Færslur: Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

Þúsund skjálftar á einum sólarhring
Rúmlega þúsund jarðskjálftar hafa mælst við Keili undanfarinn sólarhring, sá stærsti af stærðinni 3,5 í hádeginu í gær. Síðdegis í gær mældist svo skjálfti upp á 3,4. Skömmu eftir klukkan tvö í nótt mældist skjálfti af stærðinni 3 suðsuðvestur af Keili. Klukkan 07:17 varð skjálfti 3,3 að stærð, 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili.
Snarpur skjálfti við Keili - nýtt skeið hafið
Enn er mikil skjálftavirkni suðvestan við Keili. Snarpur jarðskjálfti varð rétt fyrir klukkan tvö en hann fannst vel víða á suðvesturhorninu. Hann mældist 3,5 en stærsti skjálfti hrinunnar varð í nótt, 3,7. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að það geti þýtt að gos sé að koma upp á nýjum stað, en líka gæti verið að þetta táknaði lok gossins. Hann segir að nýr þáttur sé hafinn í sögunni á Reykjanesskaga. Vísindaráð Almannavarna fundar nú um stöðuna.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Myndskeið
Magnaðar kvikmyndir af gosinu
Kristinn Þeyr Magnússon, kvikmyndatökumaður RÚV, tók þessar mögnuðu myndir af eldgosinu í Geldingadölum á föstudagskvöld. Þær voru sýndar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Aukafréttatími
Allur aukafréttatími sjónvarpsins vegna eldgossins
Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í kvöld. Fréttastofa RÚV sendi út aukafréttatíma vegna eldgossins og ræddi við jarðfræðinga, lögregluþjóna hjá almannavörnum, íbúa í Grindavík, bæjarstjóra í Grindavík og fleiri. Þá voru sýndar myndir í beinni útsendingu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar frá eldstöðvunum.
Suðurstrandarvegi lokað vegna aukins sigs
Suðurstrandarvegi verður lokað frá og með klukkan 18 í kvöld fimmtudag og að minnsta kosti til morguns. Þá verður ástand vegarins metið að nýju. Lokað verður austan Grindavíkur og vestan vegamóta Krýsuvíkurvegar.
Fréttavaktin
Eldgosið í Geldingadölum í beinni útsendingu
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl opnuðust fleiri gossprungur. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu. Hér sýnum við frá eldsumbrotunum í beinni útsendingu og segjum helstu tíðindi af þeim og tengdum atburðum.
Myndskeið
Líkurnar á gosi aukast með degi hverjum
GPS-gögn sýna að kvikusöfnun undir Nátthaga suður af Fagradalsfjalli hafi haldist stöðug síðan fyrir helgi. Þetta er á sama stað og skjálftavirknin hefur verið hvað mest. Eftir því sem þetta varir lengur, aukast líkurnar á eldgosi. Gjósi í Nátthaga gæti hraun flætt yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall
Vefmyndavél var komið upp á toppi Borgarfjalls á Reykjanesskaga sem horfði yfir Nátthaga. Þangað hefur kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli teygt sig í suðvestur. Vísindamenn töldu líklegast að kvika komi þar upp, ef til eldgoss kemur.
Myndskeið
Kvikan er á kílómetra dýpi
Enn eru líkur á gosi á Reykjanesskaga og kvika situr nú á um eins kílómetra dýpi í kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis sem er sá staður þar sem líklegast er talið að gos geti brotist út. Haldi kvikugangurinn áfram að stækka má eiga von á sambærilegum skjálftahrinum og urðu um helgina. 
„Þetta gat ekki gerst á verri stað“
Margra klukkustunda rafmagnsleysi í Grindavík á föstudaginn er ekki rakið til skjálftavirkni. Forstjóri HS veitna segir að þetta hefði ekki getað gerst á verri stað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að reynslan sem varð til í Vestmannaeyjagosinu nýtist vel í þeim jarðhræringum sem nú eru á Reykjanesskaga.
Grindvíkingar vöktu: „Nóttin fór í að róa hundinn“
„Ég held ég sé búin að sofa í mesta lagi í tvo klukkutíma. Þeir eru mjög sterkir og langir og stöðugir,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, um jarðskjálftana í nótt. Upptök jarðskjálftanna í nótt voru nær Grindavík en síðustu daga og fundust mjög vel í bænum. Sá stærsti varð um tvö-leytið, fimm að stærð.
Óróapúls mældist skömmu eftir miðnætti
Gosóróapúls mældist á Reykjanesskaga upp úr miðnætti í nótt. „Hann varði skemur en á miðvikudaginn, í um það bil 20 mínútur eða hálftíma, og var ekki jafnsterkur,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Viðtal
Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi
„Ég held að þarna hafi endurspeglast það sem fólk er að hugsa almennt hér í bæjarfélaginu,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, að loknum íbúafundi í dag. Hann sagði að rafmagnsleysið í gær hafi verið mjög óheppilegt. „Það fór illa í fólk. Við höfum skynjað þetta. Það er verkefni sem við verðum að vinna að, að annað eins gerist ekki hjá okkur. Þetta hafði líka áhrif á fjarskipti þannig að þetta var keðjuverkandi.“
Sjónvarpsfrétt
Umbrotin vekja upp minningar frá Kröflueldum
Umbrotin sem nú standa yfir á Reykjanesskaga eru talin líkjast mjög upphafi Kröfluelda. Sá tími er Mývetningum enn í fersku minni nú tæpum fjörutíu árum eftir að þar gaus síðast.
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri í kringum hádegi
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri mældust á aðeins tuttugu mínútum í kringum 12-leytið í dag. Sá fyrsti varð klukkan 11:50, 4,4 að stærð og fjórum mínútum seinna varð einn 3,7 að stærð. Svo urðu skjálftar 3,2, 3,6, 3 og 3,6 að stærð. Allir áttu þeir upptök skammt frá Fagradalsfjalli.
05.03.2021 - 12:31
Viðtal
Forsætisráðherra á leið til Suðurnesja
„Ég vænti nú þess að jarðhræringar og möguleg eldvirkni verði til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra sem er á leið til Suðurnesja.
Áfram þarf að gera ráð fyrir hugsanlegu gosi
Þrátt fyrir að dregið hafi úr líkum á að gos hefjist á næstu klukkustundum þarf áfram að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. „Taka þarf óróapúlsa alvarlega og reikna með að gos geti hafist þegar þeir mælast,“ segir á vef Veðurstofunnar.
05.03.2021 - 10:27
Spegillinn
Myndir úr gervitunglum sýna ekki miklar breytingar
Myndir frá gervitunglum af skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga sýna ekki miklar breytingar á yfirborðinu eftir skjálftaóróann sem tók sig upp í gær. Þetta segir Sigurjón Jónsson, prófessor í jarðeðlisfræði við King Abdullah háskólann í Sádí Arabíu. Talið var að óróinn væri undanfari eldgoss en heldur rólegt hefur verið yfir svæðinu í dag.
Svipuð staða og í gær – byggð ekki í hættu
Fundi Vísindaráðs um óróa á Reykjanesskaga lauk nú á fjórða tímanum. Víðir Reynisson segir stöðuna svipaða og í gær. Myndir úr gervitungli hafi tafist vegna bilunar í tölvukerfi erlendis. Þær myndir eiga að varpa frekara ljósi á kvikuhreyfingar seinustu daga í iðrum jarðar.
Flugfrakt um varaflugvelli ef Keflavík lokast í eldgosi
Framkvæmdastjóri Icelandair Cargo segir að nauðsynlegur tækjabúnaður til að afgreiða flugfrakt verði færður til varaflugvalla ef Keflavíkurflugvöllur lokast vegna eldgoss. Allt kapp verði lagt á að verja afkastagetuna í fraktflugi til og frá landinu.
Viðtal
Enn líkur á eldgosi þó dregið hafi úr virkni
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að þrátt fyrir að það hafi dregið úr virkninni sem hófst í gær hafi ekki dregið úr líkum á eldgosi. Vel er fylgst með staðsetningu skjálftavirkninnar sem gefur vísbendingar um hvar kvika sé á ferð undir yfirborðinu.
04.03.2021 - 12:42
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Spegillinn
Voru að vinna í 70 metra hæð í skjálftanum 1968
Í jarðskjálftahrinunni, sem nú gengur yfir Reykjanesskaga, hafa jarðeðlis- og jarðskjálftafræðingar oft minnst á skjálftana snörpu árin 1929 og 1968, sem urðu nálægt Brennisteinsfjöllum austan Kleifarvatns.
03.03.2021 - 17:00