Færslur: jarðskjálftar

Enn skelfur jörð við Eyjafjörð
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar, sem hófst 19. júní, stendur enn. Frá upphafi hafa mælst þar yfir 9.000 skjálftar, frá miðnætti hafa mælst 50 skjálftar, allir eru þeir minni en 3 að stærð og engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að þeir hafi fundist. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að í gær hafi verið töluverð virkni. Óvissustig almannavarna, sem lýst var yfir á svæðinu 20. júní, er enn enn í gildi.
Jarðskjálfti að stærð 3,6 norðvestur af Gjögurtá
Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist klukkan 19:20 í kvöld, sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Tilkynningar bárust um að skjálftinn hefði fundist í Ólafsfirði.
02.07.2020 - 20:33
Vara við skriðuföllum austur á Melrakkasléttu
Veðurstofa Íslands og Almannavarnir minna á að óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Rannsóknir á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð sjö á misgenginu.
Óttast um vitann á Gjögurtá í jarðskjálftahrinunni
Óttast var að vitinn á Gjögurtá, austan Eyjafjarðar, hefði orðið fyrir skemmdum í stærstu jarðskjálftum hrinunnar sem staðið hefur síðan 20. júní. Við nánari skoðun virðist vitinn hafa sloppið.
01.07.2020 - 15:47
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Þarf að fylgjast með þekktum skriðusvæðum á Norðurlandi
Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að meira hrynji úr fjöllum og klettabeltum á Norðurlandi verði fleiri stórir jarðskálftar. Þá þurfi að skoða nokkur þekkt skriðusvæði, þegar skjálftahrinan er gengin yfir, til að athuga hvort land hafi gengið til.
Jörð skelfur enn
Þrír jarðskjálftar, 3 og 3,2 urðu í morgun langt norð-norð vestur af Siglufirði. Fyrsti skjálftinn varð uppúr klukkan fimm og tveir rétt fyrir klukkan sjö. Skjálfti yfir þremur að stærð hefði þá ekki orðið síðan í gærmorgun.
24.06.2020 - 08:49
Hrinan stendur enn yfir
Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar er enn yfirstandandi. Heldur hefur þó dregið úr virkni frá því í gær. Þetta kemur fram í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands.
23.06.2020 - 20:27
Segja Vaðlaheiðargöng örugg í jarðskjálftum
Jarðgöng eru almennt talin örugg í jarðskjálftum, enda nýjustu jarðgöng sérstaklega hönnuð til að standast jarðskjálfta. Þetta er ítrekað í færslu á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.
23.06.2020 - 16:30
Engin merki um sprungumyndanir
Engin merki eru um að stórar sprungur hafi myndast í jarðskjálftahrinunni fyrir norðan landið. Skjálftarnir hleyptu einungis minni háttar skriðum af stað.
„Of snemmt að segja hvort hrinunni sé lokið“
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi heldur áfram, þó heldur hafi krafturinn minnkað í skjálftunum síðustu klukkustundir. „Heldur hefur dregið úr virkninni í nótt. Frá miðnætti hafa fjögur hundruð skjálftar mælst, allir undir þrír að stærð,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur.
23.06.2020 - 07:59
Skjálfti upp á 4 á sama svæði og sá stóri
Enn er mikil skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Allstór skjálfti sem var fjórir að stærð mældist í hádeginu, klukkan 12.18. Sá var á sama svæði og stóri skjálftinn sem reið yfir um sjöleytið í gærkvöldið, eða um þrjátíu kílómetra norður af Siglufirði og 35 kílómetra vestur af Grímsey.
Lítið tjón þrátt fyrir öfluga skjálfta
Nokkrar tilkynningar um minni háttar tjón hafa borist í jarðskjálftahrinunni á Norðurlandi. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, gerir ekki ráð fyrir á ekki von á mörgum tilkynningum á meðan upptök skjálftanna eru fjarri landi.
22.06.2020 - 13:27
Var í fjallgöngu er fyrsti skjálftinn reið yfir
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð var í fjallgöngu þegar fyrsti skjálftinn af skjálftahrinunni sem verið hefur í Tjörnesbeltinu undanfarna daga, reið yfir.
22.06.2020 - 08:04
Skjálftahrinan enn í fullum gangi
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi er enn í fullum gangi. Síðan á miðnætti hafa um fjórir jarðskjálftar mælst þrír eða stærri og var sá stærsti 3,4.
22.06.2020 - 06:18
Þriðji stóri skjálftinn, jafnvel sá stærsti
Jarðskjálftinn varð 33,8 km NNA af Siglufirði klukkan sjö mínútur yfir sjö. Skjálftinn er 5,7 að stærð samkvæmt óyfirförnum bráðabirgðaniðurstöðum. jarðvárvöktunar Veðurstofunnar.  
21.06.2020 - 19:28
Um 2000 skjálftar mælst síðan hrinan hófst
Í kringum 2000 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi síðan skjálftahrinan hófst eftir hádegi á föstudag. Þetta segir Sigríður Magnea Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
21.06.2020 - 09:40
Yfir 1.100 skjálftar mælst síðustu tvo sólarhringa
Skjálftahrinan norðaustur af Siglufirði heldur áfram af fullum krafti. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt fannst jarðskjálfti á Siglufirði, sem samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands mældist 4,3 að stærð. Undanfarna tvo sólarhringa hafa mælst yfir 1.100 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu við Norðurland, 65 þeirra hafa mælst yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn sem orðið hefur í þessari hrinu mældist 5,6. Hann fannst allt vestur til Ísafjarðar og á höfuðborgarsvæðinu.
21.06.2020 - 03:06
Myndskeið
„Það fór allt af stað og fólkið fór að góla“
Jarðskjálfi af stærðinni 5,3 fannst víða á Norðurlandi eystra. Hundruðir eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfarið. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna á svæðinu.
20.06.2020 - 20:15
Um 30 jarðskjálftar við Eyjafjörð
Um þrjátíu jarðskjálftar hafa mælst við mynni Eyjafjarðar í skjálftahrinu sem hófst rétt eftir klukkan eitt í dag. Sérfræðingur segir þó að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af skjálftunum.
19.06.2020 - 15:47
3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð aust-suðaustur af Bárðarbungu skömmu eftir klukkan hálf fimm í dag. Síðast mældist skjálfti af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu 30. maí, hann var 3,5 að stærð.
3,5 stiga skjálfti við Grindavík
Rétt fyrir klukkan hálfníu í kvöld varð jarðskjálfti sem mældist 3,5 að stærð um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.
13.06.2020 - 22:05
Íbúar í Hveragerði fundu vel fyrir jarðskjálftum
Íbúar í Hveragerði fundu fyrir tveimur jarðskjálftum á tíunda tímanum í morgun. Veðurstofan fékk tilkynningar frá íbúum um skjálftann og einnig hafa ábendingar borist fréttastofu.
06.06.2020 - 11:08
Mynduðu Bárðarbungu með ratsjám eftir skjálftann
Einn stærsti skjálfti sem orðið hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni fyrir nærri sex árum varð í fyrrinótt þegar skjálfti mældist 4,8 að stærð. Landhelgisgæslan flaug yfir svæðið í gær og myndaði bæði Bárðarbungu og Öskju með ratsjám.
21.04.2020 - 06:38
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti, 4,5 að stærð, varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Upptök skjálftans voru á tæplega 9 kílómetra dýpi, um 7 kílómetra aust-norðaustur af Bárðarbungu. Nokkrir litlir eftirskjálftar fylgdu, sá stærsti þeirra 1,4. Enginn gosórói er sjáanlegur í grennd, segir á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að síðast hafi orðið skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu þann 5. janúar síðastliðinn.
20.04.2020 - 05:30