Færslur: Jarðskjálftahrina

Eftirtektarverður skjálfti í Öræfajökli
Jarðskjálfti af stærðinni þrír, sem varð í Öræfajökli á miðvikudagsmorgun, er eftirtektarverður, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði. Óvenjulegt sé að skjálftar í Öræfajökli finnist í byggð.
25.11.2022 - 11:30
Skjálftar í Bárðarbungu og enn skelfur við Herðubreið
Jarðskjálfti, 4,2 að stærð, varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Skömmu áður varð annar skjálfti á svæðinu, hann var tæplega þrír að stærð, og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfar þeirra. Skömmu síðar varð svo skjálti 3,2 að stærð norður af Herðubreið, og fylgdu sömuleiðis nokkrir eftirskjálftar þar.
Enn skelfur í Grímsey — „Þetta er vont en það venst“
Snemma á þriðja tímanum í nótt varð öflugur jarðskjálfti, 4,0 að stærð, um 30 kílómetra aust-suðaustur af Grímsey. Sjómaður í eynni fann vel fyrir skjálftanum en hefur litlar áhyggjur af stöðunni.
Skjálfti við Grímsey - 3.600 skjálftar við Herðubreið
Snemma á þriðja tímanum í nótt varð öflugur jarðskjálfti, 4,0 að stærð, um 30 kílómetra aust-suðaustur af Grímsey. Í athugasemd jarðvísindamanns á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi fundist á Akureyri og að tugir eftirskjálfta hafi fylgt honum. Þá varð skjálfti vestur af Herðubreið laust fyrir ellefu í gærmorgun. Sá mældist 3,0 að stærð.
Jörð skelfur áfram við Herðubreið
Jörð hefur skolfið talsvert umhverfis Herðubreið í nótt en frá miðnætti hafa mælst tæplega 140 jarðskjálftar. Jarðskjálftahrinan sem hófst í fyrrakvöld stendur enn, að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni.
„Mönnum finnst þetta ekki skemmtilegt umhverfi“
Jörð heldur áfram að skjálfa í Grímseyjarbrotabeltinu, jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð laust eftir klukkan eitt í nótt um tíu kílómetra norðan við Grímsey. Óvissustig almannavarna er enn í gildi og varðskipið Þór við akkeri skammt undan Grímsey.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 norðan við Grímsey
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð laust eftir klukkan eitt í nótt um tíu kílómetra norðan við Grímsey. Skjálftavirkni við Grímseyjarbrotabeltið jókst nokkuð upp úr miðnætti eftir að lítillega hafði dregið úr henni í gær.
Jarðskjálfti 3,9 að stærð við Grímsey
Jarðskjálfti 3,9 að stærð mældist klukkan 14:44 austur af Grímsey. Alls hafa yfir 4.300 jarðskjálftar mælst í hrinunni sem nú stendur yfir. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð aðfararnótt 8. september. Stærstu skjálftar hrinunnar hafa fundist víða á Norðurlandi, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
10.09.2022 - 15:10
Jarðskjálfti af stærðinni fjórir við Grímsey
Stundarfjórðungi fyrir þrjú í nótt mældist jarðskjálfti af stærðinni fjórir austnorðaustur af Grímsey. Þar um slóðir hafa mælst um 3.600 skjálftar frá því að skjálftahrina hófst aðfaranótt 8. september.
Lýsa yfir óvissustigi vegna hrinunnar við Grímsey
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi.
09.09.2022 - 16:20
Möguleiki á eldgosi alltaf til staðar
Yfir 2.300 jarðskjálftar hafa mælst síðan Grímseyingar vöknuðu, margir hverjir með andfælum, í fyrrinótt við skjálfta af stærðinni 4,9. Enginn skjálftanna hefur þó verið jafn stór og sá sem raskaði ró íbúanna. Yfir 820 skjálftar hafa mælst í Grímsey í dag. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að slíkar hrinur séu nokkuð algengar þarna.
09.09.2022 - 13:59
Yfir þúsund skjálftar við Grímsey frá því í nótt
Ekkert lát er á skjálftahrinunni norðaustur af Grímsey en stöðug virkni hefur verið á svæðinu í allan dag. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 4,9 að stærð og fannst hann vel í eyjunni. 
08.09.2022 - 18:52
„Sumir eru mjög hræddir við þetta“
Grímseyingar vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir skammt norðaustan við eyjuna. Öflug skjálftahrina er við Grímsey og um 600 skjálftar hafa mælst þar frá því klukkan tvö í nótt.
08.09.2022 - 14:08
Viðtal
Náttúran alltaf að koma okkur á óvart
Ekki er vitað hvernig sinubruni, sem logaði við Fagradalsfjall í nótt, kviknaði. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hélt að eldgos væri mögulega hafið.
Eðlilegt að verða kvíðin í jarðskjálftum
Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segir kvíða í tengslum við jarðskjálfta eðlilegan og náttúrulegan. Mikilvægt sé að muna að ekki sé hættulegt að vera kvíðin.
Kvikugangurinn liggur mjög grunnt
Nýjar gervitunglamyndir sýna mjög greinilegar kvikuhreyfingar sem staðsettar eru norðaustur af gosstöðvunum í fyrra, milli Fagradalsfjalls og Keilis. Jafnframt sýna myndirnar að langstærsta aflögunin á Reykjanesskaganum yfir verslunarmannahelgina stafar af þessu kvikuinnskoti. Kvikugangurinn liggur mjög grunnt eða í kringum 1 km undir yfirborðinu og er kvikuinnflæði ört.
Líkur á gosi nú taldar verulegar
Líkurnar á því að það gjósi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar.
Viðtal
Ummerki eftir stóru skjálftana sjáist vel
Kvikuhreyfingar sjást greinilega á nýrri gervitunglamynd og eru nú norðaustur af gosstöðvunum frá í fyrra, milli Fagradalsfjalls og Keilis.
Töluvert aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fram að þessu hafa sex skjálftar yfir þremur mælst, þar af þrír yfir fjórum. Engin merki eru um gosóróa.
Sjónvarpsfrétt
Kvikuinnskot orsök sjálftahrinunnar
Mikil skjálftavirkni mælist enn á Reykjanesskaga eftir að kröftug hrina hófst þar um hádegi á laugardag, norðaustan við Fagradalsfjall. Upptök skjálftanna eru nokkrum kílómetrum frá Grindavík, þar sem víða hefur orðið nokkuð tjón. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að kvikuinnskot sé helsti orsakavaldur skjálftahrinunnar.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 vestur af Litla Hrúti
Rétt fyrir klukkan hálf sjö reið yfir jarðskjálfti af stærðinni 4,7. Hann fannst mjög vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í gærkvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands hafa mælst um 700 skjálftar frá miðnætti.
Myndskeið
„Það gengur illa að venjast skjálftunum“
„Það gengur illa að venjast skjálftunum. Ef það á að fara að gjósa er ég til að fari að gjósa á góðum stað aftur og þetta skjálftamál fari að lognast aðeins útaf,“ segir íbúi í Grindavík. Öflug jarðskjálftahrina hófst á svæðinu á föstudag og síðdegis í gær varð skjálfti af stærðinni 5,4 sem olli nokkrum usla í bænum.
Myndskeið
Sterkur gólfdúkur rifnaði í sundur við jarðskjálftann
Linoleum-dúkur á gólfi smíðaverkstæðisins Grindarinnar í Grindavík rifnaði og brast þegar jarðskjálftinn stóri reið yfir í dag. Starfsmaður verkstæðisins telur að veruleg átök þurfi til að rífa þess háttar dúk.
Myndskeið
Allt á tjá og tundri í apótekinu í Grindavík
„Þetta var mjög langur skjálfti og ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Valgerður Vilmundardóttir, íbúi í Grindavík og starfsmaður í Lyfju, þar sem allt var á tjá og tundri eftir stóra skjálftann rétt eftir klukkan 1800 í kvöld. Að minnsta kosti þrjár hillur hrundu í gólfið. Tjón varð þó lítið sem ekkert, utan þess að glös undan naglalakki brotnuðu. Valgerður segir að meira hafi hrunið í lyfjaversluninni nú en í stærsta skjálftanum í mars 2021, áður en gosið í Geldingadölum hófst.
Myndskeið
Skemmdir á vatnsleiðslu í Grindavík - ekkert kalt vatn
Kaldavatnslaust er nú í Grindavík, eftir að aðveitulögn inn í bæinn gaf sig í stóra skjálftanum rétt fyrir klukkan 1800 í kvöld. Unnið er að viðgerð, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segist vonast til að hún taki ekki langan tíma. Búið er að finna skemmdina; starfsmaður HS Orku sagði í samtali við fréttamann RÚV í kvöld að unnið verði fram á nótt við viðgerð.

Mest lesið