Færslur: Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Myndskeið
Hraunrennsli dagsins á örskotsstundu
Nú eru tveir sólarhringar síðan gosið í Geldingadölum hófst. Sífellt bætir í hið nýja ónefnda hraun. Þó svo að svæðið sem hraunið þekur hafi ekki stækkað mikið að flatarmáli í dag er tilkomumikil sjón að sjá hraunið finna sér nýja og nýja farvegi.
Hugsanlegt að hrauntjörn myndist í dalnum
Gosið við Fagradalsfjall gæti hætt á morgun, eftir viku eða eftir mánuð. Framleiðnin er svipuð í dag og í gær. Prófessor í eldfjallafræði segir að hugsanlegt sé að hrauntjörn myndist í lægðinni sem hraunið rennur í.
Lögregla: Haldið ykkur í öruggri fjarlægð frá gígnum
Hundruð gosþyrstra ævintýrakarla og -kvenna eru á ferð nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall og ekki öll jafn vel búin fyrir þær slæmu aðstæður sem þar eru til göngu; Myrkur, úfið hraun, væta og vindur - og eldgos. Lögreglan á Suðurnesjum biður fólk að sýna almenna skynsemi og vera ekki í námunda við gíginn sem gýs úr í Geldingadal, heldur halda sig í hæfilegri og öruggri fjarlægð. Lögregla og björgunarsveitir geti ekki tryggt öryggi fólks við gosstöðvarnar.
Varað við miklu drónaflugi yfir eldstöðvunum
Mjög mikið hefur verið um drónaflug við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga og því hefur Samgöngustofa séð ástæðu til að árétta þær reglur sem gilda um slíkt flug. Verði vart við brot gegn þeim reglum er viðbúið að algjört bann verði sett við drónaflugi yfir eldstöðvunum.
Myndir
Hraunið skríður lengra og lengra
Hraunrennsli frá eldgosinu við Geldingadali hefur verið stöðugt í allan dag. Hraunjaðarinn færist sífellt lengra og lengra frá gígnum og er nú komið að þeim stað þar sem landnámsmaðurinn Ísólfur frá Ísólfsstöðum er dysjaður. Líklegt er að hraunið renni þar yfir á næstu klukkustundum.
Vísindafólk flýgur yfir gosstöðvarnar
Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, jarðvársérfræðingar, sérfræðingur í loftgæðumog fleiri lögðu af stað í flugferð yfir gosstöðvarnar á áttunda tímanum í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar, til að glöggva sig betur á aðstæðum. Drónaflug er bannað yfir gosstöðvunum til hádegis í dag, en gosið hefur ekki áhrif á aðra flugumferð sem stendur.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Beint vefstreymi frá eldstöðvunum
Vefmyndavél hefur verið komið upp á Fagradalsfjalli við Geldingadali þar sem eldgos hófst föstudagskvöldið 19. mars. Myndavélin horfir til suðausturs. Fjallið í bakgrunni er Stóri-Hrútur.
Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár
Síðasta goshrina á Reykjanesskaga varði í 30 ár. Hún var jafnframt lokahrinan í enn lengra eldsumbrotatímabili á Reykjanesskaganum, sem stóð yfir í 290 ár. Síðast gaus í Fagradalsfjalli fyrir meira en 6.000 árum. Þá rann Beinavörðuhraun.
Almannavarnir og Veðurstofan boða upplýsingafund kl. 2
Almannavarnir og Veðurstofa Íslands halda sameiginlegan upplýsingafund í skrifstofum Almannavarna klukkan tvö í dag vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að almannavarnastig hafi verið hækkað upp á neyðarstig og vegna gossins og samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðastjórn á Suðurnesjum verið virkjaðar.
Aðstæður draga úr óæskilegum áhrifum gasútstreymis
Vindur er vestanstæður og aska og gas berast í austur frá gosinu í Fagradalsfjalli og fregnir hafa borist af því að brennisteinslykt finnist allt austur í Árnessýslu. Samkvæmt gildandi spám Veðurstofunnar má gera ráð fyrir því að gas og aska berist yfir höfuðborgarsvæðið annað kvöld. Það er bót í máli að afar lítil aska fylgir gosinu enn sem komið er. Unnið er að því að gera fyrstu mælingar á upphafsgildum gasútstereymis, og þá sérstaklega á brennisteinstvíoxíði (SO2) en niðurstaðna er beðið.
Viðtal
Páll segir gosið ræfilslegt
Páll Einarsson, jarðeðlisprófessor, segir gosið ekki hafa komið á óvart, þjóðin hafi staðið á öndinni í þrjár vikur og fimmtán mánuðir síðan að fyrsta hrinan hófst. Þetta sagði hann í viðtali við fréttastofu RÚV í Sjónvarpinu.
Myndskeið
Myndskeið Gæslunnar af eldgosinu
Landhelgisgæslan tók eflaust fyrstu myndirnar af eldgosinu í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli í kvöld. Myndirnar eru stórbrotnar, eins og flestar myndir af eldgosum. Glóandi hraun spýtist upp úr gossprungunum.
Erlendir miðlar spenntir fyrir gosinu
Erlendir fjölmiðlar fjalla ítarlega um eldgosið sem hafið er á Reykjanesskaga, margir minnugir áhrifanna sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð. Áhrifin af gosinu við Fagradalsfjall verða þó að öllum líkindum minni háttar. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins hafa látið gosið sig varða.
Flugumferð raskast ekki fyrst um sinn
Ekki er bannað að fljúga til Keflavíkur og vél frá Wizz-air er væntanleg þangað um hálf eitt í nótt og á að fljúga utan aftur rúmlega eitt. Veðurstofan hefur unnið öskuspá á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, og samkvæmt nýjum reglum alþjóða flugmálasambandsins ákvarðar hvert flugfélag fyrir sig, hvort það fljúgi í þeim aðstæðum sem hún segir til um.
Varnaðarorð vegna eldgossins á Reykjanesskaga
Vegna eldgoss í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli vill fréttastofa Ríkisútvarpsins koma eftirfarandi varnaðarorðum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjórans.
Aukafréttatími
Allur aukafréttatími sjónvarpsins vegna eldgossins
Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í kvöld. Fréttastofa RÚV sendi út aukafréttatíma vegna eldgossins og ræddi við jarðfræðinga, lögregluþjóna hjá almannavörnum, íbúa í Grindavík, bæjarstjóra í Grindavík og fleiri. Þá voru sýndar myndir í beinni útsendingu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar frá eldstöðvunum.
Ný jarðskjálftahrina undan Reykjanestá
Átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð, urðu nú á sjötta tímanum, og raunar varð sá fyrsti laust fyrir klukkan fimm. Enginn þeirra átti þó upptök sín í næsta nágrenni Fagradalsfjalls, heldur urðu þeir allir á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, þar sem jarðskjálftahrina hófst um klukkan hálf fimm í morgun. Þar hafa nú mælst um 100 skjálftar. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð.
Enn fækkar skjálftum við Fagradalsfjall
Rólegt hefur verið á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga í dag. Þar urðu þó um 1.300 skjálftar en aðeins einn þeirra mældist yfir þremur að stærð. Sá varð klukkan 11.20 í morgun, stærðin var 3,3 og upptökin á 4,5 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Of snemmt er að segja til um hvort draga muni enn frekar úr virkninni næstu daga en von er á nýjum gervihnattamyndum sem varpað geta ljósi á þróun mála.
Viðtal
Minni skjálftavirkni gæti verið undanfari eldgoss
Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Vísindaráð kom saman í dag og niðurstaðan var sú að of snemmt væri að segja að jarðhræringum væri lokið þó skjálftum færi fækkandi. „Miðað við stöðuna núna finnst mér líklegast að þessi kröftuga hrina sé búin í bili,“ segir Kristín.
Of snemmt að blása af eldgos á Reykjanesskaga
Enn streymir kvika inn í kvikuganginn milli Keilis og Nátthaga á Reykjanesskaga en þó hefur dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir enn of snemmt af blása af þann möguleika að eldgos hefjist á næstu vikum. Dálítill kippur kom í jarðskjálftavirkni í morgun sem sýnir að sveiflur eru í virkni.
Rúmur sólarhringur frá síðasta skjálfta yfir 3 að stærð
Rúmur sólarhringur er liðinn frá því að síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga. Um 300 jarðskjálftar hafa orðið á skjálftasvæðinu í kringum Fagradalsfjall á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Færri skjálftar og smærri en stóra myndin óbreytt
Skjálftavirknin á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga var minni í gær en undanfarna daga. Engu að síður mældust þar í kringum 1.900 skjálftar frá miðnætti til miðnættis, og þótt einungis fjórir þeirra hafi mælst yfir þremur að stærð er enn of snemmt að lesa nokkuð úr því, segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Spegillinn
Svipuð staða en gangurinn í sífelldri þróun
Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli er í sífelldri þróun og er fjöldi smáskjálfta til mars um það að mati Vísindaráðs. Nýjasta gervitunglamyndin ásamt GPS- mælingum og jarðskjálftamælingum benda til þess að gangurinn sé enn að víkka og vaxa.
Suðurstrandarvegur skemmdur eftir skjálftana
Vegagerðin hefur þrengt að umferð á Suðurstrandarvegi, dregið úr hraða og takmarkað þunga bifreiða um veginn vegna skemmda sem komu í ljós nálægt Festarfjalli. Sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki fullan stuðning.
Myndskeið
Líkurnar á gosi aukast með degi hverjum
GPS-gögn sýna að kvikusöfnun undir Nátthaga suður af Fagradalsfjalli hafi haldist stöðug síðan fyrir helgi. Þetta er á sama stað og skjálftavirknin hefur verið hvað mest. Eftir því sem þetta varir lengur, aukast líkurnar á eldgosi. Gjósi í Nátthaga gæti hraun flætt yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands