Færslur: jarðskjálftar

Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Mannskæður jarðskjálfti á Balí
Þrjú létust og sjö slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir ferðamannaparadísina Balí í Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi, um sex kílómetra norðaustur af bænum Banjar Wanasari. Tvö hinna látnu fórust í þegar skriða sem skjálftinn hrinti af stað færði hús þeirra á kaf.
16.10.2021 - 06:28
Um 200 jarðskjálftar á Keilissvæðinu síðasta sólarhring
Allt hefur verið með heldur kyrrum kjörum á Keilissvæðinu undanfarinn sólarhring. Á tíunda tímanum í kvöld mældust tveir jarðskjálftar af stærðinni 2,3 hvor, tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili.
13.10.2021 - 23:21
Skjálftavirkni víða á landinu í dag
Þrír jarðskjálftar mældust við Herðubreiðarfjöll norðan við Öskju um áttaleytið í morgun, sá stærsti 2,6 að stærð. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir fremur sjaldgæft að skjálftar mælist á því svæði.
13.10.2021 - 16:59
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
10 þúsund skjálftar á tveimur vikum við Keili
Átján skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í þessari skjálftahrinu við Keili. Á tíunda tímanum í gær mældist skjálfti sem var 3,2 að stærð í grennd við Keili. Frá 27. september hafa 10 þúsund skjálftar mælst á svæðinu.
11.10.2021 - 08:12
Um 900 skjálftar við Keili í dag en allir undir þremur
Enn skelfur jörð við Keili en skjálftarnir eru þó færri í dag en undanfarið. Síðasta sólarhring mældust um 900 skjálftar en þeir voru um fimmtánhundruð sólarhringinn þar á undan. Enginn jarðskjálfti hefur mælst yfir þremur í dag, stærsti skjálftinn var 2,5 klukkan hálf sex í morgun.
Engin sjáanleg merki um kvikuhreyfingar á yfirborðinu
Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gervihnattamyndir sem bárust í dag sýni enga aflögun á Keilissvæðinu. Jarðskjálftar á svæðinu eru ögn færri í dag en undanfarna viku.
Sjónvarpsfrétt
Vogar skjálfa en Grindavík ekki
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga heldur áfram og frá hádegi urðu tveir skjálftar sem fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Í Vogum á Vatnsleysuströnd finna íbúar vel fyrir skjálftunum en Grindvíkingar síður, þótt Grindavík sé nær upptökum þeirra.
600 skjálftar frá miðnætti
Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti. Tveir þeirra voru af stærðinni þrír.
Skjálftavirkni gæti skýrt uppgufun við Keili
Gufa stígur nú upp af jörðinni norðan Keilis en sérfræðingum ber ekki saman um ástæður hennar. Enn er stöðug skjálftavirkni suðvestan fjallsins en skjálftum hefur fækkað undanfarinn sólarhring.
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.
Jarðskjálfti 3,5 að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð klukkan 11:05 í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Skjálftahrina hófst við Keili á mánudag og í gær voru skjálftarnir yfir 100 og tugir hafa komið frá miðnætti. Skjálftinn fannst vel í Útvarpshúsinu í Efstaleiti og tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að hann hafi fundist víða um höfuðborgarsvæðið. 
Flekahreyfingar eða kvika á ferðinni við Keili
Yfir fjörutíu skjálftar hafa mælst í um 1 til 1,5 kílómetra fjarlægð frá Keili síðan á miðnætti. Í gær var greint frá því að yfir hundrað skjálftar hefðu mælst á sólarhring. Hrinan hófst á mánudag. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð rétt fyrir klukkan tvö í nótt.
Jarðskjálfti af stærðinni 6 í suðvesturhluta Kína
Jarðskjálfti sem kínverska jarðskjálftaeftirlitsstofnunin mælir af stærðinni sex reið yfir í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína nú fyrir skemmstu.
15.09.2021 - 23:52
Land við Öskju risið um nærri tíu sentímetra
Ekkert lát er á landrisi við eldstöðina Öskju. Nýjustu GPS mælingar frá svæðinu sýna að land hefur risið um nærri tíu sentímetra frá því í byrjun ágúst. Benedikt Gunnar Ófeigsson sérfræðingur Veður­stof­unn­ar á sviði jarðskorpu­hreyf­inga, segir að þenslan sé stöðug og nokkur skjálftavirkni hafi mælst á svæðinu. Veðurstofan fylgist grannt með jarðhræringum við Öskju og segja til skoðunnar að fjölga mælitækjum á svæðið.
15.09.2021 - 21:24
Myndskeið
Skjálftar og hugsanlegur undanfari goss á Snæfellsnesi
Sjö eldstöðvakerfi á Íslandi láta nú á sér kræla. Síðan í maí hefur verið jarðskjálftavirkni á Snæfellsnesi en þúsund ár eru frá því að gaus þar síðast. Jarðeðlisfræðingur býst þó ekki við glóandi hrauni upp á yfirborð þar á þessu ári. 
Grannt fylgst með landrisi við Öskju
Veðurstofa Íslands fylgist nú grannt með þróun mála við Öskju. Samfelldar GPS mælingar og gervitunglagögn sýna að þensla hófst þar í byrjun ágúst.
Enn fjölgar í hópi látinna eftir skjálftann á Haítí
Leitar- og björgunarlið heldur áfram að finna lík í húsarústum á Haítí, fjórum dögum eftir að stór jarðskjálfti reið þar yfir. 2.189 hafa fundist látin eftir skjálftann á laugardaginn var, samkvæmt haítískum yfirvöldum. Um eða yfir 12.000 slösuðust í hamförunum samkvæmt nýjustu upplýsingum, ríflega 7.000 heimili gjöreyðilögðust og yfir 12.000 byggingar skemmdust verulega. Þar með eru minnst 30.000 manns orðin heimilislaus af völdum skjálftans, sem var 7.2 að stærð.
19.08.2021 - 03:27
Jarðskjálfti á Haítí
Þjóðin ekki búin að jafna sig eftir síðustu hamfarir
Sterkur jarðskjálfti, 7,2 að stærð, reið yfir Haítí um hádegisbil í dag. Enn er of snemmt að segja til um mannfall og tjón, en skjálftinn vekur upp óþægilegar minningar um áratuga gamlan harmleik.
Margir látnir eftir stóran skjálfta á Haítí
Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir vesturhluta Haíti um klukkan hálf eitt á íslenskum tíma í dag. Skjálftinn varð um átta kílómetra frá bænum Petit Trou de Nippes. Talið er að þúsundir manna gætu hafa látist í skjálftanum.
14.08.2021 - 14:14
Öflugur jarðskjálfti nærri Filippseyjum
Jarðskjálfti af stærðinni 7,1 varð rúmum sextíu kílómetrum austur af eyjunni Mindanao á Filippseyjum í nótt að staðartíma. Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS gaf út flóðbylgjuviðvörun, en aflétti henni um tveimur tímum eftir skjálftann. Engar fregnir hafa enn borist af meiðslum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum.
12.08.2021 - 01:24
Skjálftar við Grímsey og gos í Geldingadölum
Svolítil skjálftahrina varð austur og aust-suðaustur af Grímsey í nótt, en engar tilkynngar bárust þó um að hennar hefði orðið vart í byggð. Gosið í Geldingadölum hélt uppteknum hætti, mögulega af eilítið meiri krafti en í gær.
Mikill jarðskjálfti undan ströndum Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 reið yfir undan austurströnd Indónesíu í nótt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna hefur hvorki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið né borist tilkynningar um tjón af völdum skjálftans.
02.08.2021 - 06:41