Færslur: Jarðskjálftahrina

Stöðugt innflæði kviku og yfir 7 þúsund jarðskjálftar
Enn mælast hundruð smáskjálfta á Reykjanesskaga á degi hverjum. Síðasta mánuðinn hafa mælst um 7.300 jarðskjálftar við Svartsengi og Þorbjörn. Tuttugu og tveir þeirra voru yfir þrír að stærð. Stöðugt innflæði kviku skýrir líklega landrisið að sögn náttúruvársérfræðings.
Yfir 400 skjálftar mælst í dag
Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa yfir 400 skjálftar mælst það sem af er degi. Flestir þeirra mældust á Reykjanesskaga og þá aðallega í nágrenni við Grindavík.
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinu
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Almannavarnir funduðu vegna stöðunnar í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga í morgun. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst, en í heild eru þeir orðnir 580 talsins á svæðinu það sem af er degi. Sá stærsti, 4,3, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
5400 skjálftar á Reykjanesskaga
Nokkuð stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu viku. Virkni er við Þorbjörn, austan Sýlingarfells sem er norðan Grindavíkur, við Kleifarvatn og við Sandfellshæð sem er mitt á milli Reykjanestáar og Bláa lónsins. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að ekkert bendi þó til þess að kvika sé að fara að leita upp á yfirborðið. Það sem af er ári hafa verið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.
Skjálfti af stærðinni 3,5 á Reykjaneshrygg
Skjálftahrina hófst á Reykjanesi upp úr klukkan níu í morgun. Tveir skjálftar hafa mælst yfir 3 að stærð.
Töluverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld. Hrinan hófst með þriggja komma níu stiga skjálfta norðaustur af Reykjanestá þegar klukkan var gengin tuttugu mínútur í tíu.
12.04.2022 - 21:55
Sjónvarpsfrétt
Sakna fæstir afmælisbarnsins
Grindvíkingar héldu upp á gosafmælið í dag. Þótt gosið hafi komið bænum í heimsfréttirnar eru fæstir sem sakna þess. Þeir þurfa þó að búa sig undir möguleg eldgos í fyrirsjáanlegri framtíð.
Sprungur á hreyfingu en engin kvika
Um það bil þrjú hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Vesturlandi, í nágrenni Húsafells, frá því skömmu fyrir jól. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir engin merki um kvikusöfnun
„Ef heldur áfram á svipaðan hátt er ekki langt í gos“
Miðað við atburðarásina sem varð fyrir eldgosið við Fagradalsfjall í mars á þessu ári, telur Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að ekki sé langt í annað eldgos á svipuðum slóðum.
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.
Skjálfti af stærðinni 4,8 við Grindavík í kvöld
Töluverð skjálftavirkni hefur verið í nágrenni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag og kvöld. Tveir öflugir skjálftar urðu meö örskömmu millibili skammt norðan Grindavíkur á tíunda tímanum. Sá fyrri varð klukkan 21.38 og mældist 4,8 en sá seinni, sem varð á sömu mínútunni, 4,4. Báðir skjálftar eru svokallaðir gikksjálftar, sem rekja má til kvikusöfnunar.Skömmu síðar, klukkan 21.44, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1 vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
Gýs líklega aftur á svipuðum slóðum komi til goss
Heldur hefur dregið úr hræringum á Reykjanesi síðan á miðvikudag, en áfram þrýstist kvika inn í gosrásina við Fagradalsfjall. Flest bendir enn til þess að því ljúki með jarðeldi. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að komi til goss þá muni að öllum líkindum gjósa á svipuðum slóðum og í vor.
Hátt í 8000 skjálftar frá því á þriðjudag
Hátt í átta þúsund skjálftar hafa orðið á skjálftasvæðinu á Reykjanesskaga frá því að skjálftahrinan hófst síðdegis á þriðjudag, 21.desember, þar af um þúsund frá því á miðnætti. Sá stærsti varð rétt eftir klukkan tvö í nótt og mældist 3,4. Skjálftahrinan er því enn í fullum gangi og fylgist Veðurstofan grannt með sem fyrr, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni.
1.000 skjálftar og tvær hviður á skjálftasvæðinu í nótt
Nóttin var tiltölulega róleg við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hefur staðið síðan á þriðjudag. Þannig var það í það minnsta á yfirborðinu, en undir því gekk þó ýmislegt á, sem líklega má rekja til kvikuhreyfinga. Skjálftavirkni tók að aukast nokkuð upp úr miðnætti eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið á skjálftasvæðinu frá því að hrinan hófst. Um 1.000 skjálftar hafa orðið þar frá miðnætti.
Virkni að aukast á ný eftir rólegt Þorláksmessukvöld
Skjálftavirkni er eilítið farin að aukast á nýju við Fagradalsfjall eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið síðan hrinan hófst á þriðjudag.
Hátt í fimm þúsund skjálftar síðan hrinan hófst
Í kringum fimm þúsund skjálftar hafa mælst síðan jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hófst síðdegis á þriðjudaginn. Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fimmti skjálftinn yfir fjórum að stærð sem mælst hefur í þessari hrinu.
Smáskjálftahrina norðaustan við Geldingadali
Um klukkan fimm síðdegis hófst hrina smáskjálfta norðaustur af gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Skjálftarnir eru á um 7-8 kílómetra dýpi og líklega skýrast þeir af kvikusöfnun á um 11 kílómetra dýpi nærri gosstöðvunum. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands svipar skjálftahrinan til þeirrar hrinu sem varð áður að tók að gjósa í mars á þessu ári. Þá liðu þrjár vikur frá fyrstu skjálftahrinunum þar til eldgos hófst.
Myndskeið
Flogið með vísindamenn yfir Torfajökul
Engar markverðar breytingar sáust á Torfajökli þegar Landhelgisgæslan flaug með vísindamenn yfir svæðið í dag. Hvorki sáust breytingar á þekktum skriðustöðum né jarðhitasvæðum. Fimm dagar eru frá því hrina lágtíðni jarðskjálfta hófst.
Sjónvarpsfrétt
Óvenjuleg merki í Torfajökulsöskjunni
Óvenjuleg smáskjálftahrina stendur yfir á Torfajökulssvæðinu norðan Mýrdalsjökuls. Hún veldur vísindamönnum heilabrotum og ástæðan gæti verið breytingar á jarðhita eða kvikuinnskot.
Skjálftahrinan við Keili í rénun en stendur enn
Skjálftahrinan er hófst fyrir mánuði við Keili stendur enn þó að skjálftarnir hafi verið litlir að undanförnu. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, þá er hrinan í rénun en virknin þó það mikil enn að formlega stendur hrinan enn.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.
Tíundi skjálftinn yfir þremur að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð nærri Keili um klukkan átján mínútur yfir tólf í dag. Þetta er tíundi skjálftinn sem er þrír að stærð eða stærri, sem mælist á svæðinu síðan hrinan hófst fyrir nærri viku síðan. Sá stærsti, 4,2 að stærð, varð í gær.
600 skjálftar frá miðnætti
Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti. Tveir þeirra voru af stærðinni þrír.
Ný jarðskjálftahrina undan Reykjanestá
Átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð, urðu nú á sjötta tímanum, og raunar varð sá fyrsti laust fyrir klukkan fimm. Enginn þeirra átti þó upptök sín í næsta nágrenni Fagradalsfjalls, heldur urðu þeir allir á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, þar sem jarðskjálftahrina hófst um klukkan hálf fimm í morgun. Þar hafa nú mælst um 100 skjálftar. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð.