Færslur: jarðskjálftabelti

Jarðskjálfti af stærðinni fjórir við Grímsey
Stundarfjórðungi fyrir þrjú í nótt mældist jarðskjálfti af stærðinni fjórir austnorðaustur af Grímsey. Þar um slóðir hafa mælst um 3.600 skjálftar frá því að skjálftahrina hófst aðfaranótt 8. september.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 út af Gjögurtá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð laust fyrir klukkan tvö í nótt, tæplega átta kílómetra norðnorðvestur af Gjögurtá austast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Tilkynningar bárust Veðurstofu frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík um að skjálftinn hefði fundist.

Mest lesið