Færslur: jarðskjálftar

Land hefur risið um 3 til 4 sentímetra við Þorbjörn
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og í nótt hafa mælst nokkrir skjálftar yfir tveir að stærð og einn af stærðinni 3,3. Land hefur risið nokkuð við fjallið Þorbjörn að sögn náttúruvársérfræðings.
Landris nemur fjórum sentimetrum í kringum Svartsengi
Fjögurra sentimetra landris mælist í kringum Svartsengi.
Sjónvarpsfrétt
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga
Vísindaráð segir ennþá hættu á jarðskjálfta upp á sex komma fimm sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Sjónum er nú þó einkum beint að Grindavík og Svartsengi þar sem landris, kvikuinnskot og þúsindir jarðskjálfta valda ugg. Forstöðumaður hjá HS Orku í Svartsengi segir starfsfólk ekki sérlega áhyggjufullt núna enda áætlanir til reiðu. 
Íbúafundur í Grindavík annað kvöld um umbrotin
Boðað hefur verið til íbúafundar annað kvöld um jarðhræringarnar kringum bæinn. Ekkert lát er á þeim. Vísindráð Almannavarna fundaði í gær um ástandið á Reykjanesskaga.
Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinu
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Almannavarnir funduðu vegna stöðunnar í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga í morgun. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst, en í heild eru þeir orðnir 580 talsins á svæðinu það sem af er degi. Sá stærsti, 4,3, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðskjálftahrina líklega vegna kvikusöfnunar
Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga, norðvestan við Grindavík í dag. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst. Sá stærsti, 4,7, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Vegfarendur eru varaðir við grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum þegar jörð skelfur.
15.05.2022 - 21:26
Fimm skjálftar í dag yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga
Á föstudag urðu fimm jarðskjálftar yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur segir virknina enn ekki teljast sem óróapúls, en þau fylgist grannt með jarðhræringum á svæðinu vegna kvikusöfnunar.
Mikil spenna og skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Um 1800 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni sagði á ráðstefnu norrænna jarðfræðinga að það ætti ekki að koma á óvart að eldgos verði á skaganum á næstu árum.
5400 skjálftar á Reykjanesskaga
Nokkuð stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu viku. Virkni er við Þorbjörn, austan Sýlingarfells sem er norðan Grindavíkur, við Kleifarvatn og við Sandfellshæð sem er mitt á milli Reykjanestáar og Bláa lónsins. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að ekkert bendi þó til þess að kvika sé að fara að leita upp á yfirborðið. Það sem af er ári hafa verið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.
Fylgjast vel með kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall
Mælingar náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands, sýna kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar benda þó til þess að kvikan sé að nálgast yfirborðið.
Skjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð
Jarðskjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð um áttaleytið i morgun. Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki óvanalegt að skjálfti af þessari stærð mælist á svæðinu.
Voldugur jarðskjálfti reið yfir Balkanskaga í kvöld
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir sunnanverða Bosníu í kvöld og fannst víðs vegar um Balkanskagann. Vitað er að 28 ára gömul kona fórst og foreldrar hennar eru slasaðir. Ekki hafa borist tíðindi af miklu eignatjóni.
23.04.2022 - 00:15
Öflugasta skjálftahrinan síðan í desember
Skjálftahrina sem hófst undan Reykjanestá á tíunda tímanum í gærkvöld er sú öflugasta á þessum slóðum síðan í desember. Hún er mjög rénun en þó mælist enn þó nokkur smáskjálftavirkni og ótímabært að lýsa hana afstaðna. Þetta segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Töluverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld. Hrinan hófst með þriggja komma níu stiga skjálfta norðaustur af Reykjanestá þegar klukkan var gengin tuttugu mínútur í tíu.
12.04.2022 - 21:55
Flóðbylgjuviðvörun á Kyrrahafi eftir jarðskjálfta
Jarðskjálfti 6,8 að stærð reið yfir nærri eyjaklasanum Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi í morgun.
31.03.2022 - 07:36
Einn slasaðist í gríðarsterkum jarðskjálfta á Taívan
Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 reið yfir Taívan í gær. Vitað er að einn slasaðist og brú í austanverðu eyríkinu hrundi. Fjöldi fólks vaknaði við skjálftann en stórir jarðskjálftar eru algengir á Taívan sem stendur á mörkum tveggja jarðskorpufleka.
23.03.2022 - 04:15
Um 60 smáskjálftar nærri Grindavík í dag
Um sextíu smáir jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti nærri fjallinu Þorbirni, norðan Grindavíkur. Stærsti skjálftinn fannst í byggð, hann var þó aðeins 2,4 að stærð.
Fjögur fórust í jarðskjálfta í Japan
Minnst fjögur létu lífið og yfir eitt hundrað slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 7,4 skók austurströnd Japans í gær. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út og flóðbylgja reið yfir, en hún var hvorki há né öflug og olli engu tjóni sem orð var á gerandi. Skjálftinn sjálfur olli heldur engum umtalsverðum skemmdum á mannvirkjum en varð þó til þess að rafmagn fór af um tveimur milljónum heimila, þar á meðal um 700.000 heimilum í höfuðborginni Tókíó.
17.03.2022 - 02:38
Jarðskjálfti í Japan - flóðbylgjuviðvörun gefin út
Jarðskjálfti 7,3 að stærð varð skammt undan austurströnd Japans á þriðja tímanum í dag. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út. Um tvær milljónir heimila eru án rafmagns eftir skjálftann.
16.03.2022 - 15:14
Jarðskjálfti við Filippseyjar og Súmötru
Öfliugur jarðskjálfti varð undan ströndum Fillippseyja í kvöld, meðan enn var nótt á eyjunum. Skjálftinn mældist 6.4 stig og vakti íbúa höfuðborgarinnar Manilla af værum blundi.
13.03.2022 - 22:11
Mannskæður jarðskjálfti á Súmötru
Að minnsta kosti átta fórust og tugir slösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu á í gær. Skjálftinn var af stærðinni 6,2 og átti upptök á tólf kílómetra dýpi í tæplega sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Bukittinggi.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyna Súmötru
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða skemmdir á mannvirkjum.
25.02.2022 - 02:37
Skjálfti að stærð 4,8 í Bárðarbungu
Skjálfti að stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu rétt upp úr klukkan tíu. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa mælst og síðasta sólarhring hafa skjálftar að stærð 3,0 og 2,9 mælst á svipuðum slóðum. Um er að ræða stærsta skjálfta í Bárðarbungu frá því í september 2020.
22.02.2022 - 12:14
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 við Skjálfanda
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 varð þegar klukkan var rúmar tuttugu mínútur gengin eitt í nótt. Upptök skjálftans eru í Þverárfjalli um þrettán kílómetra suð- suðvestur af Flatey á Skjálfanda.