Færslur: Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

Fólk má búa sig undir fleiri jarðskjálfta á næstunni
„Við erum vissulega að fylgjast með einhverju sem gæti verið undanfari eldgoss,” segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 mældist laust fyrir klukkan 17 í dag og fannst víða um land.
14.05.2022 - 18:18
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.
Útiloka ekki skjálfta í Brennisteinsfjöllum
Upptök skjálftanna á Reykjanesi að undanförnu hafa verið norðar og austar en áður. Jarðskjálftarnir á Reykjanesi hafa undanfarinn hálfan annan sólarhring nær allir átt upptök sín norður af Krýsuvík og austan við Keili. Þetta er á slóðum vestan við Kleifarvatn og austan við gosrásina sem gaus úr við Fagradalsfjall síðastliðinn vetur. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni,  segir viðbúið að skjálftarnir séu á þessum slóðum
Jarðskjálfti af stærðinni 3,6
Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð á Reykjanesskaga klukkan 8:25 í morgun. Upptök skjálftans voru um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.
27.12.2021 - 08:33
Land tekið að rísa á ný á Reykjanesi
Land er tekið að rísa norður af Keili á Reykjanesi og suður fyrir gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Land seig umhverfis gosstöðvarnar á meðan gaus. Það var líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi segir á vef Veðurstofu Íslands.
Tveir skjálftar yfir 3 að stærð
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð í kvöld klukkan 22:06 12,3 kílómetra norðnorðaustur af Grímsey. Þá varð annar örlítið stærri, eða 3,6 að stærð, um 3,5 kílómetra norður af Krýsuvík í dag klukkan 18:37. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Þúsund skjálftar á einum sólarhring
Rúmlega þúsund jarðskjálftar hafa mælst við Keili undanfarinn sólarhring, sá stærsti af stærðinni 3,5 í hádeginu í gær. Síðdegis í gær mældist svo skjálfti upp á 3,4. Skömmu eftir klukkan tvö í nótt mældist skjálfti af stærðinni 3 suðsuðvestur af Keili. Klukkan 07:17 varð skjálfti 3,3 að stærð, 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili.
Snarpur skjálfti við Keili - nýtt skeið hafið
Enn er mikil skjálftavirkni suðvestan við Keili. Snarpur jarðskjálfti varð rétt fyrir klukkan tvö en hann fannst vel víða á suðvesturhorninu. Hann mældist 3,5 en stærsti skjálfti hrinunnar varð í nótt, 3,7. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að það geti þýtt að gos sé að koma upp á nýjum stað, en líka gæti verið að þetta táknaði lok gossins. Hann segir að nýr þáttur sé hafinn í sögunni á Reykjanesskaga. Vísindaráð Almannavarna fundar nú um stöðuna.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Myndskeið
Magnaðar kvikmyndir af gosinu
Kristinn Þeyr Magnússon, kvikmyndatökumaður RÚV, tók þessar mögnuðu myndir af eldgosinu í Geldingadölum á föstudagskvöld. Þær voru sýndar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Aukafréttatími
Allur aukafréttatími sjónvarpsins vegna eldgossins
Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í kvöld. Fréttastofa RÚV sendi út aukafréttatíma vegna eldgossins og ræddi við jarðfræðinga, lögregluþjóna hjá almannavörnum, íbúa í Grindavík, bæjarstjóra í Grindavík og fleiri. Þá voru sýndar myndir í beinni útsendingu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar frá eldstöðvunum.
Suðurstrandarvegi lokað vegna aukins sigs
Suðurstrandarvegi verður lokað frá og með klukkan 18 í kvöld fimmtudag og að minnsta kosti til morguns. Þá verður ástand vegarins metið að nýju. Lokað verður austan Grindavíkur og vestan vegamóta Krýsuvíkurvegar.
Fréttavaktin
Eldgosið í Geldingadölum í beinni útsendingu
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl opnuðust fleiri gossprungur. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu. Hér sýnum við frá eldsumbrotunum í beinni útsendingu og segjum helstu tíðindi af þeim og tengdum atburðum.
Myndskeið
Líkurnar á gosi aukast með degi hverjum
GPS-gögn sýna að kvikusöfnun undir Nátthaga suður af Fagradalsfjalli hafi haldist stöðug síðan fyrir helgi. Þetta er á sama stað og skjálftavirknin hefur verið hvað mest. Eftir því sem þetta varir lengur, aukast líkurnar á eldgosi. Gjósi í Nátthaga gæti hraun flætt yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall
Vefmyndavél var komið upp á toppi Borgarfjalls á Reykjanesskaga sem horfði yfir Nátthaga. Þangað hefur kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli teygt sig í suðvestur. Vísindamenn töldu líklegast að kvika komi þar upp, ef til eldgoss kemur.
Myndskeið
Kvikan er á kílómetra dýpi
Enn eru líkur á gosi á Reykjanesskaga og kvika situr nú á um eins kílómetra dýpi í kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis sem er sá staður þar sem líklegast er talið að gos geti brotist út. Haldi kvikugangurinn áfram að stækka má eiga von á sambærilegum skjálftahrinum og urðu um helgina. 
„Þetta gat ekki gerst á verri stað“
Margra klukkustunda rafmagnsleysi í Grindavík á föstudaginn er ekki rakið til skjálftavirkni. Forstjóri HS veitna segir að þetta hefði ekki getað gerst á verri stað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að reynslan sem varð til í Vestmannaeyjagosinu nýtist vel í þeim jarðhræringum sem nú eru á Reykjanesskaga.
Grindvíkingar vöktu: „Nóttin fór í að róa hundinn“
„Ég held ég sé búin að sofa í mesta lagi í tvo klukkutíma. Þeir eru mjög sterkir og langir og stöðugir,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, um jarðskjálftana í nótt. Upptök jarðskjálftanna í nótt voru nær Grindavík en síðustu daga og fundust mjög vel í bænum. Sá stærsti varð um tvö-leytið, fimm að stærð.
Óróapúls mældist skömmu eftir miðnætti
Gosóróapúls mældist á Reykjanesskaga upp úr miðnætti í nótt. „Hann varði skemur en á miðvikudaginn, í um það bil 20 mínútur eða hálftíma, og var ekki jafnsterkur,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Viðtal
Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi
„Ég held að þarna hafi endurspeglast það sem fólk er að hugsa almennt hér í bæjarfélaginu,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, að loknum íbúafundi í dag. Hann sagði að rafmagnsleysið í gær hafi verið mjög óheppilegt. „Það fór illa í fólk. Við höfum skynjað þetta. Það er verkefni sem við verðum að vinna að, að annað eins gerist ekki hjá okkur. Þetta hafði líka áhrif á fjarskipti þannig að þetta var keðjuverkandi.“
Sjónvarpsfrétt
Umbrotin vekja upp minningar frá Kröflueldum
Umbrotin sem nú standa yfir á Reykjanesskaga eru talin líkjast mjög upphafi Kröfluelda. Sá tími er Mývetningum enn í fersku minni nú tæpum fjörutíu árum eftir að þar gaus síðast.
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri í kringum hádegi
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri mældust á aðeins tuttugu mínútum í kringum 12-leytið í dag. Sá fyrsti varð klukkan 11:50, 4,4 að stærð og fjórum mínútum seinna varð einn 3,7 að stærð. Svo urðu skjálftar 3,2, 3,6, 3 og 3,6 að stærð. Allir áttu þeir upptök skammt frá Fagradalsfjalli.
05.03.2021 - 12:31
Viðtal
Forsætisráðherra á leið til Suðurnesja
„Ég vænti nú þess að jarðhræringar og möguleg eldvirkni verði til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra sem er á leið til Suðurnesja.
Áfram þarf að gera ráð fyrir hugsanlegu gosi
Þrátt fyrir að dregið hafi úr líkum á að gos hefjist á næstu klukkustundum þarf áfram að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. „Taka þarf óróapúlsa alvarlega og reikna með að gos geti hafist þegar þeir mælast,“ segir á vef Veðurstofunnar.
05.03.2021 - 10:27
Spegillinn
Myndir úr gervitunglum sýna ekki miklar breytingar
Myndir frá gervitunglum af skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga sýna ekki miklar breytingar á yfirborðinu eftir skjálftaóróann sem tók sig upp í gær. Þetta segir Sigurjón Jónsson, prófessor í jarðeðlisfræði við King Abdullah háskólann í Sádí Arabíu. Talið var að óróinn væri undanfari eldgoss en heldur rólegt hefur verið yfir svæðinu í dag.