Færslur: Jarðhræringar í Vatnajökli

Rennsli úr Grímsvötnum eykst hægar en árið 2010
Útlit er fyrir að rennsli í Grímsvatnahlaupi verði ekki eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Rennslið hefur aukist hægar en það gerði í hlaupinu 2010. Búist er við að hlaupið nái hámarki um helgina. Íshellan hefur sigið um tæpa tíu metra.
Íshellan í Grímsvötnum sigin um 1,6 metra
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og enn bendir allt til þess að muni hlaupa undan Skeiðarárjökli. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aðdragandann að hlaupi virðast ætla að verða lengri en oft hefur verið þar áður.
27.11.2021 - 10:12
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
Skjálftinn stærri en talið var og einn stærsti frá gosi
Veðurstofan hefur uppfært styrk jarðskjálftans sem varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Hann reyndist 4,8 að stærð og er einn stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu síðan gaus hófst í Holuhrauni í ágúst 2014.
Skjálftahrina við Bárðarbungu
Nokkrir snarpir skjálftar riðu yfir í skjálftahrinu norðaustur af Bárðarbungu um klukkan sex í dag. Fyrsti skjálftinn var 3,7 og reið yfir þegar klukkuna vantaði ellefu mínútur í sex, sekúndu síðar mældist skjálfti upp á 2,9. Klukkan sex reið svo stærsti skjálftinn yfir. Hann var 3,8, rúma fjóra kílómetra norðaustur af Bárðarbungu.
30.01.2018 - 18:27
Litlar breytingar í sigkatli í Öræfajökli
Sigketilinn í Öræfajökli breyttist lítið frá 11. desember til 5. janúar. Rúmmálið hefur minnað aðeins en munurinn er þó ekki marktækur, að því er fram kemur á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Fljúga yfir Öræfajökul á næstu dögum
Jarðvísindamenn fara með flugvél frá Isavia yfir Öræfajökul á næstu dögum til að mæla umfang sigketils sem þar myndaðist í jarðhræringum fyrr í vetur. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur dregið mikið úr skjálftavirkni í jöklinum. Verið er að bíða eftir góðum aðstæðum til flugs yfir jökulinn og til mælinga á sigkatlinum.
Sigketill Öræfajökuls dýpkaði um 2 til 3 metra
Óvenjulegt er að sjá svo mikinn jarðhita í Öræfajökli og nú er, að sögn jarðeðlisfræðings. Heldur hefur hægt á atburðarásinni í jöklinum, samkvæmt mælingum úr lofti í dag. 
Nýr útvarpssendir vestan Öræfa
RÚV hefur bætt við FM sendi í Skaftafelli til að efla útsendingar Rásar 2 undir vestanverðum Vatnajökli. Sent er út á tíðninni 101,5 MHz.
Fljúga yfir Öræfajökul og mæla yfirborðið
Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans. Sigketill Öræfajökuls hefur víkkað á rúmlega þremur vikum og sprungumynstur er orðið greinilegra. Flogið verður yfir jökulinn á flugvél frá Isavia sem búin er radar-hæðarmæli.
Sigketill Öræfajökuls víðari og orðinn ílangur
Sigketill Öræfajökuls hefur víkkað á rúmum þremur vikum og sprungumynstur er orðið greinilegra. Þetta má sjá á nýjum gervitunglamyndum frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, sem teknar voru fyrir Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.
Snarpur skjálfti í Bárðarbungu
Snarpur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu nú á sjöunda tímanum. Mældist hann 4,1 að stærð að sögn vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Talsverðar hræringar hafa verið í og við Bárðarbungu nú í morgunsárið en að sögn Veðurstofunnar eru engin ummerki um gosóróa.
Kvikuinnskot við rætur Öræfajökuls
Lítið kvikuinnskot er nú að þrýsta sér inn í jarðskorpuna undir sunnanverðum Öræfajökli. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna. Jarðfræðingur segir svona atburðarrás geta tekið langan tíma, og óljóst hvort og þá hvenær hún endi með eldgosi.
Ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja mikil
Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er gríðarlega mikil, segir Sindri Ragnarsson, leiðsögumaður og eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Glacier Trips sem staðsett er á Höfn. Öryggisáætlanir verði örugglega endurskoðaðar eftir fund með Almannavörnum. 
Sigketillinn dýpkar enn
Sigketillinn í Öræfajökli heldur áfram að dýpka. Það þýðir að hiti er enn þar undir eða að ketillinn sé að tæma sig, að sögn jarðvísindamanna. Talið er að hann sé nú um 22 metra djúpur.
Ætla að bæta símasamband
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, segir að vinna sé hafin við það að bæta úr símasambandi í Öræfasveit. Símasamband þar hefur verið stopult og lýstu íbúar áhyggjum vegna þess á fundum með almannavörnum 
Símasamband lítið kannað utan þjóðvegarins
Jarðvísindamenn og almannavarnir hafa í gær og í dag kynnt íbúum, viðbragðsaðilum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu neyðaráætlun vegna Öræfajökuls. Um 60 manns voru á fundi með fólki í ferðaþjónustu í dag. Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum segir að skoða verði símasamband í Öræfasveit og safna upplýsingum sem hægt er að nota til að skipuleggja viðbrögð við hugsanlegu eldgosi.
Íbúafundur í kvöld um Öræfajökul
Vísindamenn ætla að fara yfir stöðu mála vegna Öræfajökuls á íbúafundi í Hofgarði í Öræfum í kvöld. Á fundinum ætla fulltrúar almannavarna einnig að kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.
Segir nánast útilokað að eldsumbrot séu hafin
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli. heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu.
Neyðaráætlun fyrir Öræfajökul
Fólk verður flutt á örugga staði á svæðinu við Öræfajökul ef rýma þarf í skyndi vegna jökulhlaups, samkvæmt nýrri neyðarrýmingaráætlun sem gefin var út í dag.   
Neyðaráætlun væntanlega tilbúin í dag
Rögnvaldur Ólafsson í Almannavarnardeild lögreglustjóra segir að búast megi við að neyðaráætlun vegna Öræfajökuls verði tilbúin í dag. Samkvæmt henni verður fólk flutt á staði sem eru öruggir fyrir jökulhlaupi. Lögreglan á Suðurlandi hittir íbúa á svæðinu í dag.
Segir þurfa að setja GPS-mæla á Öræfajökul
Setja þarf upp net GPS-mæla á Öræfajökul til að fá skýrari mynd af því hvort fjallið sé að búa sig undir eldgos. Þetta segir fagstjóri hjá Almannavörnum. Ekki sáust skýr merki um kvikugös í sýnum úr Kvíá og öðrum ám nærri jöklinum. Því má ætla að aukin jarðhitavirkni hafi skapað sigketilinn sem sást fyrst á jöklinum á föstudag.
Jarðhitavirkni veldur sigkatlinum í Öræfajökli
Niðurstöður mælinga jarðvísindamanna á vatni úr Kvíá við Öræfajökul benda til þess að uppstreymi jarðhitavatns sé ástæða bráðnunar í katli jökulsins. Ekki sjást merki um kvikugös sem bendir til þess að kvika hafi ekki borist inn í jarðhitakerfið undir öskjunni. 
Tveir 3,9 stiga skjálftar í Bárðarbungu
Tveir skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu nú eftir hádegi. Sá fyrri reið yfir klukkan átta mínútur í tvö og var 3,9 að styrk. Hinn kom tveimur mínútum síðar og var einnig 3,9. Fyrri skjálftinn varð um 8 kílómetra norðnorðaustur af Bárðarbungu. Sá seinni varð 6,1 kílómetra norðaustur af Bárðarbungu.
Kynna rýmingaráætlun rafrænt vegna veðurs
Neyðarrýmingaráætlun almannavarna vegna Öræfajökuls er tilbúin en kynna þarf viðbragðsaðilum og íbúum hana rafrænt, þar sem fresta þurfti íbúafundi vegna óveðurs.