Færslur: Jarðhræringar við Reykjanesskaga

Sjónvarpsfrétt
Bílaflotinn við gosið farinn að minna á hraunbreiðu
Meira en tíu þúsund manns hafa gengið að eldgosinu um helgina. Bílaflotinn við rætur gönguleiðarinnar varð svo stór í dag að skipulögðu bílastæðin dugðu ekki til. Björgunarsveitarfólk býst við því að met gærdagsins verði slegið í dag. Tjaldstæðið í Grindavík hefur fyllst af fólki upp úr miðnætti undanfarin kvöld, þegar örþreyttir ferðamenn komast niður af gosstöðvunum.
Myndskeið
Þurfa reglulega að stöðva fólk sem æðir út á nýtt hraun
Forsvarsmaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að reglulega þurfi að hafa afskipti af fólki sem ætli að æða út á nýtt hraun nærri eldgosinu í Meradölum. 
Myndskeið
Rýming við gosstöðvar vegna aukins hraunflæðis
Lokað var fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis fyrir hádegi. Var það gert af öryggisástæðum, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um klukkan eitt var opnað að hluta á ný.
Áfram gosórói – Gas leggur yfir Voga
Enn virðist vera þónokkur órói við gosstöðvarnar. Í gærmorgun jókst virknin þegar hraun tók að flæða undan gígnum og um kvöldmatarleytið í gærkvöld fór að gjósa úr gígnum sjálfum. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir nokkurt gas hafa stigið upp en erfitt sé að segja til um það hvort það leggi yfir höfuðborgarsvæðið.