa heyrt dæmi þess að fólki í háum húsum á höfuðborgarsvæðinu finnist það vera sjóveikt þegar margra skjálfta verður vart á stuttum tíma.
Skjálfti af stærðinni 4,1 varð laust eftir tvö í nótt
Eftir um fjórtán klukkustunda tímabil þar sem enginn skjálfti mældist þrír eða stærri og fæstir þeirra stærri en tveir reið snarpur skjálfti yfir Reykjanesskagann þegar klukkan var tólf mínútur yfir tvö í nótt. Hann var 4,1 að stærð. Upptök hans voru á 5,4 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Annar nokkru minni skjálfti, 3,2 að stærð, fylgdi í kjölfarið nokkrum mínútum síðar. Báðir skjálftar urðu við norðurenda Fagradalsfjalls þar sem virkni hefur verið hvað mest.
Spegillinn
Flekahreyfingar geta opnað leið fyrir kvikuna
Komið hefur í ljós að kvika er að ryðja sér braut upp í jarðskorpuna á milli Fagradalsfjalls og Keilis á Reykjanesskaga. Jarðskorpan þarna er um 15 kílómetra þykk sem er svipað og vegalengdin á milli Hveragerðis og Selfoss. Vel yfir 1.600 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en dregið hefur úr stórum skjálftum í dag.
Segir kvikuganginn breiðan og langan
Kvikugangurinn sem valdið hefur skjálftahrinunni á Reykjanesskaga er líklega orðinn allt að eins og hálfs metra breiður og skríður nokkra kílómetra undir yfirborðinu í átt að Keili. Fimm skjálftar af stærðinni fjórir eða meira hafa orðið síðan á miðnætti. Þó hefur enginn skjálfti yfir þremur orðið síðan í hádeginu.
Erfitt að lesa í stöðuna
Þó dregið hafi úr stærri jarðskjálftum á Reykjaneshrygg það sem af er degi er ekki hægt að segja að dregið hafi úr virkninni sjálfri. Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við erum ennþá að fá rosalega mikið af skjálftum inn í kerfið hjá okkur,“ segir hún.
Kjartan: Ólíklegt að grípa þurfi til rýminga
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir bæjaryfirvöld leggja áherslu á að ná til barna í sveitarfélaginu. „Við höfum heyrt af börnum sem eru mjög óróleg og eru kannski að vakna upp á nóttunni við kröftuga jarðskjálfta og vita ekkert hvað þetta er. Það þarf að róa þau og tala til þeirra,“ segir Kjartan. Unnið er að rýmingaráætlunum fyrir Reykjanesbæ og Voga.
Fjórir skjálftar yfir 4 að stærð í nótt
Jörð hefur haldið áfram að skjálfa á Reykjanesskaga í nótt, þar sem sextán skjálftar af stærðinni 3 og þaðan af öflugri hafa riðið yfir frá miðnætti. Fjórir þeirra voru yfir 4 að stærð. Sá stærsti var 4,6 að stærð. Hann varð klukkan 3.05 og átti upptök sín á 6,3 kílómetra dýpi, rúma 2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli.
Tveir skjálftar yfir 4 að stærð um óttubil
Tíu snarpir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga frá miðnætti, þar af tveir stærri en 4. Sá öflugasti var 4,6 að stærð. Hann reið yfir um óttubil, eða klukkan 03:05, skammt norðaustur af Fagradalsfjalli. Annar litlu minni, 4,3 að stærð, varð nokkrum mínútum fyrr, klukkan 02:53, skammt suðvestur af Keili .
Myndskeið
Meira en 50 sprungur á vegum við skjálftasvæðið
Margar sprungur má sjá á vegum á skjálftasvæðinu. Fólk á meðferðarheimilinu í Krýsuvík finnur vel fyrir skjálftunum. Í Vogum eru flestir íbúar æðrulausir segir bæjarstjórinn þótt mikið gangi á.