Færslur: Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

Jörð skelfur á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð um 2,4 kílómetra suðaustur af Keili á fimmta tímanum í dag. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Tæpu korteri seinna varð annar skjálfti sem einnig fannst vel í höfuðborginni og virðist hafa verið 3 að stærð. Fyrr í dag varð skjálfti upp á 3,7. Engin merki eru um gosóróa en vísbendingar eru um að skjálftahrinan sé að færast fjær Grindavík en nær höfuðborgarsvæðinu.
Snarpur skjálfti við Grindavík - fannst í höfuðborginni
Snarpur skjálfti varð laust fyrir klukkan tvö við Grindavík. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni. Fyrstu mælingar benda til þess að skjálftinn hafi orðið við Fagradalsfjall og óstaðfest er að hann hafi verið 3,7. Skjálftahrina hefur verið í gangi á þessu svæði og í morgun varð þar skjálfti af stærðinni 2,8.
26.08.2020 - 13:49
340 skjálftar í nótt á Reykjanesi en engir stórir
340 skjálftar urðu á Reykjanesi í nótt en þeir voru allir undir 3 að stærð. Ein tilkynning barst frá íbúa í Grindavík sem kvaðst hafa fundið fyrir skjálfta. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að það komi aftur stór skjálfti.
„Eldgos á Reykjanesskaga ólíklegt á næstunni“
Ólíklegt er að eldgos verði á Reykjanesskaga næstu ár eða áratugi þar sem enn er mikil spenna í jarðskorpunni. Þetta er mat Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir ómögulegt að segja til um hvað skjálftahrinan þar stendur lengi.
Myndskeið
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
Viðtal
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund í dag
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund seinna í dag til að ræða skjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Búast má við að jarðhræringar haldi áfram, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, sérfræðings á Veðurstofu Íslands.