Færslur: jarðskjálftar

Allsterkur jarðskjálfti norður af Grindavík
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð á Reykjanesi klukkan 3.15 í nótt. Upptök skjálftans voru á 5,2 kílómetra dýpi, um 6 kílómetra norður af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að þangað hafi borist tilkynningar um skjálftann víðsvegar af Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og frá Borgarnesi.
Fjórir litlir jarðskjálftar mældust í gær
Tveir skjálftar mældust á Reykjaneshrygg í gær. Sá fyrri varð klukkan 10:25, 8,3 kílómetra suðvestur af Eldeyjarboða og mældist hann 2,4 að stærð. Sá síðari var 2,3 að stærð, klukkan 12:32. Hann var 8,1 kílómetra suðsuðvestur af Eldeyjarboða.
01.01.2021 - 08:42
Auðskilið mál
Ekki lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi
Ekki er lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi. Því hefur verið aflýst.
29.12.2020 - 16:07
Óvissustigi vegna jarðskjálfta á Norðurlandi aflýst
Óvissustigi vegna jarðskjálfta, sem hefur verið í gildi á Norðurlandi frá 20. júní, hefur verið aflýst. Því var lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 km NA við Siglufjörð. Á fyrstu þremur vikunum eftir að skjálftarnir hófust í júní mældust yfir 13 þúsund jarðskjálftar með sjálfvirku staðsetningakerfi Veðurstofunnar.  Stærstu skjálftarnir urðu á fyrstu dögum hrinunnar og mældust þeir yfir 5 að stærð.
Fjórir skjálftar yfir 3 að stærð á Kolbeinseyjarhrygg
Á annan tug jarðskjálfta varð á Kolbeinseyjarhrygg, um 200 kílómetra norður af Gjögurtá, í nótt. Fjórir þeirra mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti 3,3 og varð hann klukkan hálf tvö í nótt.
09.12.2020 - 09:13
Jarðskjálfti 2,7 að stærð – yfir 21.000 skjálftar
Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 mældist skammt frá Gjögurtá skömmu fyrir klukkan 12 á hádegi. Gjögurtá er á Tjörnesbrotabeltinu þar sem á þriðja tug þúsunda skjálfta hafa mælst síðan í júní.
Jarðskjálfti yfir 3 við Grímsey í morgun
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð aust-suðaustur af Grímsey skömmu fyrir hádegi í dag. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Skjálftahrina talin tengjast niðurdælingu jarðhitavatns
Um tíu skjálftar yfir tveir að stærð hafa mælst eftir að jarðskjálftahrina hófst við Húsmúla á Hengilssvæðinu í kvöld. Stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega sjö, 3,3 að stærð. Hann fannst í Hveragerði, á Eyrarbakka og víða á höfuðborgarsvæðinu. 
100 dóu í skjálftanum í Tyrklandi á föstudag
Eitt hundrað manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann sem reið yfir vestanvert Tyrkland á föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum í Tyrklandi. Minnst 994 slösuðust í skjálftanum, sem olli mikilli eyðileggingu í borginni Izmir og nágrenni.
03.11.2020 - 06:25
Myndskeið
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
Skjálfti af stærðinni 3,0 norður af Siglufirði
Jarðskjálfti af stærðinni þrír varð skömmu fyrir klukkan fimm í morgun, um 27 kílómetra norð-norð-austur af Siglufirði. Tveir litlir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.
31.10.2020 - 06:21
Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, en þar varð skjálfti upp á 5,6 á þriðjudaginn. Frá miðnætti hafa mælst þar 38 jarðskjálftar. Þar af var einn yfir tveir að stærð, hann varð um klukkan hálf tvö síðustu nótt og mældist 2,2.
2.300 eftirskjálftar
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Um 30 eftirskjálftar hafa verið yfir þrír að stærð en enginn svo stór síðustu 48 klukkutímana. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 2,6. Þrír aðrir voru á bilinu 2 til 2,2.
Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.
Morgunútvarpið
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt  frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Jarðskjálfti um 2,5 stig fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti sem sjálfvirk mæling Veðurstofu Íslands mælir 2,5 stig að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu kl. 2:22 í nótt.
1.000 skjálftar mælst í dag við Núpstaðaháls
Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Núpstaðahálsi og við Fagradalsfjall það sem af er degi. Þar af hafa þrettán skjálftar mælst yfir 3 að stærð. Áfram má búast við skjálftavirkni á svæðinu.
Kastljós
Enn líkur á skjálfta allt að 6,5 að stærð
Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir að skjálftinn í dag sé merkilegur fyrir margra hluta sakir. Á þessu ári hafi lítil skjálftavirkni verið þar sem upptök hans voru. Uppsöfnuð spenna í jarðskorpunni hafi brostið líkt og haft sem rofnar. Austan við upptökin gætu orðið öflugri skjálftar.
20.10.2020 - 20:55
Myndskeið
Vörur köstuðust til og maður í górillubúningi hljóp um
Allt lék á reiðiskjálfi þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir skammt frá Krýsuvík á Reykjanesskaga eftir hádegi og fannst um allt land. Í verslun Krónunnar köstuðust vörur úr hillum. Grjót hrundi úr hlíðum skammt frá upptökunum og manni sem var að máta górillubúning í miðbæ Reykjavíkur brá töluvert.
Skalf í miðju Kveiksviðtali – „Hvað var þetta?“
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sem er á dagskrá RÚV á fimmtudagskvöldum er að undirbúa umfjöllun sína um COVID-19. Liður í því er að ræða við Hilmu Hólm, rannsakanda hjá deCode. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður var í miðri spurningu þegar jarðskjálfti, 5,6 að stærð, reið yfir.
20.10.2020 - 15:57
Myndskeið
Katrín fann jarðskjálftann í beinni í miðju viðtali
„Guð minn góður þetta er jarðskjálfti,“ hrópaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upp yfir sig í miðju viðtali í beinni útsendingu á Facebook síðu Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir. Á myndskeiðinu sést vel að allt leikur í reiðiskjálfi á skrifstofu Katrínar.
20.10.2020 - 14:24
Lítil flóðbylgja vegna skjálftans sem mældist á Íslandi
Jarðskjálftinn stóri sem varð úti fyrir ströndum Alaska í gærkvöldi olli aðeins lítilli flóðbylgju. Skjálftinn var 7,5 að stærð, um 90 kílómetra frá bænum Sand Point á Alaskaskaga.
20.10.2020 - 10:38
Jarðskjálfti norðvestur af Húsavík
Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, varð skammt út af Húsavík laust eftir klukkan tíu í kvöld. Upptök skjálftans voru á tæplega 10 kílómetra dýpi, aðeins 2,1 kílómetra norðvestur af Húsavík og varð hans því vel vart í byggð. Engar fregnir hafa borist af tjóni. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti mældist 2 að stærð.
17.10.2020 - 22:49