Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Myndskeið
Hraunið skríður niður eins og jarðýta
Hraun rennur nú niður í Nátthaga frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall. Í gær byrjaði hraun að renna yfir eystri varnargarðinn sem reistur var í naflausa dalnum syðst í Meradölum.
Myndskeið
Hraunfoss steypist niður í Nátthaga
Hraunfoss flæðir nú yfir varnargarðinn sem komið var upp í nafnlausa dalnum og steypist niður í Nátthaga. Garðurinn átti að vernda Suðurstrandarveg og ljósleiðara sem liggur meðfram honum, verið er að meta stöðuna og hvort ástæða sé til að grípa til frekari ráðstafana.
Myndskeið
Logandi hraunflaumurinn rennur niður í Nátthaga
Hraun er tekið að renna á miklum hraða niður í Nátthaga. Ótrúlegar myndir náðust af því þegar logandi hrauntungan teygir sig niður hlíðina úr nafnlausa dalnum, syðst í Meradölum um nýjan farveg niður í Nátthaga.
Hraunið komið yfir austari varnargarðinn
Hraun er tekið að renna yfir austari varnargarðinn sem komið var upp í Nafnlausadalnum og nú rennur hraunið niður í Nátthaga.
Myndskeið
Reynir á varnargarða við eldgosið
Það reynir á varnargarðana á gosstöðvunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að framkvæmdin sé nauðsynleg og hraunið muni á endanum eyða raski sem hún veldur.
Myndskeið og myndir
Hraunáin rennur að vestari varnargarðinum
Mikill hraunstraumur rennur nú að vestari varnargarðinum í Nafnlausadalnum í Meradölum. Laust eftir hádegið tók hrauná að streyma að garðinum og hraunið hefur hækkað og á aðeins um metar eftir til að ná yfir varnargarðinn.
Útsending frá Langahrygg liggur niðri
Útsending myndavélarinnar á Langahrygg, sem beint er að eldgosinu í Geldingadölum, liggur niðri. Ekki er vitað hvað veldur en það verður kannað með morgninum. Fylgjast má með gosinu í beinu streymi frá vélinni á Fagradalsfjalli á vefnum okkar, ruv.is. Skipt verður yfir á þá vél í sjónvarpsútsendingu rúv2 við fyrsta tækifæri.
Myndskeið
Mikið sjónarspil þegar efstu gígveggirnir hrundu
Efstu veggirnir í gígnum þar sem mesta virknin er í eldgosinu við Fagradalsfjall hrundu ofan í gíginn í kvöld og úr varð mikið sjónarspil.
Sjónvarpsfrétt
Reyna að hemja framgang hrauns með stíflum
Verktakar vinna í kappi við tímann við að reisa garða til að varna því að hraun renni í Nátthaga, en það gæti ógnað Suðurstrandarvegi. Verktaki segir vel raunhæft að stöðva hraunflæðið og býst við að klára verkið um helgina. 
Hættusvæðið verður líklega stækkað í dag
Verið er að endurmeta hættusvæðið við eldgosið í Geldingadölum, eftir að fólk fékk yfir sig gjósku næst gígnum í gær. Líklegt er að hættusvæðið verða stækkað.
Skjálfti upp á 3,2 við Kleifarvatn – gosvirkni svipuð
Jarðskjálfti ,sem mældist 3,2 að stærð, varð á Reykjanesskaga laust eftir klukkan þrjú í nótt. Upptök hans voru á 4,9 kílómetra dýpi um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu að líklegast megi rekja skjálftann til spennubreytinga á umbrotasvæðinu.
Myndskeið
Fólk hraðaði sér undan gjóskufalli
Miklar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Geldingadölum og kvikustróka ber við himin. Eldfjallafræðingur segir að breytingar í gasi í gígnum eða fyrirstaða, einhvers konar kverkaskítur, geti verið ástæðan. Fólk fór á hlaupum undan gjóskufalli við eldgosið í dag. Verið er að endurmeta hættusvæði í kringum gíginn.
02.05.2021 - 19:55
Mögulega að opnast ný sprunga í Geldingadölum
„Ætli það sé ekki bara að opnast ný sprunga. Við vitum voðalega lítið, við sáum þetta bara fyrst á vefmyndavélum sem almannavarnir eru með,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, sem stendur vaktina á Veðurstofunni. Þorvaldur Þórðarson prófessor segir líklegra að þetta sé sinubruni. Nú er búið að snúa vefmyndavél RÚV að svæðinu, mikinn reyk leggur upp úr hlíðinni vestanveðri í Geldingadölum.
Mikil mengun við gosstöðvarnar - tveir fluttir á brott
Tveir voru fluttir frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gærkvöld eftir að þeir fundu fyrir verkjum og óþægindum, líkast til af völdum gosmengunar. Vísir greinir frá þessu. Í frétt Vísis segir að annar þeirra hafi verið fluttur á brott með sjúkrabíl en hinn með einkabíl. Báðir fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og fengu hjálp björgunarsveitarfólks við að komast frá gosstöðvunum.
Myndskeið
Hrauntungur tvær sameinast í Meradölum
Hraun sem rennur úr virka gígnum við Fagradalsfjall, sem kallaður hefur verið gígur fimm, rennur nú niður í Meradali og náði í kvöld að teygja sig í og sameinast hraunbreiðu sem þar hlóðst upp skömmu eftir páska. Sævar Magnús Einarsson náði sameiningunni á myndskeið, sem horfa má á á youtube.
Myndskeið
Ná mögulega áfram í kviku þrátt fyrir litla virkni
Ekki er víst að gígarnir fimm við hlið þess virka í Geldingadölum séu kulnaðir þó að ekki flæði úr þeim. Þetta segir Christopher Hamilton, gestaprófessor við Háskóla Íslands frá Arizona. Hann segir að þeir geti verið að koma kviku fyrir í kvikugöngum. Hann býst við að hraunflæði verði áfram svipað.
Aukin sprengivirkni með 50 metra kvikustrókum
Sprengivirkni hefur aukist í syðsta gígnum á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Kvikustrókarnir sem undanfarið hafa verið tíu til fimmtán metra háir ná nú meira en 50 metra upp í loftið, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni, hvort að það sé verið að auka í hvað kvikumagn varðar sem kemur upp í gosinu.“
Myndskeið
Hætta á að gas safnist upp við gosstöðvarnar í kvöld
Talin er hætta á að gas safnis upp við gosstöðvarnar í Geldingadölum í kvöld þegar vindátt verður norðlæg eða breytileg. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína þangað um helgina.
Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Lítill skjálfti fannst nú í hádeginu á höfuðborgarsvæðinu. Hann var ekki stór, virðist hafa verið þrír að stærð en starfsmenn í Útvarpshúsinu í Efstaleiti fundu aðeins fyrir honum. Hann var um 3,8 kílómetra norðaustur af Krýsuvík. Í vikunni varð skjálfti af stærðinni 4,1 um þrjá kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni en hann var talinn tengjast flekahreyfingum og í morgun varð skjálfti af stærðinni 3,1 við suðvesturenda Kleifarvatns.
Spegillinn
3 þúsund gosferðamenn á dag
Ferðamálastjóri segir að ef allt gangi eftir megi búast við að um þrjú þúsund erlendir ferðamenn leggi leið sína í haust daglega að gosinu í Geldingadölum. Undirbúningur við að bæta aðgengi að gosstað er í fullum gangi.
Sólarleysi slekkur á útsendingu
Sólarleysi undanfarið hefur ekki aðeins áhrif á mannlífið og gróðurinn heldur líka tæknina. Myndavélar RÚV sem hafa sýnt frá gosstöðvunum á Fagradalsfjalli eru með sólarrafhlöðu og þær eru orðnar rafmagnslausar.
Myndskeið
Á ekki von á nýju gosopi við Fagradalsfjall
Afl gíganna í Geldingadölum hefur aukist í dag, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Hann býst ekki við nýju gosopi og segir eldgosið hafa náð jafnvægi. 
Skjálftinn í gærkvöldi eðlileg eftirskjálftavirkni
Jarðskjálfti upp á 4,1 á Reykjanesskaga í gærkvöldi er ekki merki um að ný gosrás sé að myndast. Þetta segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum.
Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
Gosið ekki í rénun þó að slokknað sé í nyrsta gígnum
Það er fátt sem bendir til þess að gosið í Geldingadölum og Meradölum sé að ljúka þrátt fyrir að hætt sé að gjósa í nyrsta gígnum. Þvert á móti benda mælingar til þess að hraunrennsli sé heldur að aukast en hitt.