Færslur: Jarðhræringar

Jörð skelfur í Kötlu
Skjálfti, 3,2 að stærð, varð klukkan 19:20 í kvöld í norðaustanverðri Kötluöskju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Þá mældist annar skjálfti af sömu stærð klukkan 19:22. Þegar hafa minnst tuttugu eftirskjálftar mælst.
29.07.2021 - 20:10
Biðja gosstöðvafara að hafa augun hjá sér
Hundruð björgunarsveitarmanna leita bandarísks ferðamanns við eldgosið á Reykjanesskaga en hann varð viðskila við eiginkonu sína í gær. Björgunarsveitir hafa ekki fundið nein merki um manninn en um 206 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni. Þetta segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar Þorbjörns.
26.06.2021 - 12:36
Hraun komið yfir leiðina upp á „Gónhól“
Gönguleiðin að vinsælasta útsýnisstaðnum yfir eldgosið við Fagradalsfjall lokaðist snemma í morgun. Leiðinni var reyndar lokað í öryggisskyni um síðustu helgi þar sem hraun var komið hættulega nærri gönguleiðinni. Sumir hafa þó virt lokunina að vettugi síðustu daga. Á meðfylgjandi mynd, sem Hlynur Þorsteinsson tók um klukkan sjö í morgun, má sjá að hraunið er komið yfir gönguleiðina upp á fellið, sem fékk viðurnefndið Gónhóll eftir að eldgosið hófst.
Sjónvarpsfrétt
Reyna að hemja framgang hrauns með stíflum
Verktakar vinna í kappi við tímann við að reisa garða til að varna því að hraun renni í Nátthaga, en það gæti ógnað Suðurstrandarvegi. Verktaki segir vel raunhæft að stöðva hraunflæðið og býst við að klára verkið um helgina. 
Spegillinn
Kröflueldar – fyrir þá sem þurfa að rifja upp
Jarðvísindamenn vísa oft til Kröfluelda þegar kvika fer á kreik. Samkvæmt afar óformlegri könnun Spegilsins meðal fólks á fimmtugsaldri og niður úr er greinilegt að fáir vita mikið um þessar margívitnuðu jarðhræringar. Það eru rúm 45 ár frá því að fyrst gaus við Kröflu, 20. desember 1975, og síðasta gosinu þar lauk 18. september 1984. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum.
Hraun flæði yfir í Meradali eftir um tvær vikur
Hraun flæðir úr Geldingadölum austur í Meradali eftir um tvær vikur miðað við núverandi rennsli, samkvæmt hraunflæðilíkani sem kynnt var á fundi Vísindaráðs Almannavarna í dag. Ekki er talið líklegt að kvika nálgist yfirborð á öðrum stöðum kvikugansins.
Myndskeið
Kvikustreymið braut sér nýja leið
Tilkomumikið var að sjá þegar kvikustreymið braut sér nýja leið á þriðja tímanum í dag. Hraunið braut sér leið í þá átt þar sem fólk hefur staðið og horft á eldgosið. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður var á staðnum og tók upp meðfylgjandi myndband.
Viðtal
Sprungur gætu opnast fyrirvaralaust
Nýjar sprungur geta opnast fyrirvaralaust á gosstöðvunum í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Slíkt hafi gert í gosinu við Fimmvörðuháls. Kvikugangurinn nær frá Nátthaga og norður fyrir gosstöðvarnar.
Viðtal
Forsetinn fór að gosstöðvunum - hvetur til varkárni
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fór að gosstöðvunum í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga í morgun, með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann segir að eldsumbrotin séu ógleymanleg sjón en að fólk þurfi að gæta sín betur í návígi við það.
Var í tjaldi við gosstöðvarnar
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt, mis vel búið. Lögregla og björgunarsveitir höfðu því í nógu að snúast. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem er í aðgerðastjórn, segir að nóttin hafi gengið furðu vel miðað við aðstæður. 
Ólíklegt að gasstyrkur verði hættulegur í byggð
Búast má við gasmengun vegna eldgossins í Geldingadölum og að hún verði mest nálægt upptökum þess. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gasið dreifist til norðausturs frá gosstöðvunum í átt að höfuðborgarsvæðinu í dag en að mjög ólíklegt sé að gasstyrkur verði hættulegur þar. Vísindamenn vinna að mælingum.
Ekki hægt að útiloka sprengigos í sjó
Kvikugangurinn á milli Keilis og Fagradalsfjalls heldur áfram að brjóta sér leið til suðurs og teygir sig nú að Borgarfjalli. Ný veðurratsjá tryggir að hægt verði að greina eldgos um leið og það hefst. Gjóskulagafræðingur segir líkön af hugsanlegum gosstöðvum og hraunflæði gefa mikilvægar upplýsingar, en það geti samt allt gerst. Ekki sé hægt að útiloka sprengigos í sjó. 
„Þetta gat ekki gerst á verri stað“
Margra klukkustunda rafmagnsleysi í Grindavík á föstudaginn er ekki rakið til skjálftavirkni. Forstjóri HS veitna segir að þetta hefði ekki getað gerst á verri stað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að reynslan sem varð til í Vestmannaeyjagosinu nýtist vel í þeim jarðhræringum sem nú eru á Reykjanesskaga.
Myndskeið
Mjög ósennilegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt
Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið, vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Borgarstjórinn í Reykjavík segir áætlunina fyrst og fremst ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins, en ekki svæðið í heild.
Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta
„Þetta er orðin ansi öflug hrina held ég að við getum sagt,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands, í miðnæturfréttum útvarps í kvöld. Hún segir að starfsmenn veðurstofunnar hafi legið yfir gömlum mælingum til þess að athuga hversu langt aftur þarf að fara til að finna álíka hrinu.
Skjálfti við Keili 4,9 að stærð
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesskaga og jarðskjálfti 4,9 að stærð varð um 3 kílómetra suðvestur af Keili í kvöld klukkan 22:38. Það er stærsti skjálftinn í hrinunni í dag. Um klukkan átta í kvöld var skjálfti 4,6 að stærð.
Samantekt
Samantekt: Öflug jarðskjálfahrina á Reykjanesskaga
Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga 24. febrúar 2021. Upphaflega var talið að þarna væri öflug en fremur eðlileg jarðskjálftahrina á þverbrotabeltinu á Reykjanesskaga. Þegar vika var hafði liðið var ekkert lát á skjálftahrinunni og óróapúls greindist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands. Þá hafði kvikugangur myndast og kvika færðist nær yfirborðinu.
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Morgunútvarpið
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt  frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Myndskeið
Aurskriðan í Eyjafirði mögulega vegna jarðskjálfta
Stór aurskriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun. Engan sakaði en mikil mildi þykir að ekki varð tjón á íbúðarhúsi. Skriðan stöðvaðist um hundrað metra frá húsinu. Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni útilokar ekki að skriðan tengist jarðhræringum á Tjörnesbrotabelti.
06.10.2020 - 20:18
Um þúsund jarðskjálftar í síðustu viku
Mælar Veðurstofu Íslands greindu um 1.000 jarðskjálfta í síðustu viku. Það er talsvert færra en í vikunni á undan þegar þeir voru um 1.500. Mesta virknin var norðaustur af Grímsey, en þar hófst skjálftahrina 25. september og síðan þá hafa sjö skjálftar stærri en 3 mælst þar.
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.
Myndskeið
Rannsakar fornleifar jarðskjálfta og spáir stórskjálfta
Búast má við enn stærri jarðskjálftum úti fyrir Norðurlandi á næstu árum og áratugum, að mati jarðeðlisfræðings sem rannsakar fyrri skjálftavirkni á svæðinu. Hann vonast til að rannsóknirnar geti spáð fyrir um hvernig jarðhræringar þróast á flekamótunum.
14.08.2020 - 19:24
Jarðskjálfti af stærð 3,3 fyrir norðan
Jarðskjálfti af stærð 3,3 varð tæpum 17 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá við mynni Eyjafjarðar, klukkan kortér yfir þrjú í dag. Upptök skjálftans voru tuttugu kílómetrum frá bæði Siglufirði og Ólafsfirði. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er skjálftinn hluti af hrinu sem staðið hefur yfir í mynni Eyjafjarðar frá því 19. júní.
04.08.2020 - 16:12