Færslur: Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

Tveir jarðskjálftar um þrír að stærð
Tveir jarðskjálftar um þrír að stærð urðu rúma tvo kílómetra vestnorðvestur af Krýsuvík á þriðja tímanum í nótt. Fyrri skjálftinn og sá stærri reið yfir þegar klukkuna vantaði átján og hálfa mínútu í þrjú. Hann var 3,1 að stærð. Mínútu síðar reið annar skjálfti yfir og var hann 3,0 að stærð. 
07.01.2021 - 06:45
Myndskeið
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
Enn mælast smáskjálftar á Reykjanesskaga
Jarðskjálfti 2,3 að stærð varð skömmu eftir miðnætti rúma fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.
2.300 eftirskjálftar
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Um 30 eftirskjálftar hafa verið yfir þrír að stærð en enginn svo stór síðustu 48 klukkutímana. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 2,6. Þrír aðrir voru á bilinu 2 til 2,2.
Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Morgunútvarpið
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt  frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Jarðskjálfti um 2,5 stig fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti sem sjálfvirk mæling Veðurstofu Íslands mælir 2,5 stig að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu kl. 2:22 í nótt.
1.000 skjálftar mælst í dag við Núpstaðaháls
Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Núpstaðahálsi og við Fagradalsfjall það sem af er degi. Þar af hafa þrettán skjálftar mælst yfir 3 að stærð. Áfram má búast við skjálftavirkni á svæðinu.
Myndskeið
Skjálftinn ekki fyrirboði eldgoss
Ekkert bendir til þess að jarðskjálftinn í dag, sem mældist 5,6, sé forboði eldgoss, segir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni. Landris er hafið við Krýsuvík. Tvisvar á öld verða skjálftar á Reykjanesskaga af stærðinni sex. 
Myndskeið
„Óvenjulegt að fá svona mikla og langa skjálftahrinu“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir skjálftann sem reið yfir í dag hafa varað lengur og verið kröftugri en aðrir skjálftar sem hann hefur fundið. „Það nötraði allt og skalf,“ segir hann. Þá hafi Suðurnesjamenn fundið fyrir mörgum eftirskjálftum. „Það er óvenjulegt að fá svona mikla og langa skjálftahrinu.“
20.10.2020 - 19:40
Myndskeið
Vörur köstuðust til og maður í górillubúningi hljóp um
Allt lék á reiðiskjálfi þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir skammt frá Krýsuvík á Reykjanesskaga eftir hádegi og fannst um allt land. Í verslun Krónunnar köstuðust vörur úr hillum. Grjót hrundi úr hlíðum skammt frá upptökunum og manni sem var að máta górillubúning í miðbæ Reykjavíkur brá töluvert.
„Týpísk hegðun fyrir svona jarðskjálftasvæði“
„Það má segja að þetta sé bara týpísk hegðun fyrir svona jarðskjálftasvæði þar sem líklega er einhver kvika á ferðinni,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og dósent við skólann, um fjölda jarðskjálfta á Reykjanesskaga í ár.
20.10.2020 - 16:58
„Ég hef aldrei upplifað neitt eins og þetta“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að hann hafi aldrei fundið eins harðan skjálfta og þann sem reið yfir eftir hádegið í dag. Hann hefur ekki heyrt af skemmdum eða slysum á fólki.
Jörð skelfur á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð um 2,4 kílómetra suðaustur af Keili á fimmta tímanum í dag. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Tæpu korteri seinna varð annar skjálfti sem einnig fannst vel í höfuðborginni og virðist hafa verið 3 að stærð. Fyrr í dag varð skjálfti upp á 3,7. Engin merki eru um gosóróa en vísbendingar eru um að skjálftahrinan sé að færast fjær Grindavík en nær höfuðborgarsvæðinu.
Snarpur skjálfti við Grindavík - fannst í höfuðborginni
Snarpur skjálfti varð laust fyrir klukkan tvö við Grindavík. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni. Fyrstu mælingar benda til þess að skjálftinn hafi orðið við Fagradalsfjall og óstaðfest er að hann hafi verið 3,7. Skjálftahrina hefur verið í gangi á þessu svæði og í morgun varð þar skjálfti af stærðinni 2,8.
26.08.2020 - 13:49
340 skjálftar í nótt á Reykjanesi en engir stórir
340 skjálftar urðu á Reykjanesi í nótt en þeir voru allir undir 3 að stærð. Ein tilkynning barst frá íbúa í Grindavík sem kvaðst hafa fundið fyrir skjálfta. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að það komi aftur stór skjálfti.
„Eldgos á Reykjanesskaga ólíklegt á næstunni“
Ólíklegt er að eldgos verði á Reykjanesskaga næstu ár eða áratugi þar sem enn er mikil spenna í jarðskorpunni. Þetta er mat Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir ómögulegt að segja til um hvað skjálftahrinan þar stendur lengi.
Myndskeið
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
Viðtal
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund í dag
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund seinna í dag til að ræða skjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Búast má við að jarðhræringar haldi áfram, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, sérfræðings á Veðurstofu Íslands.