Færslur: jarðskjálftar

Skjálftar líklegast tengdir bráðnun í jöklinum
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Kötluöskju eftir að tveir skjálftar, 3,2 að stærð, mældust þar í kvöld. Fyrri skjálftinn varð klukkan 19:20 og fylgdi annar tveimur mínútum síðar. Náttúruvársérfræðingur segir mögulegt að bráðnun jökla hafi komið skjálftunum af stað.
Bárðarbunga að jafna sig eða að undirbúa næsta gos
Bárðarbunga hefur verið að þenjast út. Það gæti verið vegna kvikusöfnunar og bungan því að undirbúa næsta gos eða að hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegast að stórir jarðskjálftar í fyrrakvöld hafi orðið vegna landriss.
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33
Enn möguleiki á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Hann var ­­3,4 að stærð og upptök hans voru um kílómetra 4,7 km norðaustur af Brennisteinsfjöllum. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftinn geti verið undanfari skjálfta af stærðinni sex eða meira en þó sé ómögulegt að slá því föstu.
25.05.2021 - 12:25
Skjálfti upp á 6,8 undan Japansströndum
Jarðskjálfti af stærðinni 6,8 varð undan norðausturströnd Japans í nótt. Ekki þótti ástæða til að gefa út flóðbylgjuviðvörun, að sögn japanskra jarðvísindamanna og yfirvalda. Vitað er að þrennt slasaðist nokkuð í skjálftanum, þó ekki lífshættulega, en engar fregnir hafa borist af teljandi skemmdum á mannvirkjum.
01.05.2021 - 03:21
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Fyrsti skjálftinn af stærðinni 3 frá 19. mars
Jarðskjálfti, 3,0 að stærð, varð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Upptök hans voru á 5,7 kílómetra dýpi, hálfan annan kílómetra suðvestur af Keili. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta hafa verið fyrsta skjálftann á Reykjanesskaganum sem mælist 3,0 eða stærri síðan 19. mars, og þann fyrsta af þessari stærð við Keili frá 13. mars.
Sérfræðingar rýna í jarðskjálfta á Þrengslasvæðinu
Sérfræðingar rýna nú í tvo nokkuð stóra jarðskjálfta sem urðu við Þrengslin síðastliðna nótt að sögn Böðvars Sveinsonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. Tveir skjálftar af stærðum 2,6 og 2,9 riðu þar yfir síðastliðna nótt.
Fréttaskýring
Veðrið og jarðskorpan hjálpa íslenskum húsum
Í nokkrum vel völdum kjöllurum í Grindavík hefur verkfræðingur komið fyrir jarðskjálftamælum. Þeir sýna nákvæmlega hversu miklir kraftar skekja húsin í stórum skjálftum. Ótal smáskjálftar yfir lengri tíma eru ekki taldir geta valdið tjóni á húsum eða lögnum. Sviðsmyndir almannavarna gera enn ráð fyrir því að skjálfti upp á allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum. Íslensk hús standast vel jarðskjálfta, þó að þau hafi ekki öll verið byggð í samræmi við nýjustu staðla.
Mikil hálka á gönguleið að Geldingadölum
Mikil hálka er nú á gönguleiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum og á fólk talsvert erfitt með að fóta sig. Sérstaklega er hált í einni brekku á leiðinni, og þeir sem eru á leið til eða frá stöðvunum því beðnir um að fara sérstaklega varlega. Að sögn Guðmundar Eyjólfssonar, vettvangsstjóra Lögreglunnar á Suðurnesjum í Grindavík, er mat björgunarsveitarfólks við gosstöðvarnar að þar séu nú um 300 manns.
Aukafréttatími
Allur aukafréttatími sjónvarpsins vegna eldgossins
Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í kvöld. Fréttastofa RÚV sendi út aukafréttatíma vegna eldgossins og ræddi við jarðfræðinga, lögregluþjóna hjá almannavörnum, íbúa í Grindavík, bæjarstjóra í Grindavík og fleiri. Þá voru sýndar myndir í beinni útsendingu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar frá eldstöðvunum.
Ný jarðskjálftahrina undan Reykjanestá
Átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð, urðu nú á sjötta tímanum, og raunar varð sá fyrsti laust fyrir klukkan fimm. Enginn þeirra átti þó upptök sín í næsta nágrenni Fagradalsfjalls, heldur urðu þeir allir á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, þar sem jarðskjálftahrina hófst um klukkan hálf fimm í morgun. Þar hafa nú mælst um 100 skjálftar. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð.
Enn fækkar skjálftum við Fagradalsfjall
Rólegt hefur verið á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga í dag. Þar urðu þó um 1.300 skjálftar en aðeins einn þeirra mældist yfir þremur að stærð. Sá varð klukkan 11.20 í morgun, stærðin var 3,3 og upptökin á 4,5 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Of snemmt er að segja til um hvort draga muni enn frekar úr virkninni næstu daga en von er á nýjum gervihnattamyndum sem varpað geta ljósi á þróun mála.
Of snemmt að blása af eldgos á Reykjanesskaga
Enn streymir kvika inn í kvikuganginn milli Keilis og Nátthaga á Reykjanesskaga en þó hefur dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir enn of snemmt af blása af þann möguleika að eldgos hefjist á næstu vikum. Dálítill kippur kom í jarðskjálftavirkni í morgun sem sýnir að sveiflur eru í virkni.
Fréttavaktin
Eldgosið í Geldingadölum í beinni útsendingu
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl opnuðust fleiri gossprungur. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu. Hér sýnum við frá eldsumbrotunum í beinni útsendingu og segjum helstu tíðindi af þeim og tengdum atburðum.
Rúmur sólarhringur frá síðasta skjálfta yfir 3 að stærð
Rúmur sólarhringur er liðinn frá því að síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga. Um 300 jarðskjálftar hafa orðið á skjálftasvæðinu í kringum Fagradalsfjall á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Færri skjálftar og smærri en stóra myndin óbreytt
Skjálftavirknin á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga var minni í gær en undanfarna daga. Engu að síður mældust þar í kringum 1.900 skjálftar frá miðnætti til miðnættis, og þótt einungis fjórir þeirra hafi mælst yfir þremur að stærð er enn of snemmt að lesa nokkuð úr því, segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Reynslusögur úr stóra skjálftanum
Vörur hrundu úr hillum í verslun í Grindavík, hjón köstuðust til á bíl sínum í skjálftamiðjunni, veggir aflögðust, munir skulfu á Kirkjubæjarklaustri og íbúi í Reykjanesbæ fann vel fyrir skjálftanum og var hann þó staddur í Bíldudal. 
Bíllinn hoppaði og skoppaði við stóra skjálftann
Selfyssingarnir Ebba Ásgeirsdóttir og Guðni Guðjónsson voru stödd því sem næst skjálftamiðju stóra skjálftans rúmlega tvö. Þau voru akandi á Suðurstrandarvegi á stórum bíl austan Grindavíkur ekki langt frá Festarfjalli og Borgarfjalli. 
Rúmlega nítján hundruð skjálftar hafa mælst í dag
Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 1900 skjálftar mælst á Reykjanesskaga að því er fram kemur í tilkynningu náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands.
Tólf jarðskjálftar yfir þremur að stærð frá miðnætti
Jarðskjálfti 3,4 að stærð varð skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Alls hafa nú tólf jarðskjálftar yfir þremur að stærð mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Líkur á eldgosi aukast eftir því sem það skelfur lengur
Eftir því sem núverandi ástand varir lengur á Reykjanesskaga aukast líkur á því að hrinan endi með eldgosi. Jarðeðlisfræðingur segir Vísindaráð almannavarna þeirrar skoðunar að staðan í dag sé svipuð og undanfarna daga, en það sé erfitt að sjá fram í tímann þar sem það hefur aldrei gosið á svæðinu síðan mælingar hófust. En það sé ekki hægt að slá því föstu að það fari að gjósa.
Nærri 50 skjálftar stærri en 4 síðustu tvær vikur
Tvær vikur eru í dag frá því að skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst. Síðan á miðvikudagsmorgninum 24. febrúar hafa um 34.000 jarðskjálftar mælst á svæðinu, þar af 429 stærri en þrír, 48 stærri en fjórir og sex stærri en fimm, að þeim sem kom í nótt meðtöldum.
Skjálfti af stærðinni 5,1 á Reykjanesskaga
Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga um klukkan 03:15 í nótt. Samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 5,1 að stærð. Fjöldi smærri skjálfta hafa mælst frá miðnætti, þar af tíu af stærðinni 3,0 eða stærri. Enginn gosórói hefur mælst í nótt.
Myndskeið
Getur gosið án fyrirboða
Kvikan sem streymir upp í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls jafnast á við allt að fjórfalt meðalrennsli Elliðaánna. Jarðeðlisfræðingur segir eldgos ekki þurfa að hafa skýra fyrirboða.