Færslur: Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Myndskeið
Óku um til að finna ekki fyrir skjálftum
Vanlíðan Grindvíkinga hefur aukist með áframhaldandi jarðskjálfum sem vekja fólk um nætur. Margir Grindvíkingar fóru úr bænum um helgina til að losna undan jarðhræringum. Þá settust margir út í bíl og óku um til að finna síður fyrir skjálftum. „Þetta er búið að vera svolítið langt, þetta er orðin svolítil þreyta á þessu. Nóttin í nótt var alls ekki góð. Fólk er orðið áhyggjufullt og ég skil það vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs og lögreglumaður.
Líðan fólks góð eftir atvikum
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segir að líðan íbúa sé eftir atvikum góð. „En eins og nóttin var í nótt þá trúi ég því að það séu margir Grindvíkingar sem hafi ekki sofið mikið í nótt. Þetta er búið að vera svolítið löng hrina og maður skilur áhyggjur fólks, líka með framhaldið því þetta er allt óljóst.“
Um 900 skjálftar frá miðnætti til sjö í morgun
Um 900 jarðskjálftar, stórir og smáir, mældust á umbrotasvæðinu umhverfis Fagradalsfjall og vestur að Þorbirni, frá miðnætti til klukkan sjö í morgun. Stærsti skjálftinn, sem var 5,0 að stærð, reið yfir klukkan 2:02, og honum fylgdu nokkrir skjálftar um og yfir fjórir að stærð, í tuttugu mínútna óróahviðu. Engin merki hafa þó fundist um gosóróa, samkvæmt jarðvársérfræðingum Veðurstofunnar, sem staðið hafa skjálftavaktina í alla nótt.
Fundað með Almannavörnum vegna skjálftanna í nótt
Fulltrúar Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Grindavíkurbæjar hittust á fundi klukkan hálf fjögur í nótt vegna jarðskjálftahrinu næturinnar.
Margir öflugir skjálftar til marks um kvikuhreyfingar
Margir, öflugir skjálftar hafa orðið á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga í nótt. Frá miðnætti til klukkan fjögur í nótt mældust 27 skjálftar þrír að stærð eða þar yfir. Sjö þeirra voru fjórir að stærð eða þaðan af stærri; sá stærsti 5,0. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands segir að þótt engin merki sjáist um gosóróa sé þessi mikla virkni líklega til marks um meiri hreyfingu á kvikunni í kvikuganginum undir Fagradalsfjalli.
Mjög mikil skjálftavirkni í nótt
Skjálftavirknin á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga hefur færst mjög í aukana í nótt og frá miðnætti hafa orðið sex skjálftar af stærðinni fjórir og þar yfir, sá stærsti 5,0. Sá varð klukkan 2:02 og átti upptök sín á 6,6 kílómetra dýpi, um 3 kílómetra vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
Skjálfti upp á 3,8 um lágnættið
Nokkuð kröftugur skjálfti reið yfir Reykjanesskagann klukkan 00.42. Mældist hann 3,8 að stærð og fannst víða á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins. Upptök hans voru á ríflega 6,6 kílómetra dýpi, um kílómetra aust-suðaustur af Fagradalsfjalli. Þrír aðrir skjálftar, 3,0, 3,1 og 3,3 urðu um lágnættið, sá fyrsti rétt fyrir hálf eitt en hinir tveimur og sjö mínútum síðar.
Aukin skjálftavirkni en enginn gosórói
Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur farið vaxandi í kvöld en enginn gosórói hefur mælst, segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Síðustu rúma þrjá klukkutímana hafa mælst níu jarðskjálftar sem eru 3,0 eða stærri og mjög margir smáskjálftar.
Myndskeið
Reiði yfir því að fá rafmagnsleysi ofan í jarðskjálfta
Reiði er meðal Grindvíkinga yfir því að hafa þurft þola rafmagnsleysi í rúma níu klukkutíma í gær ofan í jarðskjálfta síðustu tíu daga. Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi í beinu streymi í dag og tugir mættu á fundinn. „Ég er búinn að vera hræddari við þetta núna. Óhugnalegt bara. Þetta er svo nálægt Grindavík, svo harkalegt. Ég vakna oft á nóttunni. Ég næ ekki miklum svefni. Og rafmagnsleysið var ekki að gera þetta betra, heldur betur ekki,“ segir Teitur Leon Gautason, íbúi í Grindavík.
Þrír skjálftar yfir þremur
Þrír skjálftar mældust stærri en 3,0 um klukkan ellefu í morgun. Átta mínútur í ellefu og átján mínútur yfir mældust skjálftar sem voru 3,2 að stærð. Klukkan sautján mínútur yfir ellefu varð svo skjálfti af stærðinni 3,1. Þeir voru á bilinu 0,8 til 1,7 kílómetrar suður- og suðsuðaustur af Fagradalsfjalli og á fjögurra til fimm kílómetra dýpi.
Sex skjálftar hafa mælst 3 og þaðan af stærri í nótt
Sex skjálftar af stærðinni þrír og þar yfir hafa orðið á umbrotasvæðinu á Reykjanesi frá miðnætti. Þrír þeirra urðu rétt upp úr klukkan hálfþrjú í nótt, 3,0, 3,1 og 3,3 að stærð, og sá fjórði rétt fyrir þrjú. Sá mældist 3,0. Tólf mínútur yfir þrjú varð svo skjálfti sem mældist 3,3 og rétt tæpri klukkustund síðar reið öflugasti skjálfti næturinnar yfir, sá mældist 3,7 og fannst greinilega hér í Útvarpshúsinu. Upptök allra þessara skjálfta eru í námunda við Fagradalsfjall.
Rúmlega 2.800 skjálftar á föstudag
Klukkan 21.13 mældist skjálfti af stærðinni 3 við Fagradalsfjall, sá fyrsti sem náði þeirri stærð síðan um hádegi, þegar sex slíkir riðu yfir Reykjanesskagann. Rétt fyrir hálf tólf í kvöld varð svo skjálfti sem reyndist 3,5 að stærð. Veðurstofan greindi rúmlega 2.800 skjálfta á umbrotasvæðinu frá miðnætti til miðnættis, föstudaginn 5. mars. Fjórtán þeirra voru yfir þrír af stærð, þar af einn stærri en fjórir. Hann varð laust fyrir hádegi og mældist 4,1.
Um 2.500 skjálftar frá miðnætti
Ástandið á skjálftasvæðum á Reykjanesskaga er óbreytt frá því sem verið hefur, segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Áfram er mikil skjálftavirkni. Enginn jarðskjálfti hefur mælst yfir þremur frá því sex slíkir dundu yfir um klukkan tólf í dag. Skjálftarnir sem Veðurstofan hefur greint frá miðnætti eru samt orðnir tæplega 2.500 talsins.
Hugsanlegum upptakasvæðum fjölgar um eitt í nýrri spá
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gerir ráð fyrir að eldgos gæti mögulega hafist á fimm stöðum á Reykjanesskaga, í nýrri hraunflæðispá sinni, við Sýrfell, á Fagradalsfjallssvæðinu og norðvestur af Þorbirni. Skjálftar hafa færst aðeins suðvestar og Grindavík er inni á hugsanlegu áhrifasvæði, en líkurnar á því að hraun flæði þangað eru reyndar hverfandi eða mjög litlar.
Enn talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Skjálftavirkni er enn talsverð á umbrotasvæðinu á Reykjanesi, þar sem þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír hafa orðið frá miðnætti. Alls hafa átta skjálftar, þrír eða stærri, orðið í kringum Fagradalsfjall og Keili eftir að skjálfti sem mældist 4,2 að stærð reið þar yfir um kvöldmatarleytið í gær. Sá stærsti, 3,7 að stærð, varð klukkan 19.46.
Spegillinn
Myndir úr gervitunglum sýna ekki miklar breytingar
Myndir frá gervitunglum af skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga sýna ekki miklar breytingar á yfirborðinu eftir skjálftaóróann sem tók sig upp í gær. Þetta segir Sigurjón Jónsson, prófessor í jarðeðlisfræði við King Abdullah háskólann í Sádí Arabíu. Talið var að óróinn væri undanfari eldgoss en heldur rólegt hefur verið yfir svæðinu í dag.
Fréttaskýring
„Landslið jarðvísindamanna var saman komið á Teams“
Hvað varð til þess að vísindamenn og almannavarnir ruku til og sögðu frá því að eldgos væri hugsanlega handan við hornið á Reykjanesskaga? Og hvernig skýrum við þetta nýja hugtak óróapúls?
Viðtal
Telur ólíklegt en ekki útilokað að gos sé að hefjast
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og sérfræðingur um eldgos á Reykjanesskaga, telur afar ólíklegt að eldgos sé hefjast í Fagradalskerfinu. Hann segir þó að ekki hægt að útiloka slíkt þar sem lítið sem ekkert sé vitað um aðdraganda slíks goss.
Björgunarsveitarmaður:„Huga þarf að mannlega þættinum“
Bogi Adolfsson formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að öllu eftirliti þeirra með vegum nærri jarðskjálftasvæðinu hafi lokið milli klukkan níu og tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitin og almannavarnanefnd eru við öllu búin.
Viðtal
Virkni jókst aftur undir morgun
Virknin við Fagradalsfjall og Keili jókst aftur á sjötta tímanum í morgun eftir að dregið hafði úr óróa framan af nóttu. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftavirknin hafi færst pínulítið suðvestur og sé komin í Fagradalsfjall. Of snemmt sé hins vegar að segja til um hvað muni gerast. Líkur á eldgosi hafa hvorki aukist né hefur dregið úr þeim í nótt.
Dregið hefur úr óróa í nótt
Nokkuð hefur dregið úr óróa á skjálftasvæðunum á Reykjanesskaga frá miðnætti, segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Skjálftavirknin í nótt hefur þó verið meiri en hún var síðustu nótt.
Vel fylgst með framvindunni í nótt
Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa fylgst vel með atburðum á Reykjanesskaga í dag og í kvöld. Svæðið verður áfram vaktað í nótt og rannsóknir og mælingar halda svo áfram á morgun. „Óróapúlsinn sem tók að greinast í morgunn er ennþá greinilegur, sérstaklega á öllum jarðskjálftastöðvunum á Reykjanesskaga. Það hefur heldur minnkað virknin en áfram er talsverð jarðskjálftavirkni á svæðinu og við vöktum þetta náið í nótt,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Myndskeið
Alvarlegur atburður en enginn í hættu
„Gos á þessu svæði, þó það væri meðalstórt, þá er hraunrennslið ekki að fara að ná til mannvirkja. Það er ekki gert ráð fyrir öskufalli í þessu þannig að fólk getur verið alveg rólegt. Það eru engar hamfarir að fara í gang í kvöld eða nótt,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.
03.03.2021 - 19:57
Viðtal
„Óvíst hvort og þá hvenær eldgos verður“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúrvárvöktunar á Veðurstofunni, segir óróan enn vera í gangi og virðist tengjast því að það sé mjög hröð þróun. „Það er líklegast að óróinn sé til marks um mjög hraða gliðnun sem á sér stað í tengslum við þennan kvikugang,“ segir Kristín við Bjarna Rúnarsson í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Viðtal
„Ákveðið hættuástand sem þarf að taka alvarlega“
Kvika er á ferðinni undir svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga og það er hættuástand sem þarf að taka alvarlega, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að þessir stóru skjálftar og óróinn sem mældist í dag séu afgerandi merki um eldgos, en það sé alls ekki öruggt að þetta endi með gosi.