Færslur: Jarðskjálftahrina

Ný jarðskjálftahrina undan Reykjanestá
Átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð, urðu nú á sjötta tímanum, og raunar varð sá fyrsti laust fyrir klukkan fimm. Enginn þeirra átti þó upptök sín í næsta nágrenni Fagradalsfjalls, heldur urðu þeir allir á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, þar sem jarðskjálftahrina hófst um klukkan hálf fimm í morgun. Þar hafa nú mælst um 100 skjálftar. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð.
Myndskeið
Líkurnar á gosi aukast með degi hverjum
GPS-gögn sýna að kvikusöfnun undir Nátthaga suður af Fagradalsfjalli hafi haldist stöðug síðan fyrir helgi. Þetta er á sama stað og skjálftavirknin hefur verið hvað mest. Eftir því sem þetta varir lengur, aukast líkurnar á eldgosi. Gjósi í Nátthaga gæti hraun flætt yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands
Sjónvapsfrétt
Viðbrögð fólks í Grindavík við stóra skjálftanum í dag
Myndarammar brotnuðu, eldhúseyjur féllu á hliðina og sprungur mynduðust í gólfi í Grindavík við stóra skjálftann í dag. Fólki í bænum var brugðið. Í spilaranum má sjá skemmdir á innbúi og viðbrögð fólks við stóra skjálftanum í Grindavík í dag.
Bíllinn hoppaði og skoppaði við stóra skjálftann
Selfyssingarnir Ebba Ásgeirsdóttir og Guðni Guðjónsson voru stödd því sem næst skjálftamiðju stóra skjálftans rúmlega tvö. Þau voru akandi á Suðurstrandarvegi á stórum bíl austan Grindavíkur ekki langt frá Festarfjalli og Borgarfjalli. 
Myndskeið
Getur gosið án fyrirboða
Kvikan sem streymir upp í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls jafnast á við allt að fjórfalt meðalrennsli Elliðaánna. Jarðeðlisfræðingur segir eldgos ekki þurfa að hafa skýra fyrirboða.
Virkni jókst í morgun en dregið hefur úr henni á ný
Virkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan 5:20 í morgun, syðst í kvikuganginum sem liggur milli fjallsins og Keilis. Óróahviða mældist þá á svæðinu en dregið hefur úr henni. Virknin er mjög staðbundin syðst í ganginum og er líklega til marks um stækkun gangsins, að því er segir í tilkynningu Veðurstofunnar. 
Myndskeið
Kvikan er á kílómetra dýpi
Enn eru líkur á gosi á Reykjanesskaga og kvika situr nú á um eins kílómetra dýpi í kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis sem er sá staður þar sem líklegast er talið að gos geti brotist út. Haldi kvikugangurinn áfram að stækka má eiga von á sambærilegum skjálftahrinum og urðu um helgina. 
Viðtal
Enn gæti komið stærri skjálfti við Brennisteinsfjöll
Sú sviðsmynd að riðið geti yfir stór skjálfti, sem á upptök sín við Brennisteinsfjöll, hefur ekki verið tekin af dagskrá, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. „Það er enn hætta á stærri skjálfta á því svæði. Við verðum bara að gera ráð fyrir því að þetta verði langhlaup og að virknin sé dálítið kaflaskipt og við erum kannski akkúrat núna í svona rólegum kafla en við verðum bara að gera ráð fyrir öllu, að svo stöddu,“ sagði hún í hádegisfréttum.
Óróapúls mældist skömmu eftir miðnætti
Gosóróapúls mældist á Reykjanesskaga upp úr miðnætti í nótt. „Hann varði skemur en á miðvikudaginn, í um það bil 20 mínútur eða hálftíma, og var ekki jafnsterkur,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Myndskeið
Reiði yfir því að fá rafmagnsleysi ofan í jarðskjálfta
Reiði er meðal Grindvíkinga yfir því að hafa þurft þola rafmagnsleysi í rúma níu klukkutíma í gær ofan í jarðskjálfta síðustu tíu daga. Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi í beinu streymi í dag og tugir mættu á fundinn. „Ég er búinn að vera hræddari við þetta núna. Óhugnalegt bara. Þetta er svo nálægt Grindavík, svo harkalegt. Ég vakna oft á nóttunni. Ég næ ekki miklum svefni. Og rafmagnsleysið var ekki að gera þetta betra, heldur betur ekki,“ segir Teitur Leon Gautason, íbúi í Grindavík.
Enn talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Skjálftavirkni er enn talsverð á umbrotasvæðinu á Reykjanesi, þar sem þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír hafa orðið frá miðnætti. Alls hafa átta skjálftar, þrír eða stærri, orðið í kringum Fagradalsfjall og Keili eftir að skjálfti sem mældist 4,2 að stærð reið þar yfir um kvöldmatarleytið í gær. Sá stærsti, 3,7 að stærð, varð klukkan 19.46.
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
Viðtal
Merki um að kvikan sé kannski ekki á hreyfingu
Óróinn sem hófst í gær á Reykjanesskaga klukkan 14:20 hefur varið dvínandi í nótt en það er enn töluverð jarðskjálftavirkni, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Viðtal
„Ákveðið hættuástand sem þarf að taka alvarlega“
Kvika er á ferðinni undir svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga og það er hættuástand sem þarf að taka alvarlega, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að þessir stóru skjálftar og óróinn sem mældist í dag séu afgerandi merki um eldgos, en það sé alls ekki öruggt að þetta endi með gosi.
Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.
Hræddir hundar á kvíðastillandi vegna jarðskjálftanna
Dýralæknir segir mikið um að hundaeigendur hafi samband  vegna vanlíðunar hunda sinna í jarðskjálftunum. Nokkuð er um að hundar fái kvíðastillandi lyf til að slá á óróleikann en mikilvægast er að sýna þeim hlýju og stuðning.
Allar áætlanir yfirfarnar fumlaust og af kostgæfni
Næstum 30 félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík slógu upp tjaldbúðum í bænum í gærkvöldi. Tjöldin eru hluti hluti af búnaði björgunarsveitarinnar og almannavarna sem byggður hefur verið upp í mörg ár.
Vísindaráð dregur upp mögulegar sviðsmyndir
Á fundi Vísindaráðs almannavarna sem lauk nú á sjötta tímanum voru mögulegar sviðsmyndir sem snúa að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall ræddar. Meðal þeirra eru að það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur, hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð, í nágrenni við Fagradalsfjall, skjálfti af stærð allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum og kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall.
Viðtal
Skjálftavirknin verið að færast til í dag
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið nokkuð staðbundin við Fagradalsfjall síðustu sólarhringa en hefur aðeins færst til í dag, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Margir snarpir skjálftar hafa orðið síðustu klukkustundir en Kristín segir líklegast að hrinan fari að ganga niður í næstu viku.
Viðtal
Grindvíkingar rólegir þrátt fyrir skjálftahrinuna
Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki eða tjón á verðmætum í jarðskjálftahrinunni sem gengið hefur yfir síðan á miðvikudag. Upptök skjálftanna eru rétt utan við Grindavík og finna Grindvíkingar því vel fyrir skjálftunum. Fannar Jónsson bæjarstjóri sat fund með almannavörnum í dag vegna ástandsins.
Myndskeið
Mjög ósennilegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt
Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið, vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Borgarstjórinn í Reykjavík segir áætlunina fyrst og fremst ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins, en ekki svæðið í heild.
Viðtal
Of snemmt að segja til um hvort hrinunni sé að ljúka
Dagurinn byrjaði hjá mörgum á suðvesturhorninu á snörpum jarðskjálfta, sem var 5,2 að stærð. Síðan hafa eftirskjálftar fylgt. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að smám saman hafi dregið úr virkninni. „Við getum auðvitað bara vonað að þessu sé að ljúka en það er of snemmt að segja það þannig að við munum áfram fylgjast með næstu daga,“ sagði Kristín í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Minniháttar skemmdir á Landspítala eftir skjálfta
Á Landspítalanum, líkt og víðar, er fólk í viðbragðsstöðu vegna skjálftahrinunnar. Þar hefur verið farið yfir viðbragðsáætlanir í vikunni vegna skjálftanna. Smávægilegar skemmdir urðu í skjálftanum á miðvikudagsmorgunn en ekki hefur verið tilkynnt um neitt slíkt eftir skjálftann í morgun, að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans. Ekki hefur þurft að fresta aðgerðum.
Útvarpsfrétt
Hrinan stendur enn yfir
Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga á miðvikudag stendur enn yfir og mesta virknin er milli Fagradalsfjalls og rétt vestan við Þorbjörn, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Rætt var við hana í útvarpsfréttum á hádegi.
„Kvíði er mjög sterkt, líkamlegt viðbragð“
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, segir að þeir sem finna fyrir miklum kvíða í þeim náttúruhamförum sem nú standa yfir, þurfi að gera eitthvað í stöðunni. Hún segir hins vegar að kvíði geti verið eðlilegur undir þessum kringumstæðum. Þá sé mikilvægt að tala við börnin um stöðuna.