Færslur: jarðskjálftar

Snarpur skjálfti við Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 mældist rúmum átta kílómetru aust-suðaustur af Bárðarbungu rétt eftir miðnætti. Lítil virkni var við Bárðarbungu áður en skjálftinn varð, en síðan hafa orðið þrír eftirskjálftar, sá stærsti tveir að stærð. Síðast urðu skjálftar af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu í apríl og janúar á þessu ári. Þeir mældust báðir 4,8 að stærð.
27.09.2020 - 00:55
Snarpir skjálftar nærri Grímsey í nótt
Tveir jarðskjálftar yfir fjórum að stærð urðu um tólf kílómetrum norðaustur af Grímsey í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú mældist skjálfti af stærðinni 4,3. Skömmu síðar varð eftiskjálfti af stærðinni 3,4 á sama stað. Um klukkan hálf fjögur varð svo skjálfti sem mældist 4,2 að stærð á svipuðum slóðum, og um tveimur mínútum síðar fylgdi skjálfti af stærðinni 4,3.
26.09.2020 - 04:16
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.
Tveir jarðskjálftar við Krýsuvík í morgun
Tveir jarðskjálftar urðu í grennd við Krýsuvík í morgun. Sá fyrri var 2,8 að stærð klukkan 06:20 og sá síðari var 3,3 að stærð klukkan 06:21. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt.
07.09.2020 - 09:21
Minnkandi skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu
Þó talsvert hafi dregið úr skjáftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar er hrinan þar enn í gangi. Nú mælast aðeins smáskjálftar, um 100 á sólarhring. Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga þar sem þrír stórir jarðskjáftar urðu í gær.
Rólegra á Reykjanesskaga
Skjálftavirknin á Reykjanesskaga róaðist eftir því sem leið á gærkvöldið. Í kringum 270 litlir skjálftar hafa þó mælst frá miðnætti, flestir á sama svæði og skjálftarnir í gær. Sá stærsti frá miðnætti mældist um fimmleytið í nótt, 2,9 að stærð.  
27.08.2020 - 07:57
Mikil skjálftavirkni nyrðra og í Krýsuvík
Í nótt hafa mælst yfir 30 jarðskjálftar við Gjögurtá, sem er á Tjörnesbrotabeltinu, sá stærsti var 2,8 og varð skömmu eftir klukkan 5 í morgun. Um 30 jarðskjálftar mældust í Krýsuvík í nótt, enginn þeirra var yfir 2 að stærð.
Hrina smáskjálfta við Kleifarvatn
Hrina smærri skjálfta hófst við Kleifarvatn á níunda tímanum í kvöld. Nokkrir skjálftanna voru yfir 2 að stærð og sá stærsti mældist 2,9. Sá varð klukkan 20.23. Á vef Veðurstofunnar segir að hans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu.
09.08.2020 - 23:55
Skjálfti upp á 4,6 skammt norður af Eyjafirði
Snarpur jarðskjálfti, 4,6 að stærð, varð skammt norð-norðvestur af Gjögurtá út af Eyjafirði klukkan sautján mínútur í fjögur í nótt. Íbúar við Eyjafjörð og á Tröllaskaga fundu rækilega fyrir skjálftanum, og í Skíðadal fann fólk líka vel fyrir öflugum eftirskjálfta á sömu slóðum tíu mínútum síðar. Sá reyndist 3,7 að stærð. Rúmlega 40 smáskjálftar fylgdu í kjölfar þeirra stóru.
08.08.2020 - 04:12
Jarðskjálfti af stærð 3,3 fyrir norðan
Jarðskjálfti af stærð 3,3 varð tæpum 17 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá við mynni Eyjafjarðar, klukkan kortér yfir þrjú í dag. Upptök skjálftans voru tuttugu kílómetrum frá bæði Siglufirði og Ólafsfirði. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er skjálftinn hluti af hrinu sem staðið hefur yfir í mynni Eyjafjarðar frá því 19. júní.
04.08.2020 - 16:12
Stærsti skjálfti í Mýrdalsjökli frá 2018
Tveir jarðskjálftar sem mældust 3,4 og 2,8 að stærð urðu með stuttu millibili um 6 km vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli um 20 mín fyrir klukkan átta í morgun. 
27.07.2020 - 08:40
14.000 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu
Nokkuð hefur dregið úr skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Færri skjálftar mælast nú á sólarhring og þeir eru minni. Enn má þó búast við stærri skjálftum á svæðinu, jarðskjálfti af stærðinni 3 varð á níunda tímanum í morgun og frá miðnætti til klukkan hálf 12 í morgun mældust þar 74 skjálftar.
Skjálfti í Austmannsbungu í Mýrdalsjökli
Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, varð í Austmannsbungu í Mýrdalsjökli klukkan rúmlega hálfsex í morgun. Annar skjálfti öllu minni, 2,7 að stærð, varð á svipuðum slóðum um tvöleytið í nótt.
23.07.2020 - 06:13
Myndskeið
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
Viðtal
„Nú má mamma vera hrædd“
„Þetta er bara svona, við búum hérna,“ segir Kristín Arnberg, Grindvíkingur til síðustu 40 ára. Henni finnast jarðhræringarnar í grennd við Grindavík vera óhugnanlegar og finnst hún hálf máttlaus þegar stórir skjálftar ríða yfir.
20.07.2020 - 15:39
Viðtal
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund í dag
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund seinna í dag til að ræða skjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Búast má við að jarðhræringar haldi áfram, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, sérfræðings á Veðurstofu Íslands. 
19 skjálftar stærri en 3 við Fagradalsfjall
19 skjálftar, stærri en 3, hafa mælst við Fagradalsfjall síðan í gærkvöld þegar skjálfti upp á 5 varð skömmu fyrir miðnætti. Tvær skjálftar yfir 4 hafa mælst í morgun; annar reyndist 4,6 að stærð en hinn 4,3.
20.07.2020 - 09:38
„Glamraði í sömu hlutunum og venjulega“
Öflug jarðskjálftahrina hefur verið á Reykjanesi frá því á miðnætti þegar skjálfti upp á 5 varð við Fagradalsfjall. Í morgun hafa tveir snarpir skjálftar orðið; annar upp á 4,6 en hinn uppá 4,3. Skjálftarnir hafa fundist víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, Vík og í Borgarnesi. „Maður er eiginlega orðinn vanur,“ segir íbúi í Grindavík.
20.07.2020 - 07:14
Grindvíkingar vanir hristingi en hafa nú varann á sér
Frá því að jörð tók að skjálfa við Grindavík fyrr á árinu hafa íbúar varann á sér. Það segir Kristín María Birgisdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi, sem búsett er í bænum í samtali við fréttastofu.
Fjórtán þúsund jarðskjálftar fyrir norðan
Jarðskjálfti, 3,9 að stærð, varð fyrir 40 mínútum úti fyrir mynni Eyjafjarðar og fannst hann víða á Norðurlandi. Fjórtán þúsund skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst þar 19. júní. 
19.07.2020 - 17:56
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju Gíneu
Jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig reið yfir austurhluta Papúa Nýju Gíneu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
17.07.2020 - 03:41
Jarðskjálfti af stærð 3,0 við mynni Eyjafjarðar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist kl. 14:39, skammt norð-norðvestur af Gjögurtá. Margir smærri skjálftar mælast enn á Tjörnesbrotabeltinu.
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti af stærð 2,7 varð við Krýsuvík laust eftir klukkan hálf fjögur síðdegis. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fannst jarðskjálftinn á höfuðborgarsvæðinu.
15.07.2020 - 16:26
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.