Færslur: Jarðhræringar

Jarðskjálfti af stærðinni 6 á Taívan
Jarðskjálfti af stærðinni sex reið yfir Taívan um klukkan eitt í nótt. Upptök skjálftans voru 28 kílómetra suður að borginni Hualien. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki.
20.06.2022 - 03:01
Land risið nær stöðugt við Öskju í tæpt ár
Nokkuð stöðugt landris hefur mælst við Öskju í tæpt ár, eða síðan í byrjun ágúst 2021. Á þeim tíma hefur land risið um 30 sentímetra og landris mælst að jafnaði 2,5 sentímetrar á mánuði. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, sem hefur fylgst grannt með jarðhræringum á svæðinu.
17.06.2022 - 03:06
Á fjórða hundrað jarðskjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og á fjórða hundruð skjálftar hafa þar mælst frá miðnætti. Skjálftarnir koma í kviðum, sá stærsti var 3,3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir von á nýjum gögnum um stöðu mála.
Yfir 400 skjálftar mælst í dag
Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa yfir 400 skjálftar mælst það sem af er degi. Flestir þeirra mældust á Reykjanesskaga og þá aðallega í nágrenni við Grindavík.
Um 180 skjálftar mælst við Grindavík
Jarðskjálftahrina hófst við Sýlingafell, nærri Grindavík, eftir hádegið í gær. Stærsti skjálftinn varð 3,3 að stærð en alls hafa um 180 jarðskjálftar mælst á tæpum sólarhring í tengslum við hrinuna.
Sjónvarpsfrétt
Safna hárlokkum í þágu olíuhreinsunar í Perú
Mikil hráolía fór í sjóinn við Perú á dögunum með tilheyrandi mengun, eftir flóðbylgjuna sem fylgdi neðansjávareldgosinu við Tonga. Olíugildrur úr mannshárum hafa reynst vel til að ná olíunni og hafa hundruð Perúmanna gefið lokka sína til að leggja hreinsuninni lið. 
25.01.2022 - 09:41
Flóðbylgja skall á Tonga eftir neðansjávareldgos
Flóðbylgja skall á eyríkinu Tonga í Kyrrahafi í morgun, í kjölfar neðansjávareldgoss. Margir lögðu á flótta frá ströndinni en ekki hefur verið tilkynnt um að neinn hafi slasast. Ösku rignir yfir höfuðstað eyríkisins.
15.01.2022 - 10:50
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 nærri Öskju
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð þann klukkan hálf fimm í nótt um 6 km vestur af af Dreka, nærri Öskju. Á síðasta ári mældist landris við Öskju frá ágúst fram í nóvember, en hægði svo verulega á því í desember. Skjálftinn er ekki talinn fyrirboði eldgoss.
Jarðskjálftahrina sunnan við Húsafell og vestan við Ok
Snarpur jarðskjálfti varð suðvestur af Húsafelli og vestan við Ok á tíunda tímanum í morgun. Nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðan um áramót og viðbúið að verði áfram, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands.
11.01.2022 - 11:40
Jarðskjálftahrinunni lokið og fluglitakóða breytt
Jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember er nú lokið, er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Fluglitakóði hefur verið lækkaður úr appelsínugulum í gulan og teljast litlar líkur á gosi að svo stöddu. Veðurstofan fylgist áfram náið með svæðinu og óvissustig Almannavarna er enn í gildi.
Kvikan byrjuð að storkna og minni líkur á eldgosi
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur minnkað umtalsvert frá því að skjálftahrina hófst 21. desember í tengslum við nýtt kvikuinnskot í Fagradalsfjalli. Nýjustu mælingar benda til að kvikan í innskotinu sé byrjuð að storkna. Því lengri tími sem líður án breytinga í virkni, því minni líkur eru á að þetta kvikuinnskot endi með eldgosi.
„Ef heldur áfram á svipaðan hátt er ekki langt í gos“
Miðað við atburðarásina sem varð fyrir eldgosið við Fagradalsfjall í mars á þessu ári, telur Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að ekki sé langt í annað eldgos á svipuðum slóðum.
Dempaðri skjálftahrina en fyrir fyrra gos
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga, sem hófst 21. desember, er mikið dempaðari en sú sem varð fyrir gosið í mars. Frá þessu greindi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann segir orkuna sem skjálftarnir hafi leyst úr læðingi vera aðeins um einn tíunda af því sem varð fyrir fyrra gos. Þá muni næstu dagar líklega skera úr um hvort skjálftahrinan sé aðdragandi goss.
Tveir snarpir jarðskjálftar og skýr aflögunarmerki
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga en nú um klukkan hálf fjögur mældust tveir skjálftar, af stærðinni 3,9 og 3,6 um 4 km norður af Krýsuvík. Um 3000 jarðskjálftar hafa mælst dag hvern á svæðinu frá því að hrinan hófst síðdegis 21. desember.
Smáskjálftahrina norðaustan við Geldingadali
Um klukkan fimm síðdegis hófst hrina smáskjálfta norðaustur af gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Skjálftarnir eru á um 7-8 kílómetra dýpi og líklega skýrast þeir af kvikusöfnun á um 11 kílómetra dýpi nærri gosstöðvunum. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands svipar skjálftahrinan til þeirrar hrinu sem varð áður að tók að gjósa í mars á þessu ári. Þá liðu þrjár vikur frá fyrstu skjálftahrinunum þar til eldgos hófst.
Sjónvarpsfréttir
Vísindamenn vongóðir um að goslok séu í nánd
Jarðvísindamenn eru vongóðir um að eldgosinu á La Palma á Spáni sé að ljúka. Rólegt hefur verið á gosstöðvunum í tvo sólarhringa.
15.12.2021 - 21:58
Myndbönd
Sigdældir myndast við Grímsfjall
Við hlaupið úr Grímsvötnum, sem hófst fyrir tæpum þremur vikum, hefur myndast 60 metra djúpur og tæplega 600 metra breiður sigketill suðaustur af Grímsfjalli. Austan við fjallið myndaðist að auki 1300 metra löng og 600 metra breið sigdæld. Sprungur hafa myndast á ferðaleið austan við Grímsfjall og er enn varað við ferðum á þeim slóðum.
Tífalt rennsli og grannt fylgst með skjálftavirkni
Rafleiðni og rennsli í Gígjukvísl fer vaxandi en búist er við að hlaup úr Grímsvötnum nái hámarki á sunnudag. Rennsli í Gígjukvísl er nú tífalt miðað við árstíma. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar eru aðstæður með þeim hætti að Grímsvötn eru tilbúin að gjósa. Grannt verður því fylgst með skjálftavirkni á svæðinu sem líklega yrði fyrirboði eldgoss.
Rennsli úr Grímsvötnum eykst hægar en árið 2010
Útlit er fyrir að rennsli í Grímsvatnahlaupi verði ekki eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Rennslið hefur aukist hægar en það gerði í hlaupinu 2010. Búist er við að hlaupið nái hámarki um helgina. Íshellan hefur sigið um tæpa tíu metra.
Gosið enn í dvala - Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi
Engin kvika hefur komið úr eldgosgígnum við Fagradalsfjall í rúma tvo mánuði. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn vera líf í goskerfinu þó jarðhræringar séu litlar. Þá séu vísbendingar um þenslu á miklu dýpi undir gosstöðvunum.
Tíðir skjálftar á Torfajökulssvæðinu valda heilabrotum
Vísindamenn fljúga yfir Torfajökulssvæðið norðan Mýrdalsjökuls í dag til að athuga hvort þar eru einhverjar sjáanlegar breytingar. Þar mælast nú nokkrir lágtíðniskjálftar á klukkustund. Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir að ástæður virkninnar gætu verið kvikuinnskot, skriða og breytingar á jarðhitasvæði.
Óvenjuleg skjálftavirkni við Torfajökul
Lágtíðniskjálftar hafa mælst nærri Torfajökli nú síðustu tvo daga er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Skjálftavirkni er algeng á þessu svæði en virknin sem hefur verið síðustu tvo daga telst óvenjuleg.
29.10.2021 - 21:29
Hægt hefur á landrisi í Öskju sem mælist 16 sentimetrar
Enn mælist landris í Öskju en þó hefur hægt heldur á því. Í dag eru sextíu ár frá upphafi síðasta Öskjugoss. 
26.10.2021 - 12:10
Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Áfram landris við Öskju þó hægt hafi á risinu
Landris heldur áfram við Öskju og nemur nú 15 sentimetrum. Sér­fræðing­ur á sviði jarðskorpu­hreyf­inga á Veðurstofunni segir margt benda til að hægt hafi á risinu.
19.10.2021 - 13:08