Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 mældist á Reykjanesskaga
Snarpur skjálfti, 5,2 að stærð, varð skammt suðvestur af Keili rétt eftir klukkan átta í morgun. Skjálftinn er sá stærsti síðan á miðvikudag, og þriðji skjálftinn sem mælist í hrinunni sem mælist stærri en fimm.
Ellefu skjálftar yfir þremur að stærð frá miðnætti
Ekkert lát er á skjálftavirkninni á Reykjanesskaga, og segist náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands ekki muna eftir annarri eins hrinu. Frá miðnætti hafa ellefu skjálftar mælst þrír eða stærri. Sá stærsti þeirra mældist 3,8 um klukkan hálf þrjú í nótt.
Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta
„Þetta er orðin ansi öflug hrina held ég að við getum sagt,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands, í miðnæturfréttum útvarps í kvöld. Hún segir að starfsmenn veðurstofunnar hafi legið yfir gömlum mælingum til þess að athuga hversu langt aftur þarf að fara til að finna álíka hrinu.
Skjálfti við Keili 4,9 að stærð
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesskaga og jarðskjálfti 4,9 að stærð varð um 3 kílómetra suðvestur af Keili í kvöld klukkan 22:38. Það er stærsti skjálftinn í hrinunni í dag. Um klukkan átta í kvöld var skjálfti 4,6 að stærð.
Fréttavaktin
Helstu tíðindi: Færri skjálftar og minni
Enn er talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn aðfaranótt sunnudags var 5,0. Kvika flæðir inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli og myndast við það sprunga austan og vestan við umbrotasvæðið.
Álagið aldrei meira á Veðurstofuvefinn en í gær
Álagið á Veðurstofuvefinn í gær var meira en nokkru sinni, en sjötíu þúsund reyndu að komast á vefinn á stundarfjórðungi. Forstjóri Veðurstofunnar segir eitt af forgangsverkefnum stofnunarinnar að vefurinn geti annað álagi þegar stór-atburðir verða. 
25.02.2021 - 12:24
Gasútstreymi kannað á þremur stöðum í dag
Vísindamenn Veðurstofunnar eru að leggja af stað í aðra ferð til að mæla gasútstreymi á þremur stöðum á Reykjanesskaga. Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, segist vera búin að yfirfara gögnin frá í gær og merkir engar marktækar breytingar.
25.02.2021 - 11:01
Myndskeið
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, en þar varð skjálfti upp á 5,6 á þriðjudaginn. Frá miðnætti hafa mælst þar 38 jarðskjálftar. Þar af var einn yfir tveir að stærð, hann varð um klukkan hálf tvö síðustu nótt og mældist 2,2.
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Morgunútvarpið
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt  frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Myndskeið
Um 38.000 fóru inn á vef Veðurstofunnar á einni mínútu
Óhætt er að segja að það mæðir mikið á almannavörnum þessa dagana en samhæfingarmiðstöð var virkjuð eftir jarðskjálftann í dag. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir fyrstu viðbrögð hafa verið að meta áhrif jarðskjálftans og hvort þau kalli á einhver sérstök verkefni.
20.10.2020 - 19:51
Spegillinn
Skjálftar á bilinu 6 til 6,5 líklegir á Reykjanesskaga
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni 6 til 6,5 í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Fleiri skjálftar urðu í gærkvöld
Tveir skjálftar af stærð 3,6 og 3,0 urðu upp úr klukkan sjö í gærkvöld. Skjálftarnir urðu skammt vestan við Kleifarvatn.
30.08.2020 - 07:59
Áframhaldandi skjálftavirkni
Áframhaldandi skjálftavirkni er á Tjörnesbrotabeltinu og Reykjanesi og mældust nokkrir smáir skjálftar í nótt.
Myndskeið
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
Viðtal
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund í dag
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund seinna í dag til að ræða skjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Búast má við að jarðhræringar haldi áfram, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, sérfræðings á Veðurstofu Íslands. 
Grindvíkingar vanir hristingi en hafa nú varann á sér
Frá því að jörð tók að skjálfa við Grindavík fyrr á árinu hafa íbúar varann á sér. Það segir Kristín María Birgisdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi, sem búsett er í bænum í samtali við fréttastofu.
Tveir snarpir skjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Almannavarnir funda vegna aukinnar jarðskjálftavirkni
Um 700 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan vísbendingar bárust í síðustu viku um að land sé farið að rísa á ný á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna kemur saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.
Rúmlega 300 skjálftar í grennd við Grindavík
Jarðskjálftavirkni í grennd við Grindavík hefur aukist um helgina. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,7 á fjórða tímanum í gær. Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný
Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það gerist þó hægt og þörf er á meiri gögnum til þess að fullyrða frekar um stöðuna.
Segir skjálftavirkni geta tekið sig upp að nýju
Mikið hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi undanfarnar vikur. Virkni þar er þó enn meiri en svo að hún flokkist sem venjulegt ástand og er Veðurstofan með aukna vakt á svæðinu.
26.05.2020 - 18:00