Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Björgunarsveitir leita manns við gosstöðvarnar
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, auk leitar- og sporhunda, hafa verið kallaðar að gosstöðvunum við Fagradalsfjall til að leita manns sem er saknað. Hann varð viðskila við eiginkonu sína um þrjú-leytið í dag og þegar hraðleit á svæðinu skilaði ekki árangri var aukið við viðbragðið. 
25.06.2021 - 20:02
Kastljós
Til mikils að vinna að stýra hrauni frá Nátthagakrika
Það eru vonbrigði að ekki verði reynt að verja Suðurstrandarveg gegn hraunrennsli, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í Kastljósi í kvöld. „Því hann er mjög mikilvægur fyrir okkur í Grindavík og reyndar Suðurnesin öll. Það var reynt að finna leiðir og það var búið að hanna mannvirki en það var ekki talið fært að ráðast í þá miklu framkvæmd, bæði var hún dýr og svo var ekki víst að það tækist einu sinni að verja Ísólfsskála og Suðurstrandarveg, þannig að frá því var horfið.“
Telja hraunflæðilíkön hafa sannað gildi sitt
Vísindamenn hjá Veðurstofunni og Háskóla Íslands telja að hraunflæðilíkön hafi sannað gildi sitt í eldgosinu við Fagradalsfjall. Í nýrri grein á vef Veðurstofunnar er fjallað um að hraunflæðilíkön hafi fyrst verið notuð á Íslandi í gosinu í Holuhrauni fyrir um það bil sex árum en fyrst núna hafi veruleg þróun orðið í notkun þeirra.
Morgunútvarpið
Fornleifafræðingar í kapphlaupi við hraunið
Fornleifafræðingar á vegum Minjastofnunar keppast nú við að kortleggja minjar við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Greint var frá því í fréttum helgina að afkomendur bænda á jörðinni Ísólfsskála austan Grindavíkur óttist að missa jörðina undir hraun. Oddgeir Isaksen, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, segir að þegar sé búið að kortleggja hátt í 240 minjar sem eru ekki enn komnar undir hraun.
22.06.2021 - 09:38
Stiklað á hrauni: „Þetta er auðvitað fráleit hegðun“
Borið hefur á því í auknum mæli síðustu daga að fólk hætti sér ofan á nýrunnið hraun við Fagradalsfjall. „Það er glóandi hraun þarna undir sem getur verið nokkurhundruð gráðu heitt og það getur verið þunn skorpa yfir sem er hægt að stíga í gegnum,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. 
Hefði kostað hundruð milljóna að verja Suðurstrandarveg
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að ekki hafi verið talið ráðlegt að verja Suðurstrandarveg gegn framrennli hrauns, meðal annars vegna mikils kostnaðar og óvissu um að það myndi takast. Þess í stað verður áhersla lögð á að verja Svartsengi og Grindavíkurbæ þegar og ef þess gerist þörf.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Ræður fólki frá að fara með ung börn að gosstöðvum
Enn streymir hraun niður í Nátthaga á Reykjanesskaga. Dalbotninn í Nátthaga er nú þakinn hrauni og styttist í að dalurinn fyllist. Þaðan er stysta leið hraunsins að Suðurstrandarvegi.
Fengu áhlaup á garðinn sem er orðinn 200 metrar á lengd
Verktakarnir á gosstöðvunum eru leggja lokahönd á um 200 metra langan leiðigarð í syðsta hluta Geldingadala sem beinir hrauninu niður í Nátthaga. Hraun var nærri runnið yfir garðinn í gær, segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu.
16.06.2021 - 16:08
Ekkert leyfi veitt til framkvæmda við gosstöðvarnar
Almannavarnir hafa ekki sótt um framkvæmdaleyfi til Grindavíkurbæjar fyrir byggingu varnargarða og leiðigarða við gosstöðvarnar. Þetta staðfestir Fannar Jónasson, bæjarstjóri, og segir almannavarnir hafa heimild til þess að ráðast í framkvæmdir til að grípa til varna. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, tekur undir það.  Prófessor í umhverfisrétti telur að samkvæmt lögum þurfi framkvæmdaleyfi að liggja fyrir vegna þeirra framkvæmda sem nú standa yfir á svæðinu.
15.06.2021 - 16:15
Sjónvarpsfrétt
„Við viljum hafa stjórn á þessu ef hægt er“
Í dag hófst vinna við gerð leiðigarðs í syðsta hluta Geldingadala til að beina hrauninu áfram niður í Nátthaga. Lögreglumaður á Suðurnesjum óttast að slysum fjölgi eftir að hraun tók að renna yfir aðalgönguleiðina, til skoðunar er að leggja nýja gönguleið.
Beina hraunrennsli frá Nátthagakrika
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að byggja fjögurra metra háan leiðigarð syðst við Geldingadali til þess að beina hraunrennsli áfram niður í Nátthaga og koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika þaðan sem það á greiða leið í ýmsar áttir. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þetta fremur einfalda aðgerð sem gæti haft mikið að segja.
Hraunið stækkar um 9 knattspyrnuvelli á degi hverjum
Flatarmál hraunsins, sem runnið hefur úr gosinu í Fagradalsfjalli, hefur stækkað töluvert frá síðustu mælingu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands eða um rúmlega 60 þúsund fermetra á dag. „Það samsvarar um níu knattspyrnuvöllum á degi hverjum.“ Hraunrennslið hefur haldist stöðugt undanfarnar sex vikur og verið tvöfalt meira en það var að meðaltali fyrsta eina og hálfa mánuðinn.
Viðtal
Hætta á að hraun flæði yfir á fleiri stöðum
Lögreglan á Suðurnesjum, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að loka svæðinu við gosstöðvarnar í dag þar sem hraun hefur runnið yfir hluta af gönguleið A. Þetta er gert af öryggisástæðum. Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að hætta sé á því að hraun úr Geldingadölum flæði yfir í Nátthaga á fleiri stöðum.
Strókavirkni jókst í eldgosinu í nótt
Strókavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall hefur aukist aftur eftir að verulega dró úr henni í gær.
Viðtal úr hádegisfréttum
Allar mælingar benda til að hraunflæðið sé svipað
„Það urðu greinilegar breytingar klukkan fjögur í nótt,“ segir Kristín Jónsdóttir, er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, um breytta virkni í Fagradalsfjalli síðasta sólarhringinn. Hraun gýs ekki lengur upp úr gígnum í Geldingadölum en hraunstraumurinn er jafn.
Myndskeið
Hraun rennur yfir vestari varnargarðinn
Hraun tók að renna yfir vestari varnargarðinn í syðri Merardölum um hálfellefuleytið í morgun. Vakt Veðurstofunnar tók eftir aukningu í óróa og gasútstreymi á mælum við eldgosið í morgun og stuttu síðar sást spýja brjóta sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn.
Aðkoman önnur eftir að leiðin upp á Gónhól lokaðist
Aðkoman að gosstöðvunum við Fagradalsfjall breyttist nokkuð í gærmorgun þegar hraun lokaði gönguleið upp að vinsælasta útsýnisstaðnum á svæðinu, sem hefur fengið heitið Gónhóll. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segist vona að fólk reyni ekki að komast upp á hólinn, enda sé hraunið ennþá heitt.
Segir stóru myndina ekki að breytast í gosinu
Breytingar mældust á óróavirkni eldgossins í Geldingadölum í gærkvöld og nótt. Meiri viðvarandi virkni mældist og gosórói féll niður á milli. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir stóru myndina ekki vera að breytast; framleiðslan á hrauni sé stöðug í gosinu. „Þannig að þessar breytingar sem við erum að sjá í óróa og þessi púlserandi virkni er greinilega eitthvað aðeins að breytast. Líklega er þetta tengt grunnstæðum breytingum.“
Fagradalshraun orðið tæplega 3 ferkílómetrar
Meðalhraunrennsli í eldgosinu í Fagradalsfjalli var helmingi meira í maí en fyrsta einn og hálfa mánuðinn sem gaus. Þetta sýna nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar sem gerðar voru í gær.
Fólk virðir ekki lokanir við gosstöðvarnar
Þrátt fyrir að búið sé að loka fyrir alla umferð upp á útsýnishólinn við gosstöðvarnar hefur sést til fólks fara yfir lokun ofan við vestari varnargarðinn í Meradölum. Lögreglan ætlar að bregðast við. Hraun er við það að renna úr Geldingadölum yfir haftið við hólinn niður í Meradali. Eina leiðin til að komast af hólmanum sem verður þá til er með þyrlu.
Útsýnishæð nærri eldgosinu rýmd
Útsýnishæð við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall var rýmd í kvöld vegna hættu á að hraun geti umlukið svæðið. Öruggast þótti að flytja fólk á brott svo það ætti ekki á hættu að verða innlyksa.
30.05.2021 - 20:27
„Slettuvirkni“ í gosinu
Framleiðnin í eldgosinu í Geldingadölum er söm en virknin er að breytast. Eldfjallafræðingur segir gíginn hafa tekið upp einhvers konar slettuvirkni. Eins og staðan er núna á hraunið langt í land með að fylla Nátthaga en nái hraunið að bæta flutningskerfið með einangruðum hraunrásum gæti það verið fljótara að fylla Nátthaga.
Sjónvarpsfrétt
Gætu verið 20-90 dagar í að hraun flæði úr Nátthaga
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að reiknað sé með að það taki um 20-90 daga fyrir hraunið úr Fagradalsfjalli að ná út fyrir Nátthagann. Gagnaveitan er í kappi við tímann að plægja fyrir ljósleiðara við Suðurstrandarveg áður en það gerist - og á nægu dýpi til að hann sé í vari fyrir hrauni.
Ljós skín enn undan hrauninu
Ljósleiðari sem lagður var í tilraunaskyni við varnargarðana í Nafnlausa dalnum virkar enn þótt hann sé kominn undir hraun. Það gefur góð fyrirheit um að ljósleiðarinn í Nátthaga sé ekki ónýtur þó að hraunið nái þangað.